„Fannst dómarinn missa sig þegar hann rak tvo leikmenn Ajax út af“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. nóvember 2019 12:00 Ítalski dómarinn Gianluca Rocchi hafði í nógu að snúast í leik Chelsea og Ajax á Stamford Bridge í Meistaradeild Evrópu í gær. Hann dæmdi tvær vítaspyrnur á Ajax og rak tvo leikmenn hollensku meistaranna af velli á sömu mínútunni. Daley Blind fékk sitt annað gula spjald fyrir brot og Joël Veltmann fyrir að handleika boltann innan teigs. Chelsea fékk víti sem Jorginho skoraði úr og minnkaði muninn í 3-4. Reece James jafnaði svo í 4-4 fyrir Chelsea sem urðu lokatölur leiksins. Ólafur Kristjánsson og Jóhannes Karl Guðjónsson voru sérfræðingar í Meistaradeildarmessunni í gær. Þá greindi á um ýmis atriði í dómgæslunni. „Mér fannst dómarinn missa sig þegar hann rak tvo leikmenn Ajax út af,“ sagði Jóhannes Karl. Ólafur var ekki sammála Skagamanninum og hrósaði Rocchi fyrir hans frammistöðu. „Þetta er það sem við viljum sjá. Hann leyfði þessu að þróast aðeins og var ekki snöggur að flauta. Síðan hagast atvik þannig að Blind fær rautt fyrir brot sem var rétt. Og fyrst hann mat þetta sem hendi víti fær hann seinna gula,“ sagði Ólafur. Jóhannes Karl vildi meina að dómarinn hefði verið full mikið í sviðsljósinu í leiknum. „Skemmtunin var gríðarlega góð en það breytir því ekki að dómarinn var, að mínu mati, í alltof stóru hlutverki. Og þetta VAR-dæmi er að verða alltof stórt. Það pirrar mig hvað þeir eru farnir að skoða þetta alveg ofan í smáatriði. Að mínu mati hefði hann ekki átt að reka tvo Ajax-menn út af,“ sagði Jóhannes Karl sem var á því að Veltman hefði átt að sleppa við rauða spjaldið. „Við værum ekkert að tala um að þetta væri sanngjarnt nema af því að þetta fór jafntefli. Ef Ajax hefði tapað þessum leiknum værum við ekki að tala um þetta svona,“ bætti Jóhannes Karl við. Umræðuna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Átta mörk og tvö rauð spjöld í ótrúlegu jafntefli á Brúnni Chelsea og Ajax gerðu jafntefli, 4-4, í rosalegum leik á Stamford Bridge er liðin mættust í H-riðli Meistaradeildar Evrópu. 5. nóvember 2019 21:45 Sjáðu sigurmark Chamberlain, markasúpuna frá Brúnni og rauðu spjöldin umdeildu Það var nóg um að vera í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu í kvöld en mesta fjörið var á Stamford Bridge í Lundúnum. 5. nóvember 2019 23:00 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Ítalski dómarinn Gianluca Rocchi hafði í nógu að snúast í leik Chelsea og Ajax á Stamford Bridge í Meistaradeild Evrópu í gær. Hann dæmdi tvær vítaspyrnur á Ajax og rak tvo leikmenn hollensku meistaranna af velli á sömu mínútunni. Daley Blind fékk sitt annað gula spjald fyrir brot og Joël Veltmann fyrir að handleika boltann innan teigs. Chelsea fékk víti sem Jorginho skoraði úr og minnkaði muninn í 3-4. Reece James jafnaði svo í 4-4 fyrir Chelsea sem urðu lokatölur leiksins. Ólafur Kristjánsson og Jóhannes Karl Guðjónsson voru sérfræðingar í Meistaradeildarmessunni í gær. Þá greindi á um ýmis atriði í dómgæslunni. „Mér fannst dómarinn missa sig þegar hann rak tvo leikmenn Ajax út af,“ sagði Jóhannes Karl. Ólafur var ekki sammála Skagamanninum og hrósaði Rocchi fyrir hans frammistöðu. „Þetta er það sem við viljum sjá. Hann leyfði þessu að þróast aðeins og var ekki snöggur að flauta. Síðan hagast atvik þannig að Blind fær rautt fyrir brot sem var rétt. Og fyrst hann mat þetta sem hendi víti fær hann seinna gula,“ sagði Ólafur. Jóhannes Karl vildi meina að dómarinn hefði verið full mikið í sviðsljósinu í leiknum. „Skemmtunin var gríðarlega góð en það breytir því ekki að dómarinn var, að mínu mati, í alltof stóru hlutverki. Og þetta VAR-dæmi er að verða alltof stórt. Það pirrar mig hvað þeir eru farnir að skoða þetta alveg ofan í smáatriði. Að mínu mati hefði hann ekki átt að reka tvo Ajax-menn út af,“ sagði Jóhannes Karl sem var á því að Veltman hefði átt að sleppa við rauða spjaldið. „Við værum ekkert að tala um að þetta væri sanngjarnt nema af því að þetta fór jafntefli. Ef Ajax hefði tapað þessum leiknum værum við ekki að tala um þetta svona,“ bætti Jóhannes Karl við. Umræðuna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Átta mörk og tvö rauð spjöld í ótrúlegu jafntefli á Brúnni Chelsea og Ajax gerðu jafntefli, 4-4, í rosalegum leik á Stamford Bridge er liðin mættust í H-riðli Meistaradeildar Evrópu. 5. nóvember 2019 21:45 Sjáðu sigurmark Chamberlain, markasúpuna frá Brúnni og rauðu spjöldin umdeildu Það var nóg um að vera í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu í kvöld en mesta fjörið var á Stamford Bridge í Lundúnum. 5. nóvember 2019 23:00 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Átta mörk og tvö rauð spjöld í ótrúlegu jafntefli á Brúnni Chelsea og Ajax gerðu jafntefli, 4-4, í rosalegum leik á Stamford Bridge er liðin mættust í H-riðli Meistaradeildar Evrópu. 5. nóvember 2019 21:45
Sjáðu sigurmark Chamberlain, markasúpuna frá Brúnni og rauðu spjöldin umdeildu Það var nóg um að vera í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu í kvöld en mesta fjörið var á Stamford Bridge í Lundúnum. 5. nóvember 2019 23:00
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti