Forsetinn og Hjaltalín opnuðu Iceland Airwaves á elliheimilinu Grund Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. nóvember 2019 12:15 Ísleifur Þórhallsson setur tónlistarhátíðina Iceland Airwaves í fyrra. Hefð hefur skapast fyrir því að hátíðin sé opnuð formlega á elliheimilinu Grund. Vísir/Vilhelm Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves var formlega sett á elliheimilinu Grund í morgun. Búist er við allt að tíu þúsund gestum á hátíðina í ár. Þetta er í 21. sinn sem hátíðin fer fram en í ár koma fram 150 hljómsveitir á alls um 200 tónleikum næstu fjóra daga að sögn Ísleifs Þórhallssonar, framkvæmdastjóra Senu Live. „Ég var að koma af Grund sem að er nú svona einn uppáhalds parturinn minn af þessu á hverju ári. Á elliheimilinu Grund er hátíðin formlega opnuð og forsetinn talar og Hjaltalín var að spila og það er ótrúlega skemmtilegt að sjá hvað útlendingunum finnst þetta merkilegt, að fara inn á elliheimili klukkan hálfellefu um morgun og sjá þar hátíðina opnaða,“ segir Ísleifur. „Þau taka svo vel á móti okkur alltaf og þau gera æfingar með gestunum fyrst og svo er farið í tónlistina og þetta er alveg einstakt.“ Erlendir gestir eru um eða yfir helmingur þeirra sem sækja hátíðina en miðasala stendur enn yfir. „Það selst alveg í vikunni og yfir hátíðina og við líka vorum í fyrsta skipti að setja dagpassa í sölu þannig að fólk geti keypt bara einn og einn dag ef það hefur ekki tíma til að taka alla dagana. Þannig að ég held að þetta séu svona á milli átta og tíu þúsund gestir,“ segir Ísleifur. Hátíðin hefur verið rekin með tapi undanfarin ár en að þessu sinni kveðst Ísleifur nokkuð bjartsýnn á að reksturinn gangi betur. „Ég held að við séum að nálgast það að ná að vera á núlli þannig að það lítur út fyrir að við séum að fá einhverja formúlu þannig að við getum haldið flotta hátíð sem er öllum til sóma og allir ánægðir með og við námu að reka hana á núlli svona tiltölulega vandræðalaust, það virðist vera að hafast,“ segir Ísleifur. Þótt fjöldi erlendra tónlistarmanna komi fram á hátíðinni ríkir ekki síður eftirvænting fyrir þeim íslensku. „Á hverju einasta kvöldi er eitthvað skemmtilegt og það er náttúrleg best að fara inn í appið og kynna sér dagskrána en náttúrlega stærstu tónleikarnir í ár eru Of Monsters and Men í Valshöll á laugardag og maður finnur að það er mikil spenna fyrir því.“ Airwaves Eldri borgarar Forseti Íslands Menning Reykjavík Tónlist Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Lífið D'Angelo er látinn Lífið Fleiri fréttir Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sjá meira
Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves var formlega sett á elliheimilinu Grund í morgun. Búist er við allt að tíu þúsund gestum á hátíðina í ár. Þetta er í 21. sinn sem hátíðin fer fram en í ár koma fram 150 hljómsveitir á alls um 200 tónleikum næstu fjóra daga að sögn Ísleifs Þórhallssonar, framkvæmdastjóra Senu Live. „Ég var að koma af Grund sem að er nú svona einn uppáhalds parturinn minn af þessu á hverju ári. Á elliheimilinu Grund er hátíðin formlega opnuð og forsetinn talar og Hjaltalín var að spila og það er ótrúlega skemmtilegt að sjá hvað útlendingunum finnst þetta merkilegt, að fara inn á elliheimili klukkan hálfellefu um morgun og sjá þar hátíðina opnaða,“ segir Ísleifur. „Þau taka svo vel á móti okkur alltaf og þau gera æfingar með gestunum fyrst og svo er farið í tónlistina og þetta er alveg einstakt.“ Erlendir gestir eru um eða yfir helmingur þeirra sem sækja hátíðina en miðasala stendur enn yfir. „Það selst alveg í vikunni og yfir hátíðina og við líka vorum í fyrsta skipti að setja dagpassa í sölu þannig að fólk geti keypt bara einn og einn dag ef það hefur ekki tíma til að taka alla dagana. Þannig að ég held að þetta séu svona á milli átta og tíu þúsund gestir,“ segir Ísleifur. Hátíðin hefur verið rekin með tapi undanfarin ár en að þessu sinni kveðst Ísleifur nokkuð bjartsýnn á að reksturinn gangi betur. „Ég held að við séum að nálgast það að ná að vera á núlli þannig að það lítur út fyrir að við séum að fá einhverja formúlu þannig að við getum haldið flotta hátíð sem er öllum til sóma og allir ánægðir með og við námu að reka hana á núlli svona tiltölulega vandræðalaust, það virðist vera að hafast,“ segir Ísleifur. Þótt fjöldi erlendra tónlistarmanna komi fram á hátíðinni ríkir ekki síður eftirvænting fyrir þeim íslensku. „Á hverju einasta kvöldi er eitthvað skemmtilegt og það er náttúrleg best að fara inn í appið og kynna sér dagskrána en náttúrlega stærstu tónleikarnir í ár eru Of Monsters and Men í Valshöll á laugardag og maður finnur að það er mikil spenna fyrir því.“
Airwaves Eldri borgarar Forseti Íslands Menning Reykjavík Tónlist Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Lífið D'Angelo er látinn Lífið Fleiri fréttir Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sjá meira