Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. nóvember 2019 13:03 Mynd af konunni á sjúkrahúsi í gærkvöldi sem birt var á Facebook-síðu Rétts barna á flótta. Mynd/Réttur barna á flótta Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. Konan er gengin tæpar 36 vikur á leið en í umræddu vottorði kemur fram að hún „ætti erfitt með langt flug“. Samtök um réttindi flóttafólks á Íslandi túlka vottorðið sem svo að konan sé ekki ferðafær.Sjá einnig: Segja að kasóléttri konu hafi verið vísað fyrirvaralaust úr landiKonunni var vísað úr landi snemma í morgun ásamt fjölskyldu sinni; eiginmanni og tveggja ára syni. Stjórnarmeðlimur félagasamtakanna Réttur barna á flótta, sem fylgdi konunni á Landspítalann í gærkvöldi, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að byrjað hafi að blæða úr nefi konunnar í gærkvöldi og í kjölfarið var farið með hana á kvennadeild. Þar hefði heilbrigðisstarfsfólk skrifað upp á vottorð um að konan væri ekki tilbúin til að fljúga. Lögregla hafi hins vegar stuðst við svokallað „fit to fly“-vottorð frá geðlækni, sem konan hafi ekki kannast við að hafa nokkurn tímann hitt.Verklagi fylgt í máli konunnar Útlendingastofnun sendi frá sér yfirlýsingu um málið í hádeginu. Þar segir að einstaklingum sem synjað hefur verið um alþjóðlega vernd og eiga ekki annan rétt til dvalar hér á landi lögum samkvæmt beri að yfirgefa landið. Þegar ákvörðun í máli sé framkvæmdarhæf sendi Útlendingastofnun beiðni um lögreglufylgd til stoðdeildar ríkislögreglustjóra. Undirbúningur stoðdeildar varðandi tilhögun á lögreglufylgd snúi meðal annars að því að meta stöðu einstaklings í samræmi við heilbrigðisaðstæður. Ef vottorð liggi fyrir um að flutningur einstaklings úr landi muni stefna öryggi hans í hættu þá sé flutningi frestað þangað til ástandið breytist. „Fyrir því eru fordæmi bæði í tilviki barnshafandi kvenna og einstaklinga sem glíma við veikindi. Þessu verklagi var fylgt í því máli sem nú er til umfjöllunar eins og öðrum,“ segir í yfirlýsingunni.No Borders Iceland birti þessa mynd sem sögð er af vottorði konunnar nú um hádegisbil.Um þetta mál, þ.e. mál albönsku fjölskyldunnar, segir jafnframt að samkvæmt upplýsingum frá stoðdeild ríkislögreglustjóra hafi deildin aflað vottorðs frá lækni á heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu um að konan væri ferðafær. Viðkomandi hafi svo leitað sjálf til læknis á kvennadeild Landspítalans þar sem gefið var út annað vottorð og stoðdeild fékk afrit af. Í því vottorði hafi ekkert komið fram um að flutningur viðkomandi úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. Því var fyrirhuguðum flutningi ekki frestað. No Borders Iceland birti mynd nú skömmu eftir hádegi sem sögð er vera af umræddu vottorði sem konan fékk á kvennadeildinni. Þar er vottað að konan sé ófrísk og gengin 35 vikur og fimm daga með barn sitt. „Hún er slæm af stoðkerfisverkjum í baki og ætti erfitt með langt flug.“ Ekki hafa fengist upplýsingar um það hvert fjölskyldunni var flogið í morgun en fólki í sambærilegri stöðu er þó oft flogið til Þýskalands. Flugtími í beinu, hefðbundnu flugi til Berlínar frá Keflavík er um þrjár og hálf klukkustund.Landlæknir skoðar málið „Við náttúrulega lítum þetta einkar alvarlegum augum,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður Landlæknis. „Við vitum eftir okkar upplýsingaöflun, meðal annars eftir að hafa rætt við starfsfólk Landspítalans sem þekkir málið, að það blasir við að þarna er á ferðinni kona sem er í áhættuhópi. Hún býr við mikið félagslegt og líkamlegt álag verandi gengin næstum níu mánuði.“ Kjartan vísar til ráðlegginga sérfræðinga á þann veg að hún eigi ekki að fara um borð í flugvél. „En það verður raunin,“ segir Kjartan Hreinn. „Út af fyrir sig getur maður ekki annað en litið alvarlegum augum þegar ráðleggingum sérfræðinga og heilbrigðisstarfsmanna er ekki gefinn gaumur og ekki fylgt.“ Landlæknisembættið sé að kanna málið og óska eftir upplýsingum í því skyni að komast að því hvort það séu einhverjar brotalamir út frá heilbrigðissjónarmiðum og þá koma í veg fyrir að svona geti gerst aftur.Fréttin var uppfærð með viðbrögðum Landlæknis. Heilbrigðismál Hælisleitendur Tengdar fréttir Segja að kasóléttri konu hafi verið vísað fyrirvaralaust úr landi Samtökin fullyrða að konunni hafi verið vísað úr landi þrátt fyrir að ljósmóðir og læknar á Mæðravernd hafi gefið út læknisvottorð þess efnis að hún ætti ekki að fljúga. 5. nóvember 2019 11:15 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. Konan er gengin tæpar 36 vikur á leið en í umræddu vottorði kemur fram að hún „ætti erfitt með langt flug“. Samtök um réttindi flóttafólks á Íslandi túlka vottorðið sem svo að konan sé ekki ferðafær.Sjá einnig: Segja að kasóléttri konu hafi verið vísað fyrirvaralaust úr landiKonunni var vísað úr landi snemma í morgun ásamt fjölskyldu sinni; eiginmanni og tveggja ára syni. Stjórnarmeðlimur félagasamtakanna Réttur barna á flótta, sem fylgdi konunni á Landspítalann í gærkvöldi, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að byrjað hafi að blæða úr nefi konunnar í gærkvöldi og í kjölfarið var farið með hana á kvennadeild. Þar hefði heilbrigðisstarfsfólk skrifað upp á vottorð um að konan væri ekki tilbúin til að fljúga. Lögregla hafi hins vegar stuðst við svokallað „fit to fly“-vottorð frá geðlækni, sem konan hafi ekki kannast við að hafa nokkurn tímann hitt.Verklagi fylgt í máli konunnar Útlendingastofnun sendi frá sér yfirlýsingu um málið í hádeginu. Þar segir að einstaklingum sem synjað hefur verið um alþjóðlega vernd og eiga ekki annan rétt til dvalar hér á landi lögum samkvæmt beri að yfirgefa landið. Þegar ákvörðun í máli sé framkvæmdarhæf sendi Útlendingastofnun beiðni um lögreglufylgd til stoðdeildar ríkislögreglustjóra. Undirbúningur stoðdeildar varðandi tilhögun á lögreglufylgd snúi meðal annars að því að meta stöðu einstaklings í samræmi við heilbrigðisaðstæður. Ef vottorð liggi fyrir um að flutningur einstaklings úr landi muni stefna öryggi hans í hættu þá sé flutningi frestað þangað til ástandið breytist. „Fyrir því eru fordæmi bæði í tilviki barnshafandi kvenna og einstaklinga sem glíma við veikindi. Þessu verklagi var fylgt í því máli sem nú er til umfjöllunar eins og öðrum,“ segir í yfirlýsingunni.No Borders Iceland birti þessa mynd sem sögð er af vottorði konunnar nú um hádegisbil.Um þetta mál, þ.e. mál albönsku fjölskyldunnar, segir jafnframt að samkvæmt upplýsingum frá stoðdeild ríkislögreglustjóra hafi deildin aflað vottorðs frá lækni á heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu um að konan væri ferðafær. Viðkomandi hafi svo leitað sjálf til læknis á kvennadeild Landspítalans þar sem gefið var út annað vottorð og stoðdeild fékk afrit af. Í því vottorði hafi ekkert komið fram um að flutningur viðkomandi úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. Því var fyrirhuguðum flutningi ekki frestað. No Borders Iceland birti mynd nú skömmu eftir hádegi sem sögð er vera af umræddu vottorði sem konan fékk á kvennadeildinni. Þar er vottað að konan sé ófrísk og gengin 35 vikur og fimm daga með barn sitt. „Hún er slæm af stoðkerfisverkjum í baki og ætti erfitt með langt flug.“ Ekki hafa fengist upplýsingar um það hvert fjölskyldunni var flogið í morgun en fólki í sambærilegri stöðu er þó oft flogið til Þýskalands. Flugtími í beinu, hefðbundnu flugi til Berlínar frá Keflavík er um þrjár og hálf klukkustund.Landlæknir skoðar málið „Við náttúrulega lítum þetta einkar alvarlegum augum,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður Landlæknis. „Við vitum eftir okkar upplýsingaöflun, meðal annars eftir að hafa rætt við starfsfólk Landspítalans sem þekkir málið, að það blasir við að þarna er á ferðinni kona sem er í áhættuhópi. Hún býr við mikið félagslegt og líkamlegt álag verandi gengin næstum níu mánuði.“ Kjartan vísar til ráðlegginga sérfræðinga á þann veg að hún eigi ekki að fara um borð í flugvél. „En það verður raunin,“ segir Kjartan Hreinn. „Út af fyrir sig getur maður ekki annað en litið alvarlegum augum þegar ráðleggingum sérfræðinga og heilbrigðisstarfsmanna er ekki gefinn gaumur og ekki fylgt.“ Landlæknisembættið sé að kanna málið og óska eftir upplýsingum í því skyni að komast að því hvort það séu einhverjar brotalamir út frá heilbrigðissjónarmiðum og þá koma í veg fyrir að svona geti gerst aftur.Fréttin var uppfærð með viðbrögðum Landlæknis.
Heilbrigðismál Hælisleitendur Tengdar fréttir Segja að kasóléttri konu hafi verið vísað fyrirvaralaust úr landi Samtökin fullyrða að konunni hafi verið vísað úr landi þrátt fyrir að ljósmóðir og læknar á Mæðravernd hafi gefið út læknisvottorð þess efnis að hún ætti ekki að fljúga. 5. nóvember 2019 11:15 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Segja að kasóléttri konu hafi verið vísað fyrirvaralaust úr landi Samtökin fullyrða að konunni hafi verið vísað úr landi þrátt fyrir að ljósmóðir og læknar á Mæðravernd hafi gefið út læknisvottorð þess efnis að hún ætti ekki að fljúga. 5. nóvember 2019 11:15