Kante loksins klár eftir vandræðin í upphituninni á Laugardalsvelli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2019 15:30 N'Golo Kante í baráttu við Aron Einar Gunnarsson í landsleik Frakka og Íslendinga. Getty/Jean Catuffe/ Franski miðjumaðurinn N'Golo Kante hefur ekkert spilað eftir afdrifaríka upphitun sína á Laugardalsvellinum 11. október síðastliðinn. Kante er í hópnum hjá Chelsea í kvöld. N'Golo Kante er bæði lykilmaður hjá Chelsea og franska landsliðinu og átti að byrja landsleikinn á móti Íslandi í Laugardalnum fyrir 25 dögum síðan. Kante tognaði hins vegar á nára í upphituninni og gat ekki verið með. Hann missti líka af næsta landsleik Frakka og hefur ekkert verið með Chelsea liðinu síðan. Chelsea menn endurheimta Frakkann öfluga í mikilvægum leik í Meistaradeildinni í kvöld."It looks nicely like the injuries and the few niggles that he was getting have cleared up and we've been able to get some work into him." Chelsea's N'Golo Kante set to return against Ajax: https://t.co/IT2nb5eNocpic.twitter.com/6qTznEZdk7 — Sky Sports News (@SkySportsNews) November 4, 2019Chelsea spilar þá við Ajax í Meistaradeildinni og fer leikurinn fram á heimavelli Chelsea, Stamford Bridge í London. Chelsea vann 1-0 sigur á Ajax í Hollandi í síðustu umferð en þessi leikur í kvöld er hluti af fjórðu umferð riðlakeppninnar. N'Golo Kante hefur aðeins náð að byrja fimm leiki með Chelsea á leiktíðinni en Frank Lampard sagði frá endurkomu hans á blaðamannafundi fyrir Ajax leikinn. „Hann hefur getað æft með okkur að undanförnu. Hann er því í hópnum og er í boði,“ sagði Frank Lampard. Chelsea getur náð þriggja stiga forystu á Ajax á toppi H-riðils með sigri. Útsendingin á Stöð 2 Sport 4 hefst klukkan 19.50. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Sjá meira
Franski miðjumaðurinn N'Golo Kante hefur ekkert spilað eftir afdrifaríka upphitun sína á Laugardalsvellinum 11. október síðastliðinn. Kante er í hópnum hjá Chelsea í kvöld. N'Golo Kante er bæði lykilmaður hjá Chelsea og franska landsliðinu og átti að byrja landsleikinn á móti Íslandi í Laugardalnum fyrir 25 dögum síðan. Kante tognaði hins vegar á nára í upphituninni og gat ekki verið með. Hann missti líka af næsta landsleik Frakka og hefur ekkert verið með Chelsea liðinu síðan. Chelsea menn endurheimta Frakkann öfluga í mikilvægum leik í Meistaradeildinni í kvöld."It looks nicely like the injuries and the few niggles that he was getting have cleared up and we've been able to get some work into him." Chelsea's N'Golo Kante set to return against Ajax: https://t.co/IT2nb5eNocpic.twitter.com/6qTznEZdk7 — Sky Sports News (@SkySportsNews) November 4, 2019Chelsea spilar þá við Ajax í Meistaradeildinni og fer leikurinn fram á heimavelli Chelsea, Stamford Bridge í London. Chelsea vann 1-0 sigur á Ajax í Hollandi í síðustu umferð en þessi leikur í kvöld er hluti af fjórðu umferð riðlakeppninnar. N'Golo Kante hefur aðeins náð að byrja fimm leiki með Chelsea á leiktíðinni en Frank Lampard sagði frá endurkomu hans á blaðamannafundi fyrir Ajax leikinn. „Hann hefur getað æft með okkur að undanförnu. Hann er því í hópnum og er í boði,“ sagði Frank Lampard. Chelsea getur náð þriggja stiga forystu á Ajax á toppi H-riðils með sigri. Útsendingin á Stöð 2 Sport 4 hefst klukkan 19.50.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Sjá meira