Lykilvitni breytir framburði sínum Samúel Karl Ólason skrifar 5. nóvember 2019 20:00 Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna, gagnvart Evrópusambandinu. AP/Patrick Semansky Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, hefur breytt framburði sínum vegna Úkraínumálsins svokallaða. Hann hefur nú viðurkennt að hafa tilkynnt aðstoðarmanni forseta Úkraínu að hernaðaraðstoð, sem þing Bandaríkjanna samþykkti en Hvíta húsið stöðvaði, yrði ekki afhent fyrr en Úkraínumenn hefðu rannsóknir sem Trump hafði krafið Volodymr Zelensky, forseta Úkraínu, um og lýstu því yfir opinberlega. Það hvort Trump hafi viljað þrýsta á Zelensky að verða við kröfum sínum með því að stöðva afhendingu neyðaraðstoðarinnar, hefur verið lykilatriði í rannsókn á því hvort Trump hafi brotið af sér í embætti. Sondland hefur verið í miðpunkti rannsóknar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á þrýstingsherferð Trump og bandamanna hans til að fá úkraínsk stjórnvöld til að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegan mótframbjóðanda Trump í forsetakosningum á næsta ári. Trump hefur ítrekað harðneitað því að um hvers konar „kaup kaups“ hafi verið að ræða þar sem Úkraínumenn fengju eitthvað frá Bandaríkjastjórn í skiptum fyrir persónulegan pólitískan greiða í aðdraganda forsetakosninga á næsta ár. Sondland segir nú, í framburði sem opinberaður var í kvöld, að hann hafi rætt við Andriy Yermak, háttsettan ráðgjafa Zelensky, þann 1. september. Þá stóð yfir fundur Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, og Zelensky í Póllandi. Sondland sagði Yermak að hernaðaraðstoðin yrði líklega ekki veitt fyrr en Úkraínumenn myndu lýsa yfir opnun rannsóknanna sem „við höfðum rætt um í margar vikur“.Þar er um tvær rannsóknir að ræða.Utanríkisstefna byggð á samsæriskenningum Önnur snýr að samsæriskenningu um að Joe Biden, hafi þvingað yfirvöld Úkraínu til að reka ríkissaksóknara sem átti að hafa verið að rannsaka fyrirtæki sem Hunter Biden, sonur Joe, var í stjórn hjá. Trump og bandamenn hans hafa haldið því fram án nokkurra sannana að þegar Biden þrýsti á úkraínsk stjórnvöld um að reka saksóknara árið 2015 hafi hann gert það til að hjálpa Hunter syni sínum sem sat í stjórn olíufyrirtækis úkraínsks auðmanns. Ekkert hefur þó komið fram sem styður þær ásakanir. Þrýstingurinn á Úkraínu um að reka saksóknarann Viktor Sjokín var alþjóðlegur og naut stuðnings beggja flokka í Bandaríkjunum. Saksóknarinnar var almennt talinn draga lappirnar í að rannsaka spillingu í Úkraínu. Joe Biden var þar að auki í hlutverki sendiboða Barack Obama, þáverandi forseta Bandaríkjanna. Hótanir Biden garð ríkisstjórnarinnar í Kænugarði komu enn fremur eftir að rannsókn á olíufyrirtækinu hafði verið sett á ís. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að Biden-feðganir hafi gert nokkuð saknæmt. Hin rannsóknin snýr að annarri samsæriskenningu um að tölvuárásin á Landsnefnd Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna 2016 hafi verið sviðsett til að koma sök á Rússa. Fyrirtækið Crowdstrike komst á snoðir um tölvuárásina og stöðvaði hana. Forsvarsmenn fyrirtækisins sögðu útsendara Rússlands hafa gert árásina og Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, staðfesti það seinna meir. Bandaríkin Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Vissu að Trump hefði stöðvað aðstoð á meðan þrýstingur stóð yfir Upplýsingar sem New York Times hefur undir höndum grafa undan málsvörn Trump og bandamanna hans varðandi samskipti hans við Úkraínu á þessu ári. 23. október 2019 16:37 Taldi sér ógnað með orðum Trump við Úkraínuforseta Fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu hefur enn áhyggjur af hefndaraðgerðum eftir að hann las ummæli Trump forseta um hann í símtali við forseta Úkraínu. 5. nóvember 2019 11:45 Boða fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump fyrir þingnefndirnar John Bolton ætlar ekki að koma sjálfviljugur fyrir nefndirnar en lögmaður hans segist tilbúinn að taka við stefnu. Bolton gæti verið lykilvitni um nokkur atriði í samskiptum Trump-stjórnarinnar við Úkraínu. 30. október 2019 23:45 Sagði þingnefnd að Trump hefði gert „kaup kaups“ við Úkraínu Framburður sendiherra Bandaríkjanna gagnvart ESB virðist grafa undan málsvörn Trump forseta um samskipti hans við úkraínsk stjórnvöld. 27. október 2019 17:48 Ráðgjafi staðfesti að Trump sóttist eftir rannsóknum en taldi það ekki ólöglegt Fyrrverandi starfsmaður þjóðaröryggisráðsins staðfesti framburð um að Trump hafi haldi eftir hernaðaraðstoð til Úkraínu til að þrýsta á um pólitískan greiða en sagðist þó ekki hafa talið það óviðeigandi eða ólöglegt. 31. október 2019 21:45 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira
Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, hefur breytt framburði sínum vegna Úkraínumálsins svokallaða. Hann hefur nú viðurkennt að hafa tilkynnt aðstoðarmanni forseta Úkraínu að hernaðaraðstoð, sem þing Bandaríkjanna samþykkti en Hvíta húsið stöðvaði, yrði ekki afhent fyrr en Úkraínumenn hefðu rannsóknir sem Trump hafði krafið Volodymr Zelensky, forseta Úkraínu, um og lýstu því yfir opinberlega. Það hvort Trump hafi viljað þrýsta á Zelensky að verða við kröfum sínum með því að stöðva afhendingu neyðaraðstoðarinnar, hefur verið lykilatriði í rannsókn á því hvort Trump hafi brotið af sér í embætti. Sondland hefur verið í miðpunkti rannsóknar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á þrýstingsherferð Trump og bandamanna hans til að fá úkraínsk stjórnvöld til að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegan mótframbjóðanda Trump í forsetakosningum á næsta ári. Trump hefur ítrekað harðneitað því að um hvers konar „kaup kaups“ hafi verið að ræða þar sem Úkraínumenn fengju eitthvað frá Bandaríkjastjórn í skiptum fyrir persónulegan pólitískan greiða í aðdraganda forsetakosninga á næsta ár. Sondland segir nú, í framburði sem opinberaður var í kvöld, að hann hafi rætt við Andriy Yermak, háttsettan ráðgjafa Zelensky, þann 1. september. Þá stóð yfir fundur Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, og Zelensky í Póllandi. Sondland sagði Yermak að hernaðaraðstoðin yrði líklega ekki veitt fyrr en Úkraínumenn myndu lýsa yfir opnun rannsóknanna sem „við höfðum rætt um í margar vikur“.Þar er um tvær rannsóknir að ræða.Utanríkisstefna byggð á samsæriskenningum Önnur snýr að samsæriskenningu um að Joe Biden, hafi þvingað yfirvöld Úkraínu til að reka ríkissaksóknara sem átti að hafa verið að rannsaka fyrirtæki sem Hunter Biden, sonur Joe, var í stjórn hjá. Trump og bandamenn hans hafa haldið því fram án nokkurra sannana að þegar Biden þrýsti á úkraínsk stjórnvöld um að reka saksóknara árið 2015 hafi hann gert það til að hjálpa Hunter syni sínum sem sat í stjórn olíufyrirtækis úkraínsks auðmanns. Ekkert hefur þó komið fram sem styður þær ásakanir. Þrýstingurinn á Úkraínu um að reka saksóknarann Viktor Sjokín var alþjóðlegur og naut stuðnings beggja flokka í Bandaríkjunum. Saksóknarinnar var almennt talinn draga lappirnar í að rannsaka spillingu í Úkraínu. Joe Biden var þar að auki í hlutverki sendiboða Barack Obama, þáverandi forseta Bandaríkjanna. Hótanir Biden garð ríkisstjórnarinnar í Kænugarði komu enn fremur eftir að rannsókn á olíufyrirtækinu hafði verið sett á ís. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að Biden-feðganir hafi gert nokkuð saknæmt. Hin rannsóknin snýr að annarri samsæriskenningu um að tölvuárásin á Landsnefnd Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna 2016 hafi verið sviðsett til að koma sök á Rússa. Fyrirtækið Crowdstrike komst á snoðir um tölvuárásina og stöðvaði hana. Forsvarsmenn fyrirtækisins sögðu útsendara Rússlands hafa gert árásina og Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, staðfesti það seinna meir.
Bandaríkin Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Vissu að Trump hefði stöðvað aðstoð á meðan þrýstingur stóð yfir Upplýsingar sem New York Times hefur undir höndum grafa undan málsvörn Trump og bandamanna hans varðandi samskipti hans við Úkraínu á þessu ári. 23. október 2019 16:37 Taldi sér ógnað með orðum Trump við Úkraínuforseta Fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu hefur enn áhyggjur af hefndaraðgerðum eftir að hann las ummæli Trump forseta um hann í símtali við forseta Úkraínu. 5. nóvember 2019 11:45 Boða fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump fyrir þingnefndirnar John Bolton ætlar ekki að koma sjálfviljugur fyrir nefndirnar en lögmaður hans segist tilbúinn að taka við stefnu. Bolton gæti verið lykilvitni um nokkur atriði í samskiptum Trump-stjórnarinnar við Úkraínu. 30. október 2019 23:45 Sagði þingnefnd að Trump hefði gert „kaup kaups“ við Úkraínu Framburður sendiherra Bandaríkjanna gagnvart ESB virðist grafa undan málsvörn Trump forseta um samskipti hans við úkraínsk stjórnvöld. 27. október 2019 17:48 Ráðgjafi staðfesti að Trump sóttist eftir rannsóknum en taldi það ekki ólöglegt Fyrrverandi starfsmaður þjóðaröryggisráðsins staðfesti framburð um að Trump hafi haldi eftir hernaðaraðstoð til Úkraínu til að þrýsta á um pólitískan greiða en sagðist þó ekki hafa talið það óviðeigandi eða ólöglegt. 31. október 2019 21:45 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira
Vissu að Trump hefði stöðvað aðstoð á meðan þrýstingur stóð yfir Upplýsingar sem New York Times hefur undir höndum grafa undan málsvörn Trump og bandamanna hans varðandi samskipti hans við Úkraínu á þessu ári. 23. október 2019 16:37
Taldi sér ógnað með orðum Trump við Úkraínuforseta Fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu hefur enn áhyggjur af hefndaraðgerðum eftir að hann las ummæli Trump forseta um hann í símtali við forseta Úkraínu. 5. nóvember 2019 11:45
Boða fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump fyrir þingnefndirnar John Bolton ætlar ekki að koma sjálfviljugur fyrir nefndirnar en lögmaður hans segist tilbúinn að taka við stefnu. Bolton gæti verið lykilvitni um nokkur atriði í samskiptum Trump-stjórnarinnar við Úkraínu. 30. október 2019 23:45
Sagði þingnefnd að Trump hefði gert „kaup kaups“ við Úkraínu Framburður sendiherra Bandaríkjanna gagnvart ESB virðist grafa undan málsvörn Trump forseta um samskipti hans við úkraínsk stjórnvöld. 27. október 2019 17:48
Ráðgjafi staðfesti að Trump sóttist eftir rannsóknum en taldi það ekki ólöglegt Fyrrverandi starfsmaður þjóðaröryggisráðsins staðfesti framburð um að Trump hafi haldi eftir hernaðaraðstoð til Úkraínu til að þrýsta á um pólitískan greiða en sagðist þó ekki hafa talið það óviðeigandi eða ólöglegt. 31. október 2019 21:45