Enski boltinn

Markvörður Leeds á leið í langt bann fyrir kynþáttaníð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Casilla kom til Leeds frá Real Madrid.
Casilla kom til Leeds frá Real Madrid. vísir/getty
Kiko Casilla, markvörður Leeds United, er á leið í langt bann fyrir kynþáttaníð.

Casilla var sakaður um að hafa beitt Jonathan Leko kynþáttaníði í leik Leeds og Charlton Athletic í ensku B-deildinni í september.

Enska knattspyrnusambandið hefur lokið rannsókn sinni á málinu og úrskurður þess verður gerður opinber á miðvikudaginn.

Enskir fjölmiðlar greina frá því að Casilla fái 8-12 leikja bann. Svo gæti því farið að Spánverjinn spili ekki aftur með Leeds fyrr en á næsta ári.

Casilla hefur leikið alla deildarleiki Leeds á tímabilinu. Hann kom til liðsins frá Real Madrid í janúar. Hann hefur leikið einn landsleik fyrir Spán.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×