Íslenzku rjúpunni til varnar Ole Anton Bieltvedt skrifar 7. nóvember 2019 11:00 Nýlega fékk undirritaður í hendur ítarleg rannsóknarskjöl um þróun og stöðu rjúpnastofnsins frá Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ). Bar aðalskjalið heitið „Ástand rjúpnastofnsins 2019“, dagsett 6. september. Undirskjal sýnir stofnbreytingar rjúpu 2018-2019 á öllum talningarsvæðum landsins, 32 að tölu. Segir þetta skjal meira en margvíslegar vangaveltur og mörg orð. Af þessum 32 svæðum dregst stofnstærð saman, allt að 70%, á 26 svæðum, á sama tíma og stofninn styrkist aðeins á 6 svæðum. Á Suðausturlandi og Suðurlandi er stofninn á öllum fjórum svæðunum í stórfelldum mínus. Á Suðausturlandi (Kvískerjum) fundust ekki nema tveir karrar á ferkílómetra. Fyrir nokkrum áratugum náði þessi fjöldi 40 körrum. Það getur vart talizt siðsemi eða sanngirni og heiðarleiki gagnvart fuglinum og lífríkinu, að láta veiðimenn berja þetta svæði, með árásum á þá fáu fugla, sem þar eru eftir, í allt að 22 daga, nú í nóvember, og murka þannig kannske líftóruna úr síðustu fuglunum!? Árin 2011-2012 voru leyfðir veiðidagar 9, 2017 voru þeir 12. Í fyrra var hækkað í 15 daga, og nú var veiðimönnum sýnd sú rausn að hækka í 22 daga, þrátt fyrir það, að stofninn sé í frjálsu falli. Skilur þetta einhver? Á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðvesturlandi er samdráttur stofns líka verulegur á 13 af 14 veiðisvæðum. Aðeins á einu svæði á Vesturlandi styrkist stofninn lítillega. Hér gilda sömu athugasemdir. Hvernig í ósköpunum geta stjórnvöld leyft vaxandi veiðar á þessum svæðum!?? Á Norðausturlandi og Austurlandi eru 14 veiðisvæði, þar af 9 í mínus og aðeins 5 í plús. Mat undirritaðs er, að við hæfi hefði verið og full þörf á, að friða rjúpuna um allt land í ljósi þeirrar neikvæðu stofnþróunar, sem að ofan greinir. Ef menn vilja láta eftir veiðimönnum, út af gömlum matarvenjum, sem þó eru ekki nema viljinn til að gleðja sig og sinn munn, í eitt eða tvö skipti, á kostnað fallegra lífvera, sem prýða og auðga lífríkið langt umfram það, sem ein eða tvær máltíðir geta glatt bragðlauka veiðimanna, þá ætti að takmarka veiðar í ár við Norðausturland og Austurland; Suðausturland, Suðurland, Vesturland, Vestfirði og Norðvesturland ætti skilyrðislaust að friða í ár! Talað er um, að veiðimenn séu 6.000, og, að þeir fari að jafnaði 3-4 daga til veiða. Er hér reiknað með alls 12 fuglum á veiðimann. Á þennan hátt stefna stjórnvöld á veiðar að hámarki 72.000 fugla. Á það er vera kvóti ársins, undarlegt nokk meiri fjöldi en til margra ára, þó að stofn fuglsins sé á alvarlegri niðurleið. Getur þetta reikningsdæmi verið alvara manna!? Hanga veiðimenn yfir veiðum daglangt til að ná 3-4 rjúpum? 5-10 rjúpur á dag er væntanlega keppikefli veiðimanna, ef þeir þá yfirhöfuð finna fuglinn, en slík veiði, myndi þýða dráp 20 til 30 fugla á veiðimann yfir veiðitíma. Sé þetta rétt, yrði heildarveiði 120.000 til 180.000 fuglar, í stað 72.000 fugla kvótans, sem stjórnvöld stefna á og treysta. Stjórnvöld virðast trúa mikið á heiðarleika og löghlýðni veiðimanna, og virðast þau vera reiðubúin til að leggja höndina í eldinn fyrir þá. Byggja sína veiðistefnu ótrauð á því, að veiðimenn haldi sig innan 12 fugla marksins, þó að eftirlit sé ekkert. „Stofnunin leggur þó mikla áherslu á að hvergi verði slakað á í þeirri viðleitni að draga sem mest úr heildarafföllum rjúpunnar og í ljósi rýmkaðs veiðitíma er ábyrgð veiðimanna mikil,“ skrifar forstjóri Náttúrufræðistofunnar til umhverfisráðherra 11. september sl. Er forstjórinn að boða, að búið sé að færa veiðistjórn frá Náttúrufræðistofnun til veiðimanna, enda treysti hann þeim fyllilega!? Það er engin önnur stjórnun, og „viðleitni til að draga sem mest úr“ eru aðeins innantóm orð. Eins mætti gefa bjórdrykkju eða notkun farsíma við akstur, eða þá ökuhraða, frjálsa og biðla svo til manna um það, að þeir nýti frelsið vel, hóflega, af sanngirni og heiðarlega. Og, svo bara treysta þeim. Stundum er talað um, að menn séu bláeygir. Eða, kannske er þetta meira undirlægjuháttur og eftirlátssemi við öfluga veiðimenn. Margir kunna að vera heiðarlegir í mannlegum samskiptum, en lítið verður oft úr þessum heiðarleika veiðimanna gagnvart bráðinni. Ef veiðimenn bæru tilfinningar eða virðingu fyrir dýrunum, væru þeir alls ekki að limlesta þau og drepa, að gamni sínu og sér til gleði. Nú til dags er þörfin engin. Gott dæmi um óheilindi Skotvíss kom fram á dögunum, en þá var fréttatilkynning í Morgunblaðinu um það, að Skotvís hefði gengið í Evrópska skotveiðasambandið, þó með fyrirvara við banni gegn lunda- og álkuveiðum, sem búið er að útrýma á Bretlandseyjum og á Norðurlöndum, „… því nóg sé af þessum tegundum hér“, eftir því, sem Skotvís fullyrti. Sannleikurinn er þó annar, því skv. „Válista fugla“ NÍ frá 2018, er lundinn talinn „Tegund í bráðri útrýmingarhættu“, næst á eftir geirfugli og öðrum útdauðum tegundum á Íslandi. Ég sé ekki, að þetta veiðikerfi stjórnvalda verði lagað eða stokkað upp, þannig, að það virki eins og stefnt er að; rjúpunni til velferðar og verndar. Enda er búið að ofsækja og hrella þessa blessuðu veru í slíkum mæli, í gegnum ár og aldir, að engu tali tekur. Það er því löngu kominn tími til, að friða íslenzku rjúpuna alfarið og til frambúðar, þó að algjör friðun náist seint vegna óheiðarleika veiðimanna. Myndi friðun auðga og fegra fátæklegt íslenzkt lífríki, almenningi og ferðamönnum til yndis og gleði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Skotveiði Mest lesið Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson Skoðun Halldór 29.03.2025 Halldór Skoðun Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Sjá meira
Nýlega fékk undirritaður í hendur ítarleg rannsóknarskjöl um þróun og stöðu rjúpnastofnsins frá Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ). Bar aðalskjalið heitið „Ástand rjúpnastofnsins 2019“, dagsett 6. september. Undirskjal sýnir stofnbreytingar rjúpu 2018-2019 á öllum talningarsvæðum landsins, 32 að tölu. Segir þetta skjal meira en margvíslegar vangaveltur og mörg orð. Af þessum 32 svæðum dregst stofnstærð saman, allt að 70%, á 26 svæðum, á sama tíma og stofninn styrkist aðeins á 6 svæðum. Á Suðausturlandi og Suðurlandi er stofninn á öllum fjórum svæðunum í stórfelldum mínus. Á Suðausturlandi (Kvískerjum) fundust ekki nema tveir karrar á ferkílómetra. Fyrir nokkrum áratugum náði þessi fjöldi 40 körrum. Það getur vart talizt siðsemi eða sanngirni og heiðarleiki gagnvart fuglinum og lífríkinu, að láta veiðimenn berja þetta svæði, með árásum á þá fáu fugla, sem þar eru eftir, í allt að 22 daga, nú í nóvember, og murka þannig kannske líftóruna úr síðustu fuglunum!? Árin 2011-2012 voru leyfðir veiðidagar 9, 2017 voru þeir 12. Í fyrra var hækkað í 15 daga, og nú var veiðimönnum sýnd sú rausn að hækka í 22 daga, þrátt fyrir það, að stofninn sé í frjálsu falli. Skilur þetta einhver? Á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðvesturlandi er samdráttur stofns líka verulegur á 13 af 14 veiðisvæðum. Aðeins á einu svæði á Vesturlandi styrkist stofninn lítillega. Hér gilda sömu athugasemdir. Hvernig í ósköpunum geta stjórnvöld leyft vaxandi veiðar á þessum svæðum!?? Á Norðausturlandi og Austurlandi eru 14 veiðisvæði, þar af 9 í mínus og aðeins 5 í plús. Mat undirritaðs er, að við hæfi hefði verið og full þörf á, að friða rjúpuna um allt land í ljósi þeirrar neikvæðu stofnþróunar, sem að ofan greinir. Ef menn vilja láta eftir veiðimönnum, út af gömlum matarvenjum, sem þó eru ekki nema viljinn til að gleðja sig og sinn munn, í eitt eða tvö skipti, á kostnað fallegra lífvera, sem prýða og auðga lífríkið langt umfram það, sem ein eða tvær máltíðir geta glatt bragðlauka veiðimanna, þá ætti að takmarka veiðar í ár við Norðausturland og Austurland; Suðausturland, Suðurland, Vesturland, Vestfirði og Norðvesturland ætti skilyrðislaust að friða í ár! Talað er um, að veiðimenn séu 6.000, og, að þeir fari að jafnaði 3-4 daga til veiða. Er hér reiknað með alls 12 fuglum á veiðimann. Á þennan hátt stefna stjórnvöld á veiðar að hámarki 72.000 fugla. Á það er vera kvóti ársins, undarlegt nokk meiri fjöldi en til margra ára, þó að stofn fuglsins sé á alvarlegri niðurleið. Getur þetta reikningsdæmi verið alvara manna!? Hanga veiðimenn yfir veiðum daglangt til að ná 3-4 rjúpum? 5-10 rjúpur á dag er væntanlega keppikefli veiðimanna, ef þeir þá yfirhöfuð finna fuglinn, en slík veiði, myndi þýða dráp 20 til 30 fugla á veiðimann yfir veiðitíma. Sé þetta rétt, yrði heildarveiði 120.000 til 180.000 fuglar, í stað 72.000 fugla kvótans, sem stjórnvöld stefna á og treysta. Stjórnvöld virðast trúa mikið á heiðarleika og löghlýðni veiðimanna, og virðast þau vera reiðubúin til að leggja höndina í eldinn fyrir þá. Byggja sína veiðistefnu ótrauð á því, að veiðimenn haldi sig innan 12 fugla marksins, þó að eftirlit sé ekkert. „Stofnunin leggur þó mikla áherslu á að hvergi verði slakað á í þeirri viðleitni að draga sem mest úr heildarafföllum rjúpunnar og í ljósi rýmkaðs veiðitíma er ábyrgð veiðimanna mikil,“ skrifar forstjóri Náttúrufræðistofunnar til umhverfisráðherra 11. september sl. Er forstjórinn að boða, að búið sé að færa veiðistjórn frá Náttúrufræðistofnun til veiðimanna, enda treysti hann þeim fyllilega!? Það er engin önnur stjórnun, og „viðleitni til að draga sem mest úr“ eru aðeins innantóm orð. Eins mætti gefa bjórdrykkju eða notkun farsíma við akstur, eða þá ökuhraða, frjálsa og biðla svo til manna um það, að þeir nýti frelsið vel, hóflega, af sanngirni og heiðarlega. Og, svo bara treysta þeim. Stundum er talað um, að menn séu bláeygir. Eða, kannske er þetta meira undirlægjuháttur og eftirlátssemi við öfluga veiðimenn. Margir kunna að vera heiðarlegir í mannlegum samskiptum, en lítið verður oft úr þessum heiðarleika veiðimanna gagnvart bráðinni. Ef veiðimenn bæru tilfinningar eða virðingu fyrir dýrunum, væru þeir alls ekki að limlesta þau og drepa, að gamni sínu og sér til gleði. Nú til dags er þörfin engin. Gott dæmi um óheilindi Skotvíss kom fram á dögunum, en þá var fréttatilkynning í Morgunblaðinu um það, að Skotvís hefði gengið í Evrópska skotveiðasambandið, þó með fyrirvara við banni gegn lunda- og álkuveiðum, sem búið er að útrýma á Bretlandseyjum og á Norðurlöndum, „… því nóg sé af þessum tegundum hér“, eftir því, sem Skotvís fullyrti. Sannleikurinn er þó annar, því skv. „Válista fugla“ NÍ frá 2018, er lundinn talinn „Tegund í bráðri útrýmingarhættu“, næst á eftir geirfugli og öðrum útdauðum tegundum á Íslandi. Ég sé ekki, að þetta veiðikerfi stjórnvalda verði lagað eða stokkað upp, þannig, að það virki eins og stefnt er að; rjúpunni til velferðar og verndar. Enda er búið að ofsækja og hrella þessa blessuðu veru í slíkum mæli, í gegnum ár og aldir, að engu tali tekur. Það er því löngu kominn tími til, að friða íslenzku rjúpuna alfarið og til frambúðar, þó að algjör friðun náist seint vegna óheiðarleika veiðimanna. Myndi friðun auðga og fegra fátæklegt íslenzkt lífríki, almenningi og ferðamönnum til yndis og gleði.
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar