Gagnrýna „söguleg mistök“ Evrópusambandsins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. nóvember 2019 19:15 Bandaríkjastjórn er ósátt við þá afstöðu Evrópusambandsins að opna ekki aðildarviðræður við Norður-Makedóníu og Albaníu. Búist var við því að aðildarviðræður yrðu opnaðar en leiðtogaráð ESB tók afstöðu gegn því á fundi sínum í október. Leiðtogar Frakklands, Danmerkur og Hollands stóðu gegn því á leiðtogaráðsfundi októbermánaðar að hefja aðildarviðræður við ríkin tvö á Balkanskaga. Franski forsetinn Emmanuel Macron er sagður hafa farið fremst í flokki. Niðurstaðan olli vonbrigðum, bæði innan ríkjanna tveggja sem og innan sambandsins sjálfs. The Guardian fjallaði á sínum tíma um fordæmingu ákvörðunarinnar. Haft var eftir Jean-Claude Juncker, fráfarandi forseta framkvæmdastjórnar ESB, að um söguleg mistök væri að ræða. Evrópusambandið þyrfti að standa við gefin loforð. Norður-Makedónar bjuggust fastlega við því að leiðin yrði greið að Evrópusambandsaðild eftir að áratugalöng deila við Grikki um nafn ríkisins var leyst í febrúar. Grikkir höfðu staðið gegn aðild ríkisins að Evrópusambandinu en horfið frá þeirri andstöðu þegar Makedónar urðu Norður-Makedónar. Matthew Palmer, bandarískur erindreki, tók í sama streng í dag, staddur á fundi með Aleksandar Vucic Serbíuforseta. Að okkar mati var um söguleg mistök að ræða. Þau senda slæm skilaboð til svæðisins alls,“ sagði Palmer og bætti við að Bandaríkin vildu sjá aukna samvinnu ríkjanna á vestanverðum Balkanskaga við Evrópusambandið. Bandaríkjastjórn myndi reyna að sannfæra Evrópusambandið um að endurskoða málið fyrir næsta leiðtogaráðsfund. Albanía Bandaríkin Evrópusambandið Norður-Makedónía Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira
Bandaríkjastjórn er ósátt við þá afstöðu Evrópusambandsins að opna ekki aðildarviðræður við Norður-Makedóníu og Albaníu. Búist var við því að aðildarviðræður yrðu opnaðar en leiðtogaráð ESB tók afstöðu gegn því á fundi sínum í október. Leiðtogar Frakklands, Danmerkur og Hollands stóðu gegn því á leiðtogaráðsfundi októbermánaðar að hefja aðildarviðræður við ríkin tvö á Balkanskaga. Franski forsetinn Emmanuel Macron er sagður hafa farið fremst í flokki. Niðurstaðan olli vonbrigðum, bæði innan ríkjanna tveggja sem og innan sambandsins sjálfs. The Guardian fjallaði á sínum tíma um fordæmingu ákvörðunarinnar. Haft var eftir Jean-Claude Juncker, fráfarandi forseta framkvæmdastjórnar ESB, að um söguleg mistök væri að ræða. Evrópusambandið þyrfti að standa við gefin loforð. Norður-Makedónar bjuggust fastlega við því að leiðin yrði greið að Evrópusambandsaðild eftir að áratugalöng deila við Grikki um nafn ríkisins var leyst í febrúar. Grikkir höfðu staðið gegn aðild ríkisins að Evrópusambandinu en horfið frá þeirri andstöðu þegar Makedónar urðu Norður-Makedónar. Matthew Palmer, bandarískur erindreki, tók í sama streng í dag, staddur á fundi með Aleksandar Vucic Serbíuforseta. Að okkar mati var um söguleg mistök að ræða. Þau senda slæm skilaboð til svæðisins alls,“ sagði Palmer og bætti við að Bandaríkin vildu sjá aukna samvinnu ríkjanna á vestanverðum Balkanskaga við Evrópusambandið. Bandaríkjastjórn myndi reyna að sannfæra Evrópusambandið um að endurskoða málið fyrir næsta leiðtogaráðsfund.
Albanía Bandaríkin Evrópusambandið Norður-Makedónía Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira