Segir NATO „heiladautt“ vegna Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 7. nóvember 2019 20:50 Frá því að Macron tók við embætti forseta Frakklands hefur hann ítrekað haft orð á því að ríki Evrópu eigi að starfa nánar saman í varnarmálum. EPA/MICK TSIKAS Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir Atlantshafsbandalagið „heiladautt“ og segir ekki lengur hægt að treysta á Bandaríkin. Hann sagði þar að auki að mögulega þyrfti að endurskoða tilgang bandalagsins, með tilliti til viðhorfs yfirvalda Bandaríkjanna og hvatti Evrópuríki til að líta á heimsálfuna sem heimsveldi. Macron sagðist ekki viss um hvort hann trúði enn því að 5. grein sáttmála NATO væri við lýði. Sú grein fjallar um að öll ríki bandalagsins komi ríki sem ráðist er á til aðstoðar. Þessi orð lét hann falla í viðtali við Economist. Vitnaði hann í það að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði dregið hermenn sína til baka frá Sýrlandi um tíma í aðdraganda innrásar Tyrkja, sem eru einnig í NATO, og uppreisnarhópa sem þeir styrkja gegn sýrlenskum Kúrdum og bandamönnum þeirra. Sú ákvörðun var fordæmd af forsvarsmönnum margra Evrópuríkja, sem hafa starfað með Kúrdum gegn Íslamska ríkinu. Þar á meðal eru Frakkar. Ákvörðunin kom bandamönnum Bandaríkjanna á óvart. Macron sagði í kjölfar hennar, eins og bent er á í frétt Reuters, að Evrópa ætti að hætta að láta eins og undirtilla Bandaríkjanna varðandi Mið-Austurlönd.Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segist ósammála Macron og segir ummæli hans hastarleg, samkvæmt frétt BBC. Þó ljóst væri að bandalagið ætti í vandræðum væru orð Macron óþörf.Hefur lengi talað um aukið samstarf Frá því að Macron tók við embætti forseta Frakklands hefur hann ítrekað haft orð á því að ríki Evrópu eigi að starfa nánar saman í varnarmálum. Yfirvöld annarra Evrópuríkja eins og Bretlands hafa þess í stað bent á mikilvægi NATO. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir bandalagið sterkt. Evrópuríki væru að auka fjárútlát til varnarmála, eins og Trump hefur krafist á undanförnum árum, og Bandaríkin væru þar að auki að auka umsvif sín í Evrópu og sameiginlegum heræfingum færi fjölgandi. Hann sagði allar tilraunir til að veikja tengslin yfir Atlantshafið kæmu ekki eingöngu niður á NATO heldur einnig öryggi Evrópu. Þeir einu sem virðast taka vel í orð Macron eru yfirvöld Rússlands. Maria Zakharova, talskona Utanríkisráðuneytis Rússlands, tjáði sig um ummælin á Facebook og sagði þau sönn. Macron hefði lýst stöðu NATO vel. Bandaríkin Evrópusambandið NATO Sýrland Tyrkland Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir Atlantshafsbandalagið „heiladautt“ og segir ekki lengur hægt að treysta á Bandaríkin. Hann sagði þar að auki að mögulega þyrfti að endurskoða tilgang bandalagsins, með tilliti til viðhorfs yfirvalda Bandaríkjanna og hvatti Evrópuríki til að líta á heimsálfuna sem heimsveldi. Macron sagðist ekki viss um hvort hann trúði enn því að 5. grein sáttmála NATO væri við lýði. Sú grein fjallar um að öll ríki bandalagsins komi ríki sem ráðist er á til aðstoðar. Þessi orð lét hann falla í viðtali við Economist. Vitnaði hann í það að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði dregið hermenn sína til baka frá Sýrlandi um tíma í aðdraganda innrásar Tyrkja, sem eru einnig í NATO, og uppreisnarhópa sem þeir styrkja gegn sýrlenskum Kúrdum og bandamönnum þeirra. Sú ákvörðun var fordæmd af forsvarsmönnum margra Evrópuríkja, sem hafa starfað með Kúrdum gegn Íslamska ríkinu. Þar á meðal eru Frakkar. Ákvörðunin kom bandamönnum Bandaríkjanna á óvart. Macron sagði í kjölfar hennar, eins og bent er á í frétt Reuters, að Evrópa ætti að hætta að láta eins og undirtilla Bandaríkjanna varðandi Mið-Austurlönd.Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segist ósammála Macron og segir ummæli hans hastarleg, samkvæmt frétt BBC. Þó ljóst væri að bandalagið ætti í vandræðum væru orð Macron óþörf.Hefur lengi talað um aukið samstarf Frá því að Macron tók við embætti forseta Frakklands hefur hann ítrekað haft orð á því að ríki Evrópu eigi að starfa nánar saman í varnarmálum. Yfirvöld annarra Evrópuríkja eins og Bretlands hafa þess í stað bent á mikilvægi NATO. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir bandalagið sterkt. Evrópuríki væru að auka fjárútlát til varnarmála, eins og Trump hefur krafist á undanförnum árum, og Bandaríkin væru þar að auki að auka umsvif sín í Evrópu og sameiginlegum heræfingum færi fjölgandi. Hann sagði allar tilraunir til að veikja tengslin yfir Atlantshafið kæmu ekki eingöngu niður á NATO heldur einnig öryggi Evrópu. Þeir einu sem virðast taka vel í orð Macron eru yfirvöld Rússlands. Maria Zakharova, talskona Utanríkisráðuneytis Rússlands, tjáði sig um ummælin á Facebook og sagði þau sönn. Macron hefði lýst stöðu NATO vel.
Bandaríkin Evrópusambandið NATO Sýrland Tyrkland Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira