

U-beygja í vinnurétti
Aðdragandi málsins var sá að starfsmanni félags á almennum vinnumarkaði var sagt upp störfum með löglegum uppsagnarfresti. Við uppsögnina var starfsmanninum tjáð að ástæða þess að verið væri að segja honum upp væri sú að þrjár samstarfskonur hans hefðu kvartað undan áreitni af hans hálfu. Þær vildu ekki koma fram undir nafni. Þegar starfsmanninum var gert kleift að koma sjónarmiðum sínum á framfæri kannaðist hann hins vegar ekki við meinta kynferðislega áreitni. Hann taldi að nafnleyndin væri væri þess valdandi að hann gæti ekki varið sig.
Starfsmaður taldi sig hafa orðið fyrir fjárhagslegum skaða og tilfinningalegu tjóni vegna aðgerða félagsins og höfðaði mál á hendur atvinnurekanda og framkvæmdastjóra félagsins persónulega. Héraðsdómur dæmdi honum 4 milljónir króna í skaðabætur að álitum, til viðbótar við þriggja mánaða laun á uppsagnarfresti sem honum höfðu þegar verið greiddar án vinnuframlags. Að auki voru starfsmanninum dæmdar miskabætur upp á 1,5 milljón króna. Framkvæmdastjóri félagsins var dæmdur persónulega til að greiða starfsmanninum bætur svo og málskostnað sameiginlega með fyrirtækinu.
Dómurinn byggir niðurstöðu sína á því að ekki hafi verið fylgt reglugerð Vinnueftirlits ríkisins nr. 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum og víkur þannig til hliðar þeim samningum sem lágu að baki ráðningarsambandi aðila. Reglugerðin, sem sett var til að vernda stöðu þolenda eineltis á vinnustað, verður þarna til þess að tryggja rétt meints geranda.
Dómurinn fann einnig að því að starfsmanninum hefði ekki verið gefinn kostur á að breyta hegðun sinni. Dómurinn lítur hins vegar algerlega fram hjá þeirri staðreynd að umræddur starfsmaður var ekki opinber starfsmaður. Þar sem hann er ekki opinber starfsmaður eiga ákvæði stjórnsýslulaga ekki við um ráðninguna, hvað þá lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þannig eiga ekki við reglur um áminningu. Hvorki í ráðningarsamningi né í kjarasamningi mannsins eru honum tryggð þau réttindi. Það sem þó er enn athyglisverðara er sú staðreynd að stefnandi málsins byggði mál sitt ekki á þessum atriðum.
Nú er það svo að atvinnurekandi á almennum vinnumarkaði hefur fulla heimild til að segja upp starfsfólki sínu, svo framarlega sem hann gerir það með samningsbundnum uppsagnarfresti. Víða í kjarasamningum er þó að finna ákvæði um að starfsmenn eigi rétt á að vita ástæður uppsagnar. Ástæður uppsagnarinnar hafa hingað til ekki skipt máli eða stofnað atvinnurekendum bótaskyldu svo framarlega sem ráðningarsamningur hafi ekki verið brotinn. Í þeim kjarasamningi sem gildir í þessu máli er ekki að finna nokkurt ákvæði um skyldur atvinnurekanda til að greina frá ástæðum uppsagnar. Því var heldur ekki haldið fram í málinu að eitthvað hefði verið aðfinnsluvert við framkvæmd uppsagnarinnar.
Hins vegar er að finna eftirfarandi ákvæði í 27. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008: Atvinnurekendum er óheimilt að segja starfsmanni upp störfum sökum þess að hann hafi krafist leiðréttingar á grundvelli laga þessara.Atvinnurekandi skal jafnframt gæta þess að starfsmaður verði ekki beittur óréttlæti í starfi, svo sem með tilliti til starfsöryggis, starfskjara eða mats á árangri, á grundvelli þess að hafa kært eða veitt upplýsingar um kynbundna eða kynferðislega áreitni eða kynjamismunun. Persónuvernd hafði ennfremur fjallað um málið og komist að þeirri niðurstöðu að starfsmaðurinn hefði fengið allar upplýsingar sem hann hafði rétt á að fá. Það eru þessar aðstæður sem framkvæmdastjórinn stóð frammi fyrir.
Dómur héraðsdóms ber merki um að þar hafi verið tekin U-beygja í vinnurétti. Í málinu er sjónarmiðum úr opinberum vinnurétti beitt um ráðningarsamband á almennum vinnumarkaði. Þetta er gert með því að vísa til reglugerðar sem á að sporna gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Þá vekur athygli að starfsmanni hafi verið dæmdar skaðabætur þar sem hann naut fullra launa á uppsagnarfresti og ekki sýnt fram á að hann hafi orðið af tekjum í kjölfar uppsagnarinnar. Það hljóta að vera gleðitíðindi fyrir stéttarfélög á almennum vinnumarkaði að starfsmenn geti átt rétt til skaðabóta þótt þeir hafi notið fullra launa á uppsagnarfresti. Að sama skapi hljóta samtök atvinnurekenda að vera hugsi yfir þessum dómi.
Á meðan niðurstöðu Landsréttar er beðið getur fólk velt fyrir sér hvort hér hafi U-beygja verið tekin í vinnurétti.
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Skoðun

Tölum aðeins um einhverfu
Trausti Dagsson skrifar

Það sem sést, og það sem ekki sést
Eiríkur Ingi Magnússon skrifar

Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár
Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar

Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana
Jóhanna María Ægisdóttir skrifar

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar

Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana
Sandra B. Franks skrifar

Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar
Kristrún Frostadóttir skrifar

Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík
Einar Freyr Elínarson skrifar

Skattahækkun
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Handtöskur og fasistar
Ásgeir K. Ólafsson skrifar

Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð
Bjarni Jónsson skrifar

„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta:
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar

Vókismi gagnrýndur frá vinstri
Andri Sigurðsson skrifar

Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi
Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar

Styrk stjórn gefur góðan árangur
Ásthildur Sturludóttir skrifar

„Bara ef það hentar mér“
Hákon Gunnarsson skrifar

Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi
Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar

Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni?
Sigurður Ragnarsson skrifar

Borgin græna og ábyrgðin gráa
Daði Freyr Ólafsson skrifar

Stalín á ekki roð í algrímið
Halldóra Mogensen skrifar

Sorrý, Andrés
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk?
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Gamalt vín á nýjum belgjum
Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar

Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla
Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Aukinn stuðningur við ESB og NATO
Pawel Bartoszek skrifar

Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki
Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar

Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Hvernig er veðrið þarna uppi?
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar