Körfubolti

Njarðvík bætir við sig Bandaríkjamanni sem þjálfarinn þekkir vel

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Chaz Williams lék átta leiki með Þór tímabilið 2017-18.
Chaz Williams lék átta leiki með Þór tímabilið 2017-18. mynd/stöð 2 sport
Bandaríski leikstjórnandinn Chaz Williams er á leið til Njarðvíkur samkvæmt heimildum Vísis.

Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, þekkir vel til Williams en hann þjálfaði hann hjá Þór Þ. á þarsíðasta tímabili.

Þrátt fyrir komu Williams er Bandaríkjamaðurinn Wayne Martin, sem hefur leikið með Njarðvík í upphafi móts, er ekki á förum frá félaginu. Njarðvíkingar verða því með tvo bandaríska leikmenn sem munu skipta mínútum á milli sín.

Williams er 28 ára leikstjórnandi sem lék síðast með Wilki Morskie Szczecin í Póllandi. Hann hefur einnig leikið í Tyrklandi, Sviss og Finnlandi. Williams lék með UMAss háskólanum í Bandaríkjunum á árunum 2011-14.

Williams lék átta leiki með Þór tímabilið 2017-18. Í þeim skoraði hann 15,8 stig, tók 4,3 fráköst og gaf 4,8 stoðsendingar. Hér fyrir neðan má sjá tilþrif Williams úr leik Þórs og ÍR.

Klippa: Tilþrif Chaz Williams


Þetta er önnur breytingin sem Njarðvík gerir á leikmannahópi sínum eftir að tímabilið hófst. Í síðasta mánuði var litháíski leikstjórnandinn Evaldas Zabas látinn fara. Í staðinn fékk Njarðvík Kyle Williams, Bandaríkjamenn með breskt ríkisfang.

Njarðvík, sem hefur tapað fjórum leikjum í röð, er í 10. sæti Domino's deildarinnar með tvö stig. Næsti leikur liðsins er gegn Val á föstudaginn.


Tengdar fréttir

Framlengingin: Njarðvík aldrei að fara að falla

Keflvíkingar eru alvöru meistaraefni, Njarðvíkingar falla ekki og bæði Grindvíkingar og Haukar geta farið á flug. Þetta sögðu sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds í Framlengingunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×