Evelyn Beatrice Hall. Ha, hver? Sif Sigmarsdóttir skrifar 2. nóvember 2019 10:00 Árið 2016 tilkynnti morgunkornsframleiðandinn Kellogg’s að fyrirtækið hygðist hætta að auglýsa á vefmiðlinum Breitbart. Breitbart er vinsæll fréttamiðill meðal öfgahægrimanna í Bandaríkjunum. Vefsíðan sem tengdist Donald Trump nánum böndum hafði lengi verið sökuð um kynþáttahatur, kvenfyrirlitningu og andúð á múslimum. Á miðlinum mátti lesa fyrirsagnir á borð við: „Pólitísk rétthugsun verndar nauðgunarmenningu múslima.“ Viðskiptavinum Kellogg’s misbauð að morgunkornsframleiðandinn auglýsti á Breitbart. Þeir kvörtuðu og Kellogg’s brást við með fyrrgreindum hætti. Konur, Kína, kolefnisfótspor Nýverið fór Íslandsbanki í naflaskoðun. Í kjölfarið ákvað bankinn að tileinka sér samfélagsábyrgð. „Í dag þurfa umhverfismál líkt og jafnréttismál að vera málefni sem eru rædd eins og hver önnur viðskipti inni á borði framkvæmdastjórnar,“ sagði Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka, í blaðagrein. Fyrirtækið hugðist hætta að flytja inn plastsparibauka frá Kína, hætta að prenta skýrslur á pappír og kveðja „auglýsingar hjá fjölmiðlum sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla“. Í kjölfar greinarinnar ætlaði allt um koll að keyra. Það var þó ekki kolefnisfótsporið og plastbaukarnir frá Kína sem fóru fyrir brjóstið á fólki. Heldur konurnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði hvort það væri ekki „óhugnanlegt“ þegar „banki ætlar að fara að hlutast til um það hvernig fjölmiðlar eru reknir?“. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að uppátækið kæmi sér „spánskt fyrir sjónir“. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, sagði í viðtali að Íslandsbanki ætti „að sjá sóma sinn í því að biðjast afsökunar“. Fræg er tilvitnun um tjáningarfrelsið sem gjarnan er eignuð heimspekingnum Voltaire: „Ég fyrirlít það sem þú hefur að segja en ég léti lífið til að verja rétt þinn til að segja það.“ Tilvitnunin hér að framan endurspeglar viðhorf undirritaðrar til tjáningarfrelsisins. Ég hef varið rétt óvinsælla einstaklinga til að segja óvinsæla hluti, rétt Jyllands-Posten til að birta Múhameðs-teikningarnar, rétt breska íhaldsmannsins Douglas Murray til að tala á Íslandi. Ég skrifaði einu sinni heilan pistil til varnar Sigmundi Davíð eftir að hann sagði lélegan brandara á Snapchat. Ég á mér fáar sannfæringar í lífinu – en trú mín á mikilvægi tjáningar- og prentfrelsis er ein sú sterkasta. Það er því huggulegt að fá liðsauka í baráttunni, heilan karlakór sem syngur af nýfundinni ástríðu um tjáningarfrelsið. Aðeins einn galli er á gjöf Njarðar: Íslandsbankamálið hefur ekkert með kúgun á tjáningarfrelsinu að gera. Voltaire sagði ekki: „Ég léti lífið til að verja rétt þinn til auglýsingatekna.“ Fyrirtækjum er frjálst að velja hvar þau auglýsa. Fjölmiðlum er á sama tíma frjálst að segja það sem þeim sýnist innan ramma laganna. Fólki er frjálst að gagnrýna það. Fólki er frjálst að gagnrýna fyrirtæki sem auglýsa hjá fjölmiðli sem því mislíkar: Það kallast tjáningarfrelsi. Því tjáningarfrelsi er ekki bara fjölmiðla; það er allra. Ef íslenskur fjölmiðill birti grein um „nauðgunarmenningu múslima“ og Íslandsbanki hætti að auglýsa hjá viðkomandi miðli í kjölfarið, stæði samfélagið á öndinni? Ég leyfi mér að efast um það. En ef málið snýst um konur horfir það öðruvísi við. Því eins og John Lennon orti: „Woman is the nigger of the world.“ Það var reyndar Yoko Ono sem á heiðurinn af umræddri ljóðlínu sem annar tveggja höfunda textans. Og það var heldur ekki Voltaire sem ritaði hin fleygu orð: „Ég fyrirlít það sem þú hefur að segja en ég léti lífið til að verja rétt þinn til að segja það.“ Það var kona að nafni Evelyn Beatrice Hall. En við erum öll búin að gleyma því. Því karlar eiga veröldina, orðið og auðinn og þeir syngja nú af fullri raust því þeir vilja halda áfram að eiga veröldina, orðið og auðinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Árið 2016 tilkynnti morgunkornsframleiðandinn Kellogg’s að fyrirtækið hygðist hætta að auglýsa á vefmiðlinum Breitbart. Breitbart er vinsæll fréttamiðill meðal öfgahægrimanna í Bandaríkjunum. Vefsíðan sem tengdist Donald Trump nánum böndum hafði lengi verið sökuð um kynþáttahatur, kvenfyrirlitningu og andúð á múslimum. Á miðlinum mátti lesa fyrirsagnir á borð við: „Pólitísk rétthugsun verndar nauðgunarmenningu múslima.“ Viðskiptavinum Kellogg’s misbauð að morgunkornsframleiðandinn auglýsti á Breitbart. Þeir kvörtuðu og Kellogg’s brást við með fyrrgreindum hætti. Konur, Kína, kolefnisfótspor Nýverið fór Íslandsbanki í naflaskoðun. Í kjölfarið ákvað bankinn að tileinka sér samfélagsábyrgð. „Í dag þurfa umhverfismál líkt og jafnréttismál að vera málefni sem eru rædd eins og hver önnur viðskipti inni á borði framkvæmdastjórnar,“ sagði Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka, í blaðagrein. Fyrirtækið hugðist hætta að flytja inn plastsparibauka frá Kína, hætta að prenta skýrslur á pappír og kveðja „auglýsingar hjá fjölmiðlum sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla“. Í kjölfar greinarinnar ætlaði allt um koll að keyra. Það var þó ekki kolefnisfótsporið og plastbaukarnir frá Kína sem fóru fyrir brjóstið á fólki. Heldur konurnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði hvort það væri ekki „óhugnanlegt“ þegar „banki ætlar að fara að hlutast til um það hvernig fjölmiðlar eru reknir?“. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að uppátækið kæmi sér „spánskt fyrir sjónir“. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, sagði í viðtali að Íslandsbanki ætti „að sjá sóma sinn í því að biðjast afsökunar“. Fræg er tilvitnun um tjáningarfrelsið sem gjarnan er eignuð heimspekingnum Voltaire: „Ég fyrirlít það sem þú hefur að segja en ég léti lífið til að verja rétt þinn til að segja það.“ Tilvitnunin hér að framan endurspeglar viðhorf undirritaðrar til tjáningarfrelsisins. Ég hef varið rétt óvinsælla einstaklinga til að segja óvinsæla hluti, rétt Jyllands-Posten til að birta Múhameðs-teikningarnar, rétt breska íhaldsmannsins Douglas Murray til að tala á Íslandi. Ég skrifaði einu sinni heilan pistil til varnar Sigmundi Davíð eftir að hann sagði lélegan brandara á Snapchat. Ég á mér fáar sannfæringar í lífinu – en trú mín á mikilvægi tjáningar- og prentfrelsis er ein sú sterkasta. Það er því huggulegt að fá liðsauka í baráttunni, heilan karlakór sem syngur af nýfundinni ástríðu um tjáningarfrelsið. Aðeins einn galli er á gjöf Njarðar: Íslandsbankamálið hefur ekkert með kúgun á tjáningarfrelsinu að gera. Voltaire sagði ekki: „Ég léti lífið til að verja rétt þinn til auglýsingatekna.“ Fyrirtækjum er frjálst að velja hvar þau auglýsa. Fjölmiðlum er á sama tíma frjálst að segja það sem þeim sýnist innan ramma laganna. Fólki er frjálst að gagnrýna það. Fólki er frjálst að gagnrýna fyrirtæki sem auglýsa hjá fjölmiðli sem því mislíkar: Það kallast tjáningarfrelsi. Því tjáningarfrelsi er ekki bara fjölmiðla; það er allra. Ef íslenskur fjölmiðill birti grein um „nauðgunarmenningu múslima“ og Íslandsbanki hætti að auglýsa hjá viðkomandi miðli í kjölfarið, stæði samfélagið á öndinni? Ég leyfi mér að efast um það. En ef málið snýst um konur horfir það öðruvísi við. Því eins og John Lennon orti: „Woman is the nigger of the world.“ Það var reyndar Yoko Ono sem á heiðurinn af umræddri ljóðlínu sem annar tveggja höfunda textans. Og það var heldur ekki Voltaire sem ritaði hin fleygu orð: „Ég fyrirlít það sem þú hefur að segja en ég léti lífið til að verja rétt þinn til að segja það.“ Það var kona að nafni Evelyn Beatrice Hall. En við erum öll búin að gleyma því. Því karlar eiga veröldina, orðið og auðinn og þeir syngja nú af fullri raust því þeir vilja halda áfram að eiga veröldina, orðið og auðinn.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun