Bergfyllan í Ketubjörgum féll fram í sjó Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. nóvember 2019 07:15 Þessar myndir eru frá árinu 2015 þegar lögreglan lokaði svæðinu af öryggisástæðum. mynd/lögreglan skagafirði Bergfyllan sem skagað hefur út frá bjargbrúninni á Ketubjörgum á Skaga undanfarin ár féll fram í sjó um helgina. Þúsundir tonna af jarðvegi fóru því í sjóinn en frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Þar er rætt við Ingólf Sveinsson frá Lágmúla á Skaga sem kveðst varla hafa trúað sínum eigin augum þegar hann sá að fyllan væri hrunin úr bjarginu. Ekki er vitað hvenær um helgina bergfyllan hrundi fram en hún var þó á sínum stað á föstudaginn. Ketubjörg eru um 40 kílómetra norður af Sauðárkróki og vinsæll útsýnisstaður ferðamanna. Svæðið þar sem fyllan losnaði frá bjarginu heitir Innri-Bjargavík en lögreglan lokaði svæðinu tímabundið árið 2015 eftir að hættulegar sprungur tóku að myndast. Það gerðist eftir að klakastífla myndaðist á svæðinu svo lækjarvatn tók að smjúga niður í móbergið þannig að það losnaði. Um 65 metra hár klettur gróf sig frá berginu og varð frístanandi en á milli hans og bergsins var gjá sem breikkaði og var orðin á þriðja metra þegar bergfyllan hrundi fram. Allt að 20 metra hár bingur af mold og grjóti er nú undir berginu. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Elvar Már Jóhannsson, áhugaljósmyndari á Sauðárkróki, tók á svæðinu í gær en á því sést að kletturinn er horfinn og í staðinn kominn jarðvegsbingur. Skagafjörður Umhverfismál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Bergfyllan sem skagað hefur út frá bjargbrúninni á Ketubjörgum á Skaga undanfarin ár féll fram í sjó um helgina. Þúsundir tonna af jarðvegi fóru því í sjóinn en frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Þar er rætt við Ingólf Sveinsson frá Lágmúla á Skaga sem kveðst varla hafa trúað sínum eigin augum þegar hann sá að fyllan væri hrunin úr bjarginu. Ekki er vitað hvenær um helgina bergfyllan hrundi fram en hún var þó á sínum stað á föstudaginn. Ketubjörg eru um 40 kílómetra norður af Sauðárkróki og vinsæll útsýnisstaður ferðamanna. Svæðið þar sem fyllan losnaði frá bjarginu heitir Innri-Bjargavík en lögreglan lokaði svæðinu tímabundið árið 2015 eftir að hættulegar sprungur tóku að myndast. Það gerðist eftir að klakastífla myndaðist á svæðinu svo lækjarvatn tók að smjúga niður í móbergið þannig að það losnaði. Um 65 metra hár klettur gróf sig frá berginu og varð frístanandi en á milli hans og bergsins var gjá sem breikkaði og var orðin á þriðja metra þegar bergfyllan hrundi fram. Allt að 20 metra hár bingur af mold og grjóti er nú undir berginu. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Elvar Már Jóhannsson, áhugaljósmyndari á Sauðárkróki, tók á svæðinu í gær en á því sést að kletturinn er horfinn og í staðinn kominn jarðvegsbingur.
Skagafjörður Umhverfismál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira