Jürgen Klopp: Við getum ekki haldið svona áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2019 08:30 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. Getty/ Andrew Powell Liverpool vann sigur í Meistaradeildinni í gærkvöldi en það voru aðrar fréttir sem pirruðu knattspyrnustjóra Liverpool og voru til umræðu á blaðamannafundi eftir leikinn. Fyrr um daginn var það gefið út að Liverpool þurfi að spila tvo leiki á tveimur dögum í desember og þurfi þar að tefla fram tveimur mismunandi liðum því leikirnir eru í sitthvorri heimsálfunni. Hér er um að ræða leik á móti Aston Villa í átta liða úrslitum enska deildabikarsins (17. desember) og leik í undanúrslitum í heimsmeistarakeppni félagsliða í Katar (18. desember).Jurgen Klopp says "we cannot carry on like this" after it was decided his Liverpool side will play two games in two days in December.https://t.co/6mlnfRHhnW#LFC#bbcfootballpic.twitter.com/HhP3TXT21V — BBC Sport (@BBCSport) November 6, 2019„Við verðum að finna lausnir á þessu. Vandamálin eru augljós. Á hverju ári koma upp sömu aðstæður. Sumum finnst þetta vera fyndið, fimm leikir á þremur dögum, sjáum til hvernig þetta kemur út,“ sagði Jürgen Klopp pirraður. Það er ljóst að álagið verður svakalegt á Liverpool í jólamánuðinum. Frá 23. nóvember til 2. janúar mun Liverpool liðið spila 12 leiki á 37 dögum en leikirnir eru í þremur keppnum. „Forráðamenn deildabikarsins láta eins og að við viljum ekki spila í þeirra keppni en það er ekki rétt. Ég skil bara ekki af hverju það þarf að spila tvo leiki í undanúrslitunum. Ég er ekki hrifinn af því þegar það eru svona margir aðrir leikir,“ sagði Klopp. „Þú spilar aðeins í heimsmeistarakeppni félagsliða ef þú vinnur Meistaradeildina og það gerir ekki fimm milljón sinnum svo þú stekkur á þann möguleika. Er þetta besti tími ársins? Nei, en við förum þangað og reynum að spila alla leikina með öllu því sem við búum yfir,“ sagði Klopp. Að mati Klopp er enski deildabikarinn ekki eina vandamálið heldur þarf að létta á allri uppröðun tímabilsins. „Það gengur ekki upp að lausnin sé að lið detti bara út úr einni af þessum keppnum. Vil ég að við hættum með einhverjar keppnir? Ég er frá Þýskalandi og af hverju ætti ég að vilja hætta með keppnir í Englandi. Það ætti að vera hægt að spila allar þessar keppnir,“ sagði Klopp. „Við getum samt ekki haldið svona áfram. Við verðum að setjast við borð og finna lausnir. Hingað til koma lausnirnar með alltof mörg vandamál,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira
Liverpool vann sigur í Meistaradeildinni í gærkvöldi en það voru aðrar fréttir sem pirruðu knattspyrnustjóra Liverpool og voru til umræðu á blaðamannafundi eftir leikinn. Fyrr um daginn var það gefið út að Liverpool þurfi að spila tvo leiki á tveimur dögum í desember og þurfi þar að tefla fram tveimur mismunandi liðum því leikirnir eru í sitthvorri heimsálfunni. Hér er um að ræða leik á móti Aston Villa í átta liða úrslitum enska deildabikarsins (17. desember) og leik í undanúrslitum í heimsmeistarakeppni félagsliða í Katar (18. desember).Jurgen Klopp says "we cannot carry on like this" after it was decided his Liverpool side will play two games in two days in December.https://t.co/6mlnfRHhnW#LFC#bbcfootballpic.twitter.com/HhP3TXT21V — BBC Sport (@BBCSport) November 6, 2019„Við verðum að finna lausnir á þessu. Vandamálin eru augljós. Á hverju ári koma upp sömu aðstæður. Sumum finnst þetta vera fyndið, fimm leikir á þremur dögum, sjáum til hvernig þetta kemur út,“ sagði Jürgen Klopp pirraður. Það er ljóst að álagið verður svakalegt á Liverpool í jólamánuðinum. Frá 23. nóvember til 2. janúar mun Liverpool liðið spila 12 leiki á 37 dögum en leikirnir eru í þremur keppnum. „Forráðamenn deildabikarsins láta eins og að við viljum ekki spila í þeirra keppni en það er ekki rétt. Ég skil bara ekki af hverju það þarf að spila tvo leiki í undanúrslitunum. Ég er ekki hrifinn af því þegar það eru svona margir aðrir leikir,“ sagði Klopp. „Þú spilar aðeins í heimsmeistarakeppni félagsliða ef þú vinnur Meistaradeildina og það gerir ekki fimm milljón sinnum svo þú stekkur á þann möguleika. Er þetta besti tími ársins? Nei, en við förum þangað og reynum að spila alla leikina með öllu því sem við búum yfir,“ sagði Klopp. Að mati Klopp er enski deildabikarinn ekki eina vandamálið heldur þarf að létta á allri uppröðun tímabilsins. „Það gengur ekki upp að lausnin sé að lið detti bara út úr einni af þessum keppnum. Vil ég að við hættum með einhverjar keppnir? Ég er frá Þýskalandi og af hverju ætti ég að vilja hætta með keppnir í Englandi. Það ætti að vera hægt að spila allar þessar keppnir,“ sagði Klopp. „Við getum samt ekki haldið svona áfram. Við verðum að setjast við borð og finna lausnir. Hingað til koma lausnirnar með alltof mörg vandamál,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira