Svikin? Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 2. nóvember 2019 11:00 Hversu oft höfum við ekki heyrt þá fullyrðingu að þjóðin hafi samþykkt nýja stjórnarskrá stjórnlagaráðs í kosningu? Oft. Svo oft að fullt af fólki er farið að trúa þessu. En þessi fullyrðing er röng og sérstakt rannsóknarefni er hvers vegna fólk sem á að vita betur, heldur þessu statt og stöðugt fram. Spurningin sem Jóhönnustjórnin lagði fyrir kjósendur var nefnilega svona: „Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?“ Allir sem eru búnir með tíu ára bekk átta sig á því að hér er ekki verið að kjósa með eða á móti tillögu stjórnlagaráðs. Ef það væri tilgangurinn þá hefði spurningin á atkvæðaseðlinum til dæmis hljóðað svona: „Vilt þú að Alþingi samþykki tillögu stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá sem nýja stjórnarskrá fyrir Ísland?“ eða eitthvert slíkt orðalag sem hefði með afgerandi hætti lagt tillögu stjórnlagaráðsins fram til samþykkis eða synjunar. En það var ekki gert. Í staðinn kom hið veiklulega og hjárænulega orðalag „lagðar til grundvallar“. Opið í alla enda og ekki með nokkru móti hægt að túlka sem svo að þjóðin hafi þar með endanlega samþykkt þessar 115 tillögur stjórnlagaráðsins. Samt er þrástagast á því að þjóðin hafi samþykkt þessar tillögur að nýrri stjórnarskrá og síðan hafi andstyggilegt fólk á Alþingi (aðallega í Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki) komið í veg fyrir að vilji þjóðarinnar gengi eftir. Væri ekki snjallt hjá einhverjum blaðamanni að senda Jóhönnu Sigurðardóttur spurningu um hvers vegna hún lagði ekki tillögur stjórnlagaráðsins fram sem nýja stjórnarskrá til samþykktar eða synjunar? Það væri fróðlegt að heyra svarið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Hversu oft höfum við ekki heyrt þá fullyrðingu að þjóðin hafi samþykkt nýja stjórnarskrá stjórnlagaráðs í kosningu? Oft. Svo oft að fullt af fólki er farið að trúa þessu. En þessi fullyrðing er röng og sérstakt rannsóknarefni er hvers vegna fólk sem á að vita betur, heldur þessu statt og stöðugt fram. Spurningin sem Jóhönnustjórnin lagði fyrir kjósendur var nefnilega svona: „Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?“ Allir sem eru búnir með tíu ára bekk átta sig á því að hér er ekki verið að kjósa með eða á móti tillögu stjórnlagaráðs. Ef það væri tilgangurinn þá hefði spurningin á atkvæðaseðlinum til dæmis hljóðað svona: „Vilt þú að Alþingi samþykki tillögu stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá sem nýja stjórnarskrá fyrir Ísland?“ eða eitthvert slíkt orðalag sem hefði með afgerandi hætti lagt tillögu stjórnlagaráðsins fram til samþykkis eða synjunar. En það var ekki gert. Í staðinn kom hið veiklulega og hjárænulega orðalag „lagðar til grundvallar“. Opið í alla enda og ekki með nokkru móti hægt að túlka sem svo að þjóðin hafi þar með endanlega samþykkt þessar 115 tillögur stjórnlagaráðsins. Samt er þrástagast á því að þjóðin hafi samþykkt þessar tillögur að nýrri stjórnarskrá og síðan hafi andstyggilegt fólk á Alþingi (aðallega í Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki) komið í veg fyrir að vilji þjóðarinnar gengi eftir. Væri ekki snjallt hjá einhverjum blaðamanni að senda Jóhönnu Sigurðardóttur spurningu um hvers vegna hún lagði ekki tillögur stjórnlagaráðsins fram sem nýja stjórnarskrá til samþykktar eða synjunar? Það væri fróðlegt að heyra svarið.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar