Liverpool liðið líkist meira og meira Man. United liði Ferguson: Með flest karakterstig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2019 09:30 Sadio Mane fagnar sigurmarki sínu á móti Aston Villa um helgina. Getty/Ian Cook Liverpool er með flest karakterstig í ensku úrvalsdeildinni í vetur en liðið vann enn einn endurkomusigurinn um helgina. Liverpool-liðið var 1-0 undir á móti Aston Villa um helgina þegar 86 mínútur voru liðnar af leiknum en tryggði sér öll þrjú stigin með tveimur mörkum í lokin. Það hefur verið saga Liverpool liðsins á síðustu vikum því liðið gerði þetta einnig á móti Leicester City, Tottenham og Manchester United. Liverpool hefur nú alls fengið tíu stig út úr leikjum þar sem liðið hefur lent undir sem er það mesta í ensku úrvalsdeildinni til þessa í vetur. Liverpool hefur fengið þremur stigum meira en Leicester City sem er í öðru sætinu á þessum lista.Liverpool have already won points from losing positions this season, easily the best in the Premier League — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 4, 2019 Manchester United og Chelsea reka hins vegar lestina ásamt Norwich en þessi þrjú lið eru þau eins sem hafa tapað öllum leikjum þar sem þau hafa lent undir. Manchester City fékk aftur á móti sín fyrstu stig í endurkomusigri sínum á móti Southampton um helgina. Nick Miller, blaðamaður ESPN, kemst svo að orði í pistli sínum um helgina í enska boltanum að Liverpool lið Klopp líkist meira og meira Manchester United liði Sir Alex Ferguson. „Ef þeir gerðu þetta einu sinni eða tvisvar þá væri hægt að halda því fram að lukkan væri í liði með Liverpool. Málið er að fjórum sinnum á síðasta mánuði þá hefur Liverpool skorað eftir 85. mínútu og tryggt sér annaðhvort jafntefli eða sigur,“ skrifaði Nick Miller í pistli sínum. Gullaldarlið Manchester United undir stjórn Sir Alex Ferguson átti það sameiginlegt með Liverpool liðinu í dag að koma margoft til baka í sínum leikjum. Það var erfitt að halda forystu á stigi á móti Manchester United liðinu svo við gleymum ekki að tala um svokallaðan Fergie-tíma. United liðið skoraði nefnilega margoft undir blálok leikja þegar sumir vildu meina að tíminn væri runninn út. Sá tími fékk viðurnefnið Fergie-tími. Liverpool liðið líkist vissulega liðum Ferguson hvað það varðar að liðið heldur gríðarlegri pressu á mótherja sína allan tímann og hún er aldrei meiri en þegar Liverpool þarf á stigi að halda á lokamínútunum. Liverpool hefur náð í þessi karakterstig á lokamínútum síðustu leikja og er þess vegna enn með sex stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. „Liverpool mennirnir eru stórkostlegir og enska úrvalsdeildin er betri af því að hún inniheldur tvo súperlið sem munu síðan mætast um næstu helgi í leik sem enginn má missa af,“ bætti Miller við.Flest karakterstig í ensku úrvalsdeildinni 2019-20:(Stig úr leikjum þar sem liðið lendir undir) 1. Liverpool 10 stig 2. Leicester 7 3. Wolves 6 4. Arsenal 5 4. Tottenham 5 6. Brighton & Hove Albion 4 6. Crystal Palace 4 8. Manchester City 3 8. Sheffield United 3 8. Aston Villa 3 11. Burnley 2 12. AFC Bournemouth 1 12. West Ham 1 12. Newcastle 1 12. Everton 1 12. Southampton 1 12. Watford 1 18. Chelsea 0 18. Manchester United 0 18. Norwich City 0 Enski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Sjá meira
Liverpool er með flest karakterstig í ensku úrvalsdeildinni í vetur en liðið vann enn einn endurkomusigurinn um helgina. Liverpool-liðið var 1-0 undir á móti Aston Villa um helgina þegar 86 mínútur voru liðnar af leiknum en tryggði sér öll þrjú stigin með tveimur mörkum í lokin. Það hefur verið saga Liverpool liðsins á síðustu vikum því liðið gerði þetta einnig á móti Leicester City, Tottenham og Manchester United. Liverpool hefur nú alls fengið tíu stig út úr leikjum þar sem liðið hefur lent undir sem er það mesta í ensku úrvalsdeildinni til þessa í vetur. Liverpool hefur fengið þremur stigum meira en Leicester City sem er í öðru sætinu á þessum lista.Liverpool have already won points from losing positions this season, easily the best in the Premier League — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 4, 2019 Manchester United og Chelsea reka hins vegar lestina ásamt Norwich en þessi þrjú lið eru þau eins sem hafa tapað öllum leikjum þar sem þau hafa lent undir. Manchester City fékk aftur á móti sín fyrstu stig í endurkomusigri sínum á móti Southampton um helgina. Nick Miller, blaðamaður ESPN, kemst svo að orði í pistli sínum um helgina í enska boltanum að Liverpool lið Klopp líkist meira og meira Manchester United liði Sir Alex Ferguson. „Ef þeir gerðu þetta einu sinni eða tvisvar þá væri hægt að halda því fram að lukkan væri í liði með Liverpool. Málið er að fjórum sinnum á síðasta mánuði þá hefur Liverpool skorað eftir 85. mínútu og tryggt sér annaðhvort jafntefli eða sigur,“ skrifaði Nick Miller í pistli sínum. Gullaldarlið Manchester United undir stjórn Sir Alex Ferguson átti það sameiginlegt með Liverpool liðinu í dag að koma margoft til baka í sínum leikjum. Það var erfitt að halda forystu á stigi á móti Manchester United liðinu svo við gleymum ekki að tala um svokallaðan Fergie-tíma. United liðið skoraði nefnilega margoft undir blálok leikja þegar sumir vildu meina að tíminn væri runninn út. Sá tími fékk viðurnefnið Fergie-tími. Liverpool liðið líkist vissulega liðum Ferguson hvað það varðar að liðið heldur gríðarlegri pressu á mótherja sína allan tímann og hún er aldrei meiri en þegar Liverpool þarf á stigi að halda á lokamínútunum. Liverpool hefur náð í þessi karakterstig á lokamínútum síðustu leikja og er þess vegna enn með sex stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. „Liverpool mennirnir eru stórkostlegir og enska úrvalsdeildin er betri af því að hún inniheldur tvo súperlið sem munu síðan mætast um næstu helgi í leik sem enginn má missa af,“ bætti Miller við.Flest karakterstig í ensku úrvalsdeildinni 2019-20:(Stig úr leikjum þar sem liðið lendir undir) 1. Liverpool 10 stig 2. Leicester 7 3. Wolves 6 4. Arsenal 5 4. Tottenham 5 6. Brighton & Hove Albion 4 6. Crystal Palace 4 8. Manchester City 3 8. Sheffield United 3 8. Aston Villa 3 11. Burnley 2 12. AFC Bournemouth 1 12. West Ham 1 12. Newcastle 1 12. Everton 1 12. Southampton 1 12. Watford 1 18. Chelsea 0 18. Manchester United 0 18. Norwich City 0
Enski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Sjá meira