Kærir Trump fyrir meiðyrði í tengslum við ásakanir um nauðgun Samúel Karl Ólason skrifar 4. nóvember 2019 21:45 E. Jean Carroll. AP/Craig Ruttle Kona sem sakað hefur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um nauðgun hefur höfðað meiðyrðamál gegn forsetanum vegna ummæla hans í kjölfar ásakana hennar. E. Jean Carroll sakaði Trump í sumar um nauðgun sem á að hafa átt sér stað í lok ársins 1995 eða upphafi 1996. Hún sagðist hafa hitt Trump í versluninni Bergdorf Goodman á Manhattan einhvern tímann um miðjan tíunda áratuginn. Hún var þá 52 ára og var nýbyrjuð að skrifa vinsælan dálk í tímaritið Elle. Carroll heldur því fram að Trump hafi beðið hana um að máta fyrir sig föt í versluninni og brotið á henni inni í mátunarklefa. Þar hafi hann kastað sér á hana, gripið um báða handleggi hennar og þvingað getnaðarlim sínum inn í leggöng hennar.Sjá einnig: Pistlahöfundur sakar Trump um nauðgunTrump sjálfur sagði í sumar að Carroll væri að ljúga og hún væri „ekki hans týpa“. Þá neitar hann því að hafa yfir höfuð hitt hana og Stephanie Grisham, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins segir Carrlol reyna að auðgast á ásökununum. Málshöfðun Carroll snýr að því að Trump hafi neitað ásökununum opinberlega og sakað Carroll um lygar. „Leyfið mér að ná utan um þetta. Carroll er að höfða mál gegn forsetanum fyrir að verja sig gegn fölskum ásökunum?“ sagði Grisham við blaðamenn í dag. Sakaði hún Carroll um að reyna að auðgast á ásökunum þessum, þar sem hún hafi ekkert hagnast á bók sem hún gaf út í sumar.„Þessi saga sem hún reyndi að nota til að selja þessa drasl bók sína átti sér aldrei stað, punktur,“ sagði Grisham. „Frásögn hennar heldur engu vatni ef þið hafið reynt að máta föt í mannmergð í svona verslun. Lögsóknin er lítilvæg og sagan sjálf er fölsk, eins og höfundurinn.“ Kærur sem þessar eru algengar í málum sem tengjast kynferðisbrotum vestanhafs. Ásakanir um kynferðisbrot eru oft orð gegn orði. Ásakanir um meiðyrði eru oftast af öðru sniði og þannig reynir fólk að koma kynferðisbrotum fyrir dóm með því að kæra meinta gerendur fyrir meiðyrði, þegar þeir neita fyrri ásökununum. Til að sannreyna hvort að um meiðyrði sé að ræða, þarf fyrst að reyna að sanna hvort að fyrra brotið hafi átt sér stað eða ekki. Trump stendur til dæmis frammi fyrir öðru meiðyrðamáli þar sem Summer Zervos, fyrrverandi þátttakandi í raunveruleikaþáttum Trump, The Apprentice, sakaði Trump um kynferðisbrot árið 2016. Hann sagði hana vera að ljúga og þá kærði hún hann fyrir meiðyrði. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Kona sem sakað hefur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um nauðgun hefur höfðað meiðyrðamál gegn forsetanum vegna ummæla hans í kjölfar ásakana hennar. E. Jean Carroll sakaði Trump í sumar um nauðgun sem á að hafa átt sér stað í lok ársins 1995 eða upphafi 1996. Hún sagðist hafa hitt Trump í versluninni Bergdorf Goodman á Manhattan einhvern tímann um miðjan tíunda áratuginn. Hún var þá 52 ára og var nýbyrjuð að skrifa vinsælan dálk í tímaritið Elle. Carroll heldur því fram að Trump hafi beðið hana um að máta fyrir sig föt í versluninni og brotið á henni inni í mátunarklefa. Þar hafi hann kastað sér á hana, gripið um báða handleggi hennar og þvingað getnaðarlim sínum inn í leggöng hennar.Sjá einnig: Pistlahöfundur sakar Trump um nauðgunTrump sjálfur sagði í sumar að Carroll væri að ljúga og hún væri „ekki hans týpa“. Þá neitar hann því að hafa yfir höfuð hitt hana og Stephanie Grisham, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins segir Carrlol reyna að auðgast á ásökununum. Málshöfðun Carroll snýr að því að Trump hafi neitað ásökununum opinberlega og sakað Carroll um lygar. „Leyfið mér að ná utan um þetta. Carroll er að höfða mál gegn forsetanum fyrir að verja sig gegn fölskum ásökunum?“ sagði Grisham við blaðamenn í dag. Sakaði hún Carroll um að reyna að auðgast á ásökunum þessum, þar sem hún hafi ekkert hagnast á bók sem hún gaf út í sumar.„Þessi saga sem hún reyndi að nota til að selja þessa drasl bók sína átti sér aldrei stað, punktur,“ sagði Grisham. „Frásögn hennar heldur engu vatni ef þið hafið reynt að máta föt í mannmergð í svona verslun. Lögsóknin er lítilvæg og sagan sjálf er fölsk, eins og höfundurinn.“ Kærur sem þessar eru algengar í málum sem tengjast kynferðisbrotum vestanhafs. Ásakanir um kynferðisbrot eru oft orð gegn orði. Ásakanir um meiðyrði eru oftast af öðru sniði og þannig reynir fólk að koma kynferðisbrotum fyrir dóm með því að kæra meinta gerendur fyrir meiðyrði, þegar þeir neita fyrri ásökununum. Til að sannreyna hvort að um meiðyrði sé að ræða, þarf fyrst að reyna að sanna hvort að fyrra brotið hafi átt sér stað eða ekki. Trump stendur til dæmis frammi fyrir öðru meiðyrðamáli þar sem Summer Zervos, fyrrverandi þátttakandi í raunveruleikaþáttum Trump, The Apprentice, sakaði Trump um kynferðisbrot árið 2016. Hann sagði hana vera að ljúga og þá kærði hún hann fyrir meiðyrði.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira