Erlent

Nýtt app færir Berlínarmúrinn inn í nútímann

Hrund Þórsdóttir skrifar
Það er fjórtándi ágúst árið 1961 í miðborg Berlínar. Veggur hefur risið yfir nótt og hermenn gæta staða þar sem fólk kemst á milli borgarhluta.

Þetta er meðal þess sem notendur appsins MauAR geta upplifað og er markmiðið að auka skilning borgarbúa og ferðamanna á múrnum; hvar hann var, hvernig hann breyttist með árunum og hvaða áhrif hann hafði á líf fólks.

Hinn aukni veruleiki sem appið styðst við gerir notendum kleift að sjá múrinn og varðturna hans sem viðbætur við raunveruleika nútímans.

Berlín er þriðja vinsælasta ferðamannaborg Evrópu og yfir milljón manns heimsækir safn og minnismerki um múrinn á hverju ári.

Í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt má sjá betur hvernig appið virkar, en það er frítt og hægt er að nota það í öllum iOS tækjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×