Skagamenn mæta Derby í kvöld: „Allir í bænum spenntir fyrir leiknum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. nóvember 2019 11:00 Annar flokkur ÍA hefur orðið Íslandsmeistari tvö ár í röð. mynd/ía ÍA tekur á móti Derby County í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Unglingadeildar UEFA í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:00 og fer fram á Víkingsvelli. „Þetta er fínt. Maður er ekki vanur að spila svona lengi en við höfum verið duglegir að æfa,“ sagði Sigurður Hrannar Þorsteinsson, fyrirliði ÍA, í samtali við Vísi í gær. Hann var þá nýkominn úr skólanum og á leið á æfingu. ÍA hefur orðið meistari í 2. flokki undanfarin tvö ár. Í sumar töpuðu Skagamenn ekki leik í A-deild og fengu sjö stigum meira en næsta lið, Breiðablik. Sigurður var markahæsti leikmaður A-deildarinnar með 22 mörk í 18 leikjum. Hann var einnig viðloðandi meistaraflokk ÍA. Í 32-liða úrslitum Unglingadeildar UEFA unnu Skagamenn Levadia Tallinn frá Eistlandi, 16-1 samanlagt. ÍA vann fyrri leikinn á Akranesi, 4-0, og þann seinni, 12-1, sem er stærsti sigur liðs í sögu Unglingadeildar UEFA. Gefur sér að þeir séu góðir í fótbolta„Við vissum voða lítið um þetta lið. Við ætluðum bara að spila okkar leik og það gafst mjög vel, allavega í seinni leiknum,“ sagði Sigurður. Hann býst við öllu erfiðari leikjum gegn Derby. Enska liðið vann Minsk frá Hvíta-Rússlandi í 16-liða úrslitunum, 9-2 samanlagt. „Við sáum seinni leikinn gegn Minsk á YouTube. Maður getur gefið sér það að þeir séu góðir í fótbolta. Það eru nokkrir sem eru að æfa með aðalliði Derby,“ sagði Sigurður sem er fæddur árið 2000 og er á lokaári sínu í 2. flokki. Hann segir Skagamenn spennta fyrir að mæta Hrútunum frá Derby. „Þetta er risastórt lið. Maður heyrir það alveg þegar maður ræðir við fólkið í bænum,“ sagði Sigurður. Hann á von á því að Skagamenn fjölmenni í Víkina í kvöld. „Ég hef heyrt að það verði mjög góð mæting. Ég held að allir í bænum séu mjög spenntir fyrir þessum leik,“ sagði Sigurður að lokum. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Eyþór Aron skoraði fernu í risasigri Skagamanna í Unglingadeild UEFA Skagamenn komust örugglega áfram í sextán liða úrslit Unglingadeild UEFA með 12-1 stórsigri á útivelli á móti Levadia Tallinn frá Eistlandi. Hetja dagsins var hinn sautján ára gamli Eyþór Aron Wöhler sem var með tvær þrennur í leiknum. 23. október 2019 16:20 ÍA vann stórsigur í unglingadeild UEFA ÍA vann stórsigur á Levadia Tallinn í unglingadeild UEFA á Norðurálsvelli á Akranesi í dag. 2. október 2019 18:18 Sigur ÍA sá stærsti í sögu Unglingadeildar UEFA Skagamenn eiga nú metið yfir stærsta sigur liðs í sögu Unglingadeildar UEFA. 24. október 2019 15:30 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Leik lokið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjá meira
ÍA tekur á móti Derby County í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Unglingadeildar UEFA í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:00 og fer fram á Víkingsvelli. „Þetta er fínt. Maður er ekki vanur að spila svona lengi en við höfum verið duglegir að æfa,“ sagði Sigurður Hrannar Þorsteinsson, fyrirliði ÍA, í samtali við Vísi í gær. Hann var þá nýkominn úr skólanum og á leið á æfingu. ÍA hefur orðið meistari í 2. flokki undanfarin tvö ár. Í sumar töpuðu Skagamenn ekki leik í A-deild og fengu sjö stigum meira en næsta lið, Breiðablik. Sigurður var markahæsti leikmaður A-deildarinnar með 22 mörk í 18 leikjum. Hann var einnig viðloðandi meistaraflokk ÍA. Í 32-liða úrslitum Unglingadeildar UEFA unnu Skagamenn Levadia Tallinn frá Eistlandi, 16-1 samanlagt. ÍA vann fyrri leikinn á Akranesi, 4-0, og þann seinni, 12-1, sem er stærsti sigur liðs í sögu Unglingadeildar UEFA. Gefur sér að þeir séu góðir í fótbolta„Við vissum voða lítið um þetta lið. Við ætluðum bara að spila okkar leik og það gafst mjög vel, allavega í seinni leiknum,“ sagði Sigurður. Hann býst við öllu erfiðari leikjum gegn Derby. Enska liðið vann Minsk frá Hvíta-Rússlandi í 16-liða úrslitunum, 9-2 samanlagt. „Við sáum seinni leikinn gegn Minsk á YouTube. Maður getur gefið sér það að þeir séu góðir í fótbolta. Það eru nokkrir sem eru að æfa með aðalliði Derby,“ sagði Sigurður sem er fæddur árið 2000 og er á lokaári sínu í 2. flokki. Hann segir Skagamenn spennta fyrir að mæta Hrútunum frá Derby. „Þetta er risastórt lið. Maður heyrir það alveg þegar maður ræðir við fólkið í bænum,“ sagði Sigurður. Hann á von á því að Skagamenn fjölmenni í Víkina í kvöld. „Ég hef heyrt að það verði mjög góð mæting. Ég held að allir í bænum séu mjög spenntir fyrir þessum leik,“ sagði Sigurður að lokum.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Eyþór Aron skoraði fernu í risasigri Skagamanna í Unglingadeild UEFA Skagamenn komust örugglega áfram í sextán liða úrslit Unglingadeild UEFA með 12-1 stórsigri á útivelli á móti Levadia Tallinn frá Eistlandi. Hetja dagsins var hinn sautján ára gamli Eyþór Aron Wöhler sem var með tvær þrennur í leiknum. 23. október 2019 16:20 ÍA vann stórsigur í unglingadeild UEFA ÍA vann stórsigur á Levadia Tallinn í unglingadeild UEFA á Norðurálsvelli á Akranesi í dag. 2. október 2019 18:18 Sigur ÍA sá stærsti í sögu Unglingadeildar UEFA Skagamenn eiga nú metið yfir stærsta sigur liðs í sögu Unglingadeildar UEFA. 24. október 2019 15:30 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Leik lokið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjá meira
Eyþór Aron skoraði fernu í risasigri Skagamanna í Unglingadeild UEFA Skagamenn komust örugglega áfram í sextán liða úrslit Unglingadeild UEFA með 12-1 stórsigri á útivelli á móti Levadia Tallinn frá Eistlandi. Hetja dagsins var hinn sautján ára gamli Eyþór Aron Wöhler sem var með tvær þrennur í leiknum. 23. október 2019 16:20
ÍA vann stórsigur í unglingadeild UEFA ÍA vann stórsigur á Levadia Tallinn í unglingadeild UEFA á Norðurálsvelli á Akranesi í dag. 2. október 2019 18:18
Sigur ÍA sá stærsti í sögu Unglingadeildar UEFA Skagamenn eiga nú metið yfir stærsta sigur liðs í sögu Unglingadeildar UEFA. 24. október 2019 15:30