Freyja frábiður sér samanburð Steinunnar Ólínu á málum þeirra Atla Rafns Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. nóvember 2019 21:38 Freyja Haraldsdóttir og Steinunn Ólína Þorvarðardóttir. Mynd/Samsett Freyja Haraldsdóttir doktorsnemi og fyrrverandi varaþingmaður, sem vann mál sitt gegn Barnaverndarstofu í Hæstarétti í vikunni, segir það erfitt þegar máli sínu sé stillt upp við hlið máls Atla Rafns Sigurðarsonar leikara, líkt og leikkonan Steinunn Ólína gerði í pistli sem hún birti í gær. Atla Rafni voru dæmdar 5,5 milljónir króna í skaða- og miskabætur fyrir ólögmæta uppsögn, sem tekin var ákvörðun um á grundvelli ásakana um meinta kynferðislega áreitni hans. Í pistli Steinunnar Ólínu, sem birtur var á vef Fréttablaðsins í gærkvöldi, fagnaði hún niðurstöðum í málum Freyju og Atla Rafns. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að Barnaverndarstofu hefði verið óheimilt að synja Freyju um að sækja námskeið fyrir fósturforeldra. Þá bar hún málið saman við mál Atla Rafns og sagði að ástæða væri til að gleðjast. „Tveir dómar féllu þar sem fólki hafði verið neitað um réttláta úrlausn í málum sínum,“ skrifaði Steinunn Ólína. „Freyja Haraldsdóttir og Atli Rafn hafa bæði orðið fyrir opinberu aðkasti þar sem mannfjandsamleg viðhorf endurspeglast og er óhætt að segja að í málsmeðferð beggja aðila hafi slík viðhorf haft áhrif sem urðu til þess að á þeim var brotið.“Sjá einnig: Sjá svart og hvítt í málinu sem aðrir leikarar þora varla að hafa opinbera skoðun á Þá gagnrýndi Steinunn Ólína skrif Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur leikkonu um mál Atla Rafns en sú síðarnefnda bar í pistli sínum saman bætur Atla Rafns og bætur sem þolendum kynferðisofbeldis hefur verið dæmt í gegnum tíðina. Steinunn Ólína sakaði Þórdísi Elvu um „þvælulist“ og sagði hana sjálfskipaðan „talsmann ofbeldisfórnarlamba“. Ítarlega var fjallað um pistla leikvennanna á Vísi í gærkvöldi.Þórdís Elva og Tom Stranger á sviði í fyrirlestri sínum á vegum Ted. Hann viðurkenndi að hafa nauðgað henni þegar þau voru ung að árum og par.SkjáskotÍ færslu sem Freyja birti á Facebook í gær segist hún ekki geta orða bundist yfir grein Steinunnar Ólínu. Sér finnist erfitt þegar máli sínu sé „stillt upp við hlið máls Atla Rafns“ þar sem málin tvö eigi ekkert skylt hvort með öðru. Þá mislíki hennig einnig að mál sitt sé sett í samhengi við „hatrammt niðurrif á Þórdísi Elvu“. Þannig séu aktívistar á borð við Þórdísi Elvu „sjaldnast að þykjast vera talsmenn allra“ þegar þeir tjá sig. Óþolandi sé að vera sökuð um slíkt fyrir að taka afstöðu. „Aktivistar hafa ólíkar upplifanir og skoðanir og reynslu og félagslega stöðu og það má. Og þó svo að aktivistar skrifi bækur og haldi Ted talk fyrirlestur eru þau ekki að markaðsvæða ofbeldi. Er ég þá að markaðsvæða mína lífsreynslu af því að ég hef skrifað bók? Eða að markaðsvæða misrétti af því að ég held úti instagram reikningi til þess að deila reynslu minni af dómsferli? Nei,“ skrifar Freyja. Þá skilji hún vel að þolendur kynferðisofbeldis fari stundum „aðra leið“ í baráttu sinni, líkt og Þórdís Elva hefur gert, til þess að upplifa réttlæti.Færslu Freyju má lesa í heild hér að neðan. Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Hyggst ekki rjúfa trúnað við konurnar Sigurður segir að umfjöllun um vinnuverndarlöggjöfina sem tryggja á öryggi og vellíðan starfsfólks hafi með öllu vantað í forsendur dóms Héraðsdóms Reykjavíkur sem úrskurðaði í máli Atla Rafns Sigurðssonar, leikara, gegn Leikfélagi Reykjavíkur og borgarleikhússtjóra. 31. október 2019 14:28 Sjá svart og hvítt í málinu sem aðrir leikarar þora varla að hafa opinbera skoðun á Leikkonurnar Þórdís Elva Þorvaldsdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sjá svart og hvítt þegar kemur að nýföllum dómi í máli Atla Rafns Sigurðarsonar leikara gegn Borgarleikhúsinu og leikstjóranum Kristínu Eysteinsdóttur. 1. nóvember 2019 23:35 Hærri bætur fyrir ólögmæta uppsögn en hrottalega nauðgun Réttargæslumenn neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis eru hugsi yfir því að leikari fái hærri miskabætur fyrir ólögmæta uppsögn en kona sem nauðgað er hrottalega. 31. október 2019 14:14 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Fleiri fréttir Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Sjá meira
Freyja Haraldsdóttir doktorsnemi og fyrrverandi varaþingmaður, sem vann mál sitt gegn Barnaverndarstofu í Hæstarétti í vikunni, segir það erfitt þegar máli sínu sé stillt upp við hlið máls Atla Rafns Sigurðarsonar leikara, líkt og leikkonan Steinunn Ólína gerði í pistli sem hún birti í gær. Atla Rafni voru dæmdar 5,5 milljónir króna í skaða- og miskabætur fyrir ólögmæta uppsögn, sem tekin var ákvörðun um á grundvelli ásakana um meinta kynferðislega áreitni hans. Í pistli Steinunnar Ólínu, sem birtur var á vef Fréttablaðsins í gærkvöldi, fagnaði hún niðurstöðum í málum Freyju og Atla Rafns. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að Barnaverndarstofu hefði verið óheimilt að synja Freyju um að sækja námskeið fyrir fósturforeldra. Þá bar hún málið saman við mál Atla Rafns og sagði að ástæða væri til að gleðjast. „Tveir dómar féllu þar sem fólki hafði verið neitað um réttláta úrlausn í málum sínum,“ skrifaði Steinunn Ólína. „Freyja Haraldsdóttir og Atli Rafn hafa bæði orðið fyrir opinberu aðkasti þar sem mannfjandsamleg viðhorf endurspeglast og er óhætt að segja að í málsmeðferð beggja aðila hafi slík viðhorf haft áhrif sem urðu til þess að á þeim var brotið.“Sjá einnig: Sjá svart og hvítt í málinu sem aðrir leikarar þora varla að hafa opinbera skoðun á Þá gagnrýndi Steinunn Ólína skrif Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur leikkonu um mál Atla Rafns en sú síðarnefnda bar í pistli sínum saman bætur Atla Rafns og bætur sem þolendum kynferðisofbeldis hefur verið dæmt í gegnum tíðina. Steinunn Ólína sakaði Þórdísi Elvu um „þvælulist“ og sagði hana sjálfskipaðan „talsmann ofbeldisfórnarlamba“. Ítarlega var fjallað um pistla leikvennanna á Vísi í gærkvöldi.Þórdís Elva og Tom Stranger á sviði í fyrirlestri sínum á vegum Ted. Hann viðurkenndi að hafa nauðgað henni þegar þau voru ung að árum og par.SkjáskotÍ færslu sem Freyja birti á Facebook í gær segist hún ekki geta orða bundist yfir grein Steinunnar Ólínu. Sér finnist erfitt þegar máli sínu sé „stillt upp við hlið máls Atla Rafns“ þar sem málin tvö eigi ekkert skylt hvort með öðru. Þá mislíki hennig einnig að mál sitt sé sett í samhengi við „hatrammt niðurrif á Þórdísi Elvu“. Þannig séu aktívistar á borð við Þórdísi Elvu „sjaldnast að þykjast vera talsmenn allra“ þegar þeir tjá sig. Óþolandi sé að vera sökuð um slíkt fyrir að taka afstöðu. „Aktivistar hafa ólíkar upplifanir og skoðanir og reynslu og félagslega stöðu og það má. Og þó svo að aktivistar skrifi bækur og haldi Ted talk fyrirlestur eru þau ekki að markaðsvæða ofbeldi. Er ég þá að markaðsvæða mína lífsreynslu af því að ég hef skrifað bók? Eða að markaðsvæða misrétti af því að ég held úti instagram reikningi til þess að deila reynslu minni af dómsferli? Nei,“ skrifar Freyja. Þá skilji hún vel að þolendur kynferðisofbeldis fari stundum „aðra leið“ í baráttu sinni, líkt og Þórdís Elva hefur gert, til þess að upplifa réttlæti.Færslu Freyju má lesa í heild hér að neðan.
Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Hyggst ekki rjúfa trúnað við konurnar Sigurður segir að umfjöllun um vinnuverndarlöggjöfina sem tryggja á öryggi og vellíðan starfsfólks hafi með öllu vantað í forsendur dóms Héraðsdóms Reykjavíkur sem úrskurðaði í máli Atla Rafns Sigurðssonar, leikara, gegn Leikfélagi Reykjavíkur og borgarleikhússtjóra. 31. október 2019 14:28 Sjá svart og hvítt í málinu sem aðrir leikarar þora varla að hafa opinbera skoðun á Leikkonurnar Þórdís Elva Þorvaldsdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sjá svart og hvítt þegar kemur að nýföllum dómi í máli Atla Rafns Sigurðarsonar leikara gegn Borgarleikhúsinu og leikstjóranum Kristínu Eysteinsdóttur. 1. nóvember 2019 23:35 Hærri bætur fyrir ólögmæta uppsögn en hrottalega nauðgun Réttargæslumenn neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis eru hugsi yfir því að leikari fái hærri miskabætur fyrir ólögmæta uppsögn en kona sem nauðgað er hrottalega. 31. október 2019 14:14 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Fleiri fréttir Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Sjá meira
Hyggst ekki rjúfa trúnað við konurnar Sigurður segir að umfjöllun um vinnuverndarlöggjöfina sem tryggja á öryggi og vellíðan starfsfólks hafi með öllu vantað í forsendur dóms Héraðsdóms Reykjavíkur sem úrskurðaði í máli Atla Rafns Sigurðssonar, leikara, gegn Leikfélagi Reykjavíkur og borgarleikhússtjóra. 31. október 2019 14:28
Sjá svart og hvítt í málinu sem aðrir leikarar þora varla að hafa opinbera skoðun á Leikkonurnar Þórdís Elva Þorvaldsdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sjá svart og hvítt þegar kemur að nýföllum dómi í máli Atla Rafns Sigurðarsonar leikara gegn Borgarleikhúsinu og leikstjóranum Kristínu Eysteinsdóttur. 1. nóvember 2019 23:35
Hærri bætur fyrir ólögmæta uppsögn en hrottalega nauðgun Réttargæslumenn neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis eru hugsi yfir því að leikari fái hærri miskabætur fyrir ólögmæta uppsögn en kona sem nauðgað er hrottalega. 31. október 2019 14:14