Enski boltinn

Liðsfélagi Gylfa kominn heim eftir aðgerðina og þakkaði fyrir allar kveðjurnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andre Gomes ökklabrotnaði í leik Everton og Tottenham.
Andre Gomes ökklabrotnaði í leik Everton og Tottenham. Getty/Robbie Jay Barratt
Andre Gomes er kominn heim til sín eftir aðgerðina en eins og flestir vita þá ökklabrotnaði hann í leik Everton og Tottenham um síðustu helgi.

Gylfi Þór Sigurðsson, liðsfélagi Andre, var einn af mörgum sem sendu honum kveðjur en Portúgalinn hefur fengið mikinn stuðning alls staðar af í kjölfarið á þessu hryllilega fótbroti.

Aðgerðin gekk vel hjá Andre Gomes og nú bíður hans mikil endurhæfing. Það er samt búist við því að hann nái fullum bata sem eru mjög góðar fréttir.

Eftir að Andre Gomes kom heim þá vildi hann þakka fyrir sig og það gerði hann með því að setja myndband inn á Twitter-síðu sína en myndbandið má sjá hér fyrir neðan. Hann talar þar ensku en skrifar einnig smá portúgölsku í kveðjuna.





„Hæ allir. Eins og þið vitið eflaust þá gekk allt vel í aðgerðinni. Ég er kominn heim í faðm fjölskyldunnar. Ég vil nota tækifærið til að þakka ykkur öllum fyrir stuðninginn, allir kveðjurnar og alla þessa jákvæðu orku. Takk fyrir,“ sagði Andre Gomes og brosti.  










Fleiri fréttir

Sjá meira


×