Pólverjar brutu lög með breytingum á dómstólum Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2019 14:36 Hópur fólks mótmælir breytingum á dómstólum við hæstarétt Póllands í október í fyrra. Vísir/EPA Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að pólsk stjórnvöld hefðu brotið Evrópulög þegar þau ákváðu að lækka eftirlaunaaldur dómara. Sú ákvörðun vakti harða gagnrýni Evrópuríkja og stjórnarandstæðinga í Póllandi sem sökuðu stjórnvöld um að blanda pólitík inn í réttarkerfi landsins. Breytingunum á pólsku dómstólunum var snúið við árið 2017 og dómarar sem höfðu verið látnir hætta. Evrópudómstóllinn taldi að upphaflega breytingin hefði brotið Evrópulög á tvennan hátt. Annars vegar hefðu pólsk stjórnvöld ekki mátt lækka eftirlaunaaldur kvenna og hins vegar var ekki rétt af þeim að láta ráðherra hafa lokaorðið um það. Fyrir breytingarnar sem ríkisstjórnin réðst í var eftirlaunaaldur dómara og saksóknara 67 ár. Ríkisstjórnin lækkaði aldurinn hins vegar í 60 ár fyrir konur og 65 fyrir karla. Hún hélt því fram að þetta væri gert til að ryðja spilltum dómurum úr vegi sem hefðu verið skipaði á tímum kommúnismans. Stjórnarandstæðingar sökuðu stjórnarflokkinn Lög og réttlæti aftur á móti um að búa til pláss við dómstólana til að raða sínum eigin mönnum þar. Evrópudómstóllinn taldi að ólögmætt hafi verið að mismuna dómurum og saksóknurum á grundvelli kyns þeirra. Þá var ákvæði laganna sem ríkisstjórnin samþykkti um að ráðherra gæti veitt einstökum dómurum undanþágu frá eftirlaunaaldrinum talið óskýrt og ógegnsætt.Gæti einnig haft áhrif á hæstarétt Pólska ríkisstjórnin brást við dómnum með því að benda á að þegar hefði verið undið ofan af lögunum. Því hefði dómurinn ekki átt að falla, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Áður hafði Evrópudómstóllinn komist að þeirri niðurstöðu að pólska ríkisstjórnin hefði brotið lög þegar hún lækkaði einnig eftirlaunaaldur hæstaréttardómara. Sú ákvörðun neyddi um þriðjung dómara til að hætta. Enn á dómstóllinn eftir að úrskurða um annað umdeild ákvæði í dómstólalögum pólsku ríkisstjórnarinnar. Það varðar dómstólaráð sem tilnefnir dómaraefni. Fulltrúa í því voru áður valdir af meirihluta starfandi dómara. Pólska ríkisstjórnin breytti lögum um ráðið þannig að fulltrúa í það voru skipaðir af neðri deild pólska þingsins þar sem Lög og réttlæti hefur verið með meirihluta þingsæta. Pólska dómstólaráðinu var vikið úr evrópskum samtökum slíkra ráða þar sem það var ekki lengur talið sjálfstætt frá stjórnvöldum. Úrskurður í því mæli gæti einnig haft áhrif á hæstarétt þar sem lög ríkisstjórnar komu á fót tveimur deildum við réttinn nýja dómstólaráðið skipaði með nýjum dómurum. Falli dómur gegn ríkisstjórninni gæti hún þurft að snúa þeim breytingum við einnig. Ný ríkisstjórn Laga og réttlætis hefur haldið áfram að skipa dómara eftir kosningar í haust. Á mánudag voru tveir fyrrverandi þingmenn flokksins skipaðir dómarar við stjórnlagadómstól landsins. Annar þeirra var saksóknari í tíð kommúnismans sem sótti meðal annars stjórnarandstæðing til saka á 9. áratugnum. Annað dómaraefni hefur lýst stjórnarandstæðingum í Póllandi sem „hommum“ og „umhverfishryðjuverkamönnum“. Evrópusambandið Pólland Tengdar fréttir Lög og réttlæti lýsir yfir sigri Samkvæmt fyrstu tölum fékk flokkurinn, sem er íhaldssamur og þjóðernissinnaður, rúmlega 40 prósent atkvæða og mun að óbreyttu auka þingstyrk sinn í neðri deild pólska þingsins. 14. október 2019 07:37 ESB hefur málsmeðferð vegna brota Pólverja Enn koma breytingar pólsku ríkisstjórnarinnar á dómskerfi landsins henni í vandræði hjá Evrópusambandinu. 3. apríl 2019 11:36 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Sjá meira
Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að pólsk stjórnvöld hefðu brotið Evrópulög þegar þau ákváðu að lækka eftirlaunaaldur dómara. Sú ákvörðun vakti harða gagnrýni Evrópuríkja og stjórnarandstæðinga í Póllandi sem sökuðu stjórnvöld um að blanda pólitík inn í réttarkerfi landsins. Breytingunum á pólsku dómstólunum var snúið við árið 2017 og dómarar sem höfðu verið látnir hætta. Evrópudómstóllinn taldi að upphaflega breytingin hefði brotið Evrópulög á tvennan hátt. Annars vegar hefðu pólsk stjórnvöld ekki mátt lækka eftirlaunaaldur kvenna og hins vegar var ekki rétt af þeim að láta ráðherra hafa lokaorðið um það. Fyrir breytingarnar sem ríkisstjórnin réðst í var eftirlaunaaldur dómara og saksóknara 67 ár. Ríkisstjórnin lækkaði aldurinn hins vegar í 60 ár fyrir konur og 65 fyrir karla. Hún hélt því fram að þetta væri gert til að ryðja spilltum dómurum úr vegi sem hefðu verið skipaði á tímum kommúnismans. Stjórnarandstæðingar sökuðu stjórnarflokkinn Lög og réttlæti aftur á móti um að búa til pláss við dómstólana til að raða sínum eigin mönnum þar. Evrópudómstóllinn taldi að ólögmætt hafi verið að mismuna dómurum og saksóknurum á grundvelli kyns þeirra. Þá var ákvæði laganna sem ríkisstjórnin samþykkti um að ráðherra gæti veitt einstökum dómurum undanþágu frá eftirlaunaaldrinum talið óskýrt og ógegnsætt.Gæti einnig haft áhrif á hæstarétt Pólska ríkisstjórnin brást við dómnum með því að benda á að þegar hefði verið undið ofan af lögunum. Því hefði dómurinn ekki átt að falla, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Áður hafði Evrópudómstóllinn komist að þeirri niðurstöðu að pólska ríkisstjórnin hefði brotið lög þegar hún lækkaði einnig eftirlaunaaldur hæstaréttardómara. Sú ákvörðun neyddi um þriðjung dómara til að hætta. Enn á dómstóllinn eftir að úrskurða um annað umdeild ákvæði í dómstólalögum pólsku ríkisstjórnarinnar. Það varðar dómstólaráð sem tilnefnir dómaraefni. Fulltrúa í því voru áður valdir af meirihluta starfandi dómara. Pólska ríkisstjórnin breytti lögum um ráðið þannig að fulltrúa í það voru skipaðir af neðri deild pólska þingsins þar sem Lög og réttlæti hefur verið með meirihluta þingsæta. Pólska dómstólaráðinu var vikið úr evrópskum samtökum slíkra ráða þar sem það var ekki lengur talið sjálfstætt frá stjórnvöldum. Úrskurður í því mæli gæti einnig haft áhrif á hæstarétt þar sem lög ríkisstjórnar komu á fót tveimur deildum við réttinn nýja dómstólaráðið skipaði með nýjum dómurum. Falli dómur gegn ríkisstjórninni gæti hún þurft að snúa þeim breytingum við einnig. Ný ríkisstjórn Laga og réttlætis hefur haldið áfram að skipa dómara eftir kosningar í haust. Á mánudag voru tveir fyrrverandi þingmenn flokksins skipaðir dómarar við stjórnlagadómstól landsins. Annar þeirra var saksóknari í tíð kommúnismans sem sótti meðal annars stjórnarandstæðing til saka á 9. áratugnum. Annað dómaraefni hefur lýst stjórnarandstæðingum í Póllandi sem „hommum“ og „umhverfishryðjuverkamönnum“.
Evrópusambandið Pólland Tengdar fréttir Lög og réttlæti lýsir yfir sigri Samkvæmt fyrstu tölum fékk flokkurinn, sem er íhaldssamur og þjóðernissinnaður, rúmlega 40 prósent atkvæða og mun að óbreyttu auka þingstyrk sinn í neðri deild pólska þingsins. 14. október 2019 07:37 ESB hefur málsmeðferð vegna brota Pólverja Enn koma breytingar pólsku ríkisstjórnarinnar á dómskerfi landsins henni í vandræði hjá Evrópusambandinu. 3. apríl 2019 11:36 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Sjá meira
Lög og réttlæti lýsir yfir sigri Samkvæmt fyrstu tölum fékk flokkurinn, sem er íhaldssamur og þjóðernissinnaður, rúmlega 40 prósent atkvæða og mun að óbreyttu auka þingstyrk sinn í neðri deild pólska þingsins. 14. október 2019 07:37
ESB hefur málsmeðferð vegna brota Pólverja Enn koma breytingar pólsku ríkisstjórnarinnar á dómskerfi landsins henni í vandræði hjá Evrópusambandinu. 3. apríl 2019 11:36