Kínverska viðskiptaráðuneytið staðfesti í dag fréttir þess efnis að Kína og Bandaríkin ætluðu að aflétta einhverjum þeirra tolla sem hafa verið lagðir á í viðskiptastríði ríkjanna.
Samninganefndir ríkjanna hafa rætt saman undanfarnar tvær vikur og er niðurstaðan sú að tollum verði aflétt í skrefum eftir því hversu vel viðræðurnar ganga.
