Litla föndurhornið: Niðurtalning Kristbjörg Ólafsdóttir skrifar 4. nóvember 2019 09:30 Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. Vísir Eitt af því sem krakkarnir mínir elska er að telja niður þegar eitthvað stendur til, hvort sem það eru ferðalög, jólin, afmæli. Þau elska að sjá töluna breytast í 0. Ég hef nokkrum sinnum útbúið eitthvað til að telja niður en aldrei verið fullkomlega ánægð, fyrr en núna. Ég veit að ég segi þetta mjög oft, en þetta kemur ótrúlega vel út, kostaði að vísu pínu vinnu en alveg þess virði. Það helsta sem þú þarft er rammi, barna minnisspil úr við og risa íspinnaspýtur. Þú getur notað þessar úr Tiger en ég keypti þessar í Kanada, þær eru ennþá stærri en þessar í Tiger. Þú þarf líka trélím, nokkrar íspinnaspýtur í eðlilegri stærð og málningu. Ég notaði líka límmiða og límlakk en ef þú treystir rithönd þinni þá getur þú sleppt því.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg byrjaði á því að klippa risaspýturnar niður þannig að þær myndu passa í rammann. Svo málaði ég þær svartar.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg pússaði myndirnar af minnisspilinu og málið plöturnar svartar. Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirNúna haldið þið að ég sé orðin ótrúlega svartsýn, en bíðið róleg. Ég notaði trélím til að líma spýturnar á bakið á rammanum. Ekki misskilja mig, ég og heitalímbyssan mín erum ennþá jafn nánar, en trélímið hentaði bara betur í þetta. Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirSvo á meðan límið var að taka sig og þorna þá lagði ég plast yfir og svo tvær þungar bækur til að pressa allt vel niður. Hafið þið lesið þessar bækur, Eragon? Ég mæli með þeim.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirSvo þurrburstaði ég með hvítu yfir bæði plöturnar úr spilinu og spýturnar. Þarna sjáið þið, ég er ekkert orðin svartsýn.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg tók íspinna spýturnar, klippti af endana á þeim og bjó til hillur með því að líma þær saman í L. Svo með því að veifa málningarbursta og svartri málningu þá urðu þær svartar. Ég prófaði að þurrbusta þær hvítar en fannst þær hverfa of mikið þannig inn í bakgrunninn, þannig að ég málaði þær aftur svartar. Ég sótti svo dúkahníf, bjó til rákir í rammann þar sem ég vildi hafa hillurnar og límdi þær fastar með trélíminu. Svo „skrifaði“ ég með uppáhalds aðferðinni minni sem er þannig að ég prentaði texta út, krotaði með blýanti á bakhliðina, lagði blaðið á bakið á rammanum, fór yfir með blýanti og fór svo yfir það með málningarpenna. Ég skrifaði „Það eru og dagar í“ en þú getur líka notað límmiða eða gert þetta fríhendis. Þegar þetta var allt komið þá tók ég límmiða, bæði stafrófið og tölustafi, límdi á litlu plöturnar og fór yfir með límlakki, bara til að vera örugg um að límmiðarnir færu ekki á flakk því þú tryggir ekki eftir á.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirNúna þegar ég sé þetta tilbúið þá mun ég líklegast stækka textann og jafnvel breyta um leturgerð. Það ekkert mál að gera það, bara mála yfir og byrja aftur, þannig að „Það eru ..... dagar í“ passi betur við stafina og límmiðana á litlu plötunum. En ég var bara svo spennt að sýna ykkur þetta. Þetta er líka ótrúlega flott, er það ekki? LokaútkomanMynd/Kristbjörg Ólafsdóttir Föndur Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Hrekkjavökuskreyting Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 28. október 2019 22:15 Litla föndurhornið: Vikuskipulag Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi 7. október 2019 13:00 Litla föndurhornið: Myndablómvöndur Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 14. október 2019 09:00 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Eitt af því sem krakkarnir mínir elska er að telja niður þegar eitthvað stendur til, hvort sem það eru ferðalög, jólin, afmæli. Þau elska að sjá töluna breytast í 0. Ég hef nokkrum sinnum útbúið eitthvað til að telja niður en aldrei verið fullkomlega ánægð, fyrr en núna. Ég veit að ég segi þetta mjög oft, en þetta kemur ótrúlega vel út, kostaði að vísu pínu vinnu en alveg þess virði. Það helsta sem þú þarft er rammi, barna minnisspil úr við og risa íspinnaspýtur. Þú getur notað þessar úr Tiger en ég keypti þessar í Kanada, þær eru ennþá stærri en þessar í Tiger. Þú þarf líka trélím, nokkrar íspinnaspýtur í eðlilegri stærð og málningu. Ég notaði líka límmiða og límlakk en ef þú treystir rithönd þinni þá getur þú sleppt því.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg byrjaði á því að klippa risaspýturnar niður þannig að þær myndu passa í rammann. Svo málaði ég þær svartar.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg pússaði myndirnar af minnisspilinu og málið plöturnar svartar. Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirNúna haldið þið að ég sé orðin ótrúlega svartsýn, en bíðið róleg. Ég notaði trélím til að líma spýturnar á bakið á rammanum. Ekki misskilja mig, ég og heitalímbyssan mín erum ennþá jafn nánar, en trélímið hentaði bara betur í þetta. Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirSvo á meðan límið var að taka sig og þorna þá lagði ég plast yfir og svo tvær þungar bækur til að pressa allt vel niður. Hafið þið lesið þessar bækur, Eragon? Ég mæli með þeim.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirSvo þurrburstaði ég með hvítu yfir bæði plöturnar úr spilinu og spýturnar. Þarna sjáið þið, ég er ekkert orðin svartsýn.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg tók íspinna spýturnar, klippti af endana á þeim og bjó til hillur með því að líma þær saman í L. Svo með því að veifa málningarbursta og svartri málningu þá urðu þær svartar. Ég prófaði að þurrbusta þær hvítar en fannst þær hverfa of mikið þannig inn í bakgrunninn, þannig að ég málaði þær aftur svartar. Ég sótti svo dúkahníf, bjó til rákir í rammann þar sem ég vildi hafa hillurnar og límdi þær fastar með trélíminu. Svo „skrifaði“ ég með uppáhalds aðferðinni minni sem er þannig að ég prentaði texta út, krotaði með blýanti á bakhliðina, lagði blaðið á bakið á rammanum, fór yfir með blýanti og fór svo yfir það með málningarpenna. Ég skrifaði „Það eru og dagar í“ en þú getur líka notað límmiða eða gert þetta fríhendis. Þegar þetta var allt komið þá tók ég límmiða, bæði stafrófið og tölustafi, límdi á litlu plöturnar og fór yfir með límlakki, bara til að vera örugg um að límmiðarnir færu ekki á flakk því þú tryggir ekki eftir á.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirNúna þegar ég sé þetta tilbúið þá mun ég líklegast stækka textann og jafnvel breyta um leturgerð. Það ekkert mál að gera það, bara mála yfir og byrja aftur, þannig að „Það eru ..... dagar í“ passi betur við stafina og límmiðana á litlu plötunum. En ég var bara svo spennt að sýna ykkur þetta. Þetta er líka ótrúlega flott, er það ekki? LokaútkomanMynd/Kristbjörg Ólafsdóttir
Föndur Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Hrekkjavökuskreyting Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 28. október 2019 22:15 Litla föndurhornið: Vikuskipulag Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi 7. október 2019 13:00 Litla föndurhornið: Myndablómvöndur Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 14. október 2019 09:00 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Litla föndurhornið: Hrekkjavökuskreyting Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 28. október 2019 22:15
Litla föndurhornið: Vikuskipulag Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi 7. október 2019 13:00
Litla föndurhornið: Myndablómvöndur Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 14. október 2019 09:00