Magnús Geir verður næsti Þjóðleikhússtjóri Jakob Bjarnar skrifar 1. nóvember 2019 16:52 Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri RÚV tekur við sem Þjóðleikhússtjóri. Það þýðir að heilmikill kapall hefst um það hver verður næsti útvarpsstjóri. Fréttablaðið/Stefán Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur ákveðið að skipa Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóra sem Þjóðleikhússtjóra frá og með 1. janúar 2020. Vísir greindi frá þessu á fimmta tímanum og var tilkynning í framhaldinu send frá menntamálaráðuneytinu sem staðfesti það. Sjö sóttu um stöðuna en meðal umsækjenda voru Ari Matthíasson, núverandi Þjóðleikhússtjóri, og Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri. Magnús Geir hverfur því úr stóli útvarpsstjóra í síðasta lagi um áramót og má þá gera ráð fyrir því að sú staða verði auglýst von bráðar. Það er einnig Lilja Dögg sem skipar í þá stöðu. Tveir umsagnaraðilar voru um þessa tilteknu ráðningu, fyrst fór þjóðleikhúsráð yfir umsóknir, þá sérstök valnefnd ráðuneytisins og að endingu ræddi Lilja Dögg við umsækjendur. Samkvæmt heimildum Vísis skoraði Kristín Eysteinsdóttir hátt meðal umsagnaraðila en hugsanlega hefur mál sem hún og Borgarleikhúsið tapaði gegn leikaranum Atla Rafni nú í vikunni haft áhrif á val Lilju. Sérstaka athygli vekur að Lilja gengur fram hjá Ara en hann skilar góðu búi; leikhúsinu hefur sjaldan vegnað eins vel ef litið er til reksturs og aðsóknar. Þá hefur ánægja innan húss mælst veruleg, meiri en innan annarra stofnana ríkisins. Hvort að ágreiningur hans og Birnu Hafstein formanni FÍL hafi reynst honum mótdrægur í huga ráðherra er svo eitthvað sem menn hljóta meðal annars að velta fyrir sér. Magnús hefur sent starfsmönnum hjá Ríkisútvarpinu tölvupóst þar sem hann tilkynnir breytingarnar framundan. „Stjórn RÚV á því enn eftir að útfæra hvernig endanlegum starfslokum mínum verður háttað. Ég mun miðla því til ykkar þegar það liggur fyrir,“ segir Magnús í bréfi til starfsfólks í Efstaleiti. Hvorki náðist í Lilju né Magnús Geir við vinnslu fréttarinnar. Bréf Magnúsar Geirs til starfsmanna Ríkisútvarpsins í heild:Kæru vinir, Mér bárust þau gleðitíðindi rétt í þessu að mennta- og menningarmálaráðherra hyggist skipa mig þjóðleikhússtjóra.Ég er í skýjunum með þennan mikla heiður og að vera valinn úr hópi svo margra góðra umsækjenda. Eins og ég nefndi þegar ég skýrði ykkur frá ákvörðun minni um að sækja um starf þjóðleikhússtjóra þá hefur ástríða mín fyrir leikhúsinu aldrei slokknað enda hafði ég eytt allri starfsævi minni þar áður en ég hóf störf á RÚV fyrir sex árum.Um leið er tilfinningin ögn tregablandin að kveðja RÚV og ykkur öll. Við höfum í sameiningu umbylt dagskráráherslum RÚV. Íslenskt efni hefur aukist mikið, KrakkaRÚV hefur slegið í gegn, menningarumfjöllun hefur aukist, hlustun á Rás 1 er meiri en um árabil, hlaðvörp og ýmis ný tækni hefur verið tekin í gagnið, það eru fleiri dýpri fréttaskýringar, við höfum haldið reglulega borgarafundi í beinni útsendingu til að efla lýðræðislega umræðu og fréttastofan nýtur yfirburða trausts.Það er líka gaman að sjá að þjóðin kann að meta breytingarnar. Viðhorf almennings í garð RÚV mælist nú það jákvæðasta í yfir 10 ár. Eftir fjárhagslega endurskipulagningu hefur reksturinn verið hallalaus á frá árinu 2015, skuldir eru lægri og eigið fé er hærra. Staða RÚV er sterk – sem er gott þar sem mikilvægi öflugs fjölmiðils sem starfar í almannaþágu, hefur sjaldan verið meira en nú. Þá hef ég í tíð minni hér eignast ótal góða vini. Fyrir allt þetta verð ég ævinlega þakklátur.Með bestu kveðjum, Magnús Geir. Leikhús Menning Ráðning útvarpsstjóra Vistaskipti Tengdar fréttir Öll leikhúsgögnin komin á borð Lilju sem leggst undir feld Mennta- og menningarmálaráðherra mun á næstu dögum skipa Þjóðleikhússtjóra. Þjóðleikhúsráð, Capacent og valnefnd hafa lokið störfum í málinu og skilað gögnum til ráðherra. 23. október 2019 17:00 Sjö vilja verða þjóðleikhússtjórar Ari Matthíasson sækist eftir endurráðningu. 3. júlí 2019 16:53 Umsögn Þjóðleikhúsráðs um umsækjendur liggur fyrir Sjö sóttu um stöðu þjóðleikhússtjóra, þar á meðal núverandi útvarpsstjóri, þjóðleikhússtjóri og borgarleikhússtjóri. 29. september 2019 10:21 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur ákveðið að skipa Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóra sem Þjóðleikhússtjóra frá og með 1. janúar 2020. Vísir greindi frá þessu á fimmta tímanum og var tilkynning í framhaldinu send frá menntamálaráðuneytinu sem staðfesti það. Sjö sóttu um stöðuna en meðal umsækjenda voru Ari Matthíasson, núverandi Þjóðleikhússtjóri, og Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri. Magnús Geir hverfur því úr stóli útvarpsstjóra í síðasta lagi um áramót og má þá gera ráð fyrir því að sú staða verði auglýst von bráðar. Það er einnig Lilja Dögg sem skipar í þá stöðu. Tveir umsagnaraðilar voru um þessa tilteknu ráðningu, fyrst fór þjóðleikhúsráð yfir umsóknir, þá sérstök valnefnd ráðuneytisins og að endingu ræddi Lilja Dögg við umsækjendur. Samkvæmt heimildum Vísis skoraði Kristín Eysteinsdóttir hátt meðal umsagnaraðila en hugsanlega hefur mál sem hún og Borgarleikhúsið tapaði gegn leikaranum Atla Rafni nú í vikunni haft áhrif á val Lilju. Sérstaka athygli vekur að Lilja gengur fram hjá Ara en hann skilar góðu búi; leikhúsinu hefur sjaldan vegnað eins vel ef litið er til reksturs og aðsóknar. Þá hefur ánægja innan húss mælst veruleg, meiri en innan annarra stofnana ríkisins. Hvort að ágreiningur hans og Birnu Hafstein formanni FÍL hafi reynst honum mótdrægur í huga ráðherra er svo eitthvað sem menn hljóta meðal annars að velta fyrir sér. Magnús hefur sent starfsmönnum hjá Ríkisútvarpinu tölvupóst þar sem hann tilkynnir breytingarnar framundan. „Stjórn RÚV á því enn eftir að útfæra hvernig endanlegum starfslokum mínum verður háttað. Ég mun miðla því til ykkar þegar það liggur fyrir,“ segir Magnús í bréfi til starfsfólks í Efstaleiti. Hvorki náðist í Lilju né Magnús Geir við vinnslu fréttarinnar. Bréf Magnúsar Geirs til starfsmanna Ríkisútvarpsins í heild:Kæru vinir, Mér bárust þau gleðitíðindi rétt í þessu að mennta- og menningarmálaráðherra hyggist skipa mig þjóðleikhússtjóra.Ég er í skýjunum með þennan mikla heiður og að vera valinn úr hópi svo margra góðra umsækjenda. Eins og ég nefndi þegar ég skýrði ykkur frá ákvörðun minni um að sækja um starf þjóðleikhússtjóra þá hefur ástríða mín fyrir leikhúsinu aldrei slokknað enda hafði ég eytt allri starfsævi minni þar áður en ég hóf störf á RÚV fyrir sex árum.Um leið er tilfinningin ögn tregablandin að kveðja RÚV og ykkur öll. Við höfum í sameiningu umbylt dagskráráherslum RÚV. Íslenskt efni hefur aukist mikið, KrakkaRÚV hefur slegið í gegn, menningarumfjöllun hefur aukist, hlustun á Rás 1 er meiri en um árabil, hlaðvörp og ýmis ný tækni hefur verið tekin í gagnið, það eru fleiri dýpri fréttaskýringar, við höfum haldið reglulega borgarafundi í beinni útsendingu til að efla lýðræðislega umræðu og fréttastofan nýtur yfirburða trausts.Það er líka gaman að sjá að þjóðin kann að meta breytingarnar. Viðhorf almennings í garð RÚV mælist nú það jákvæðasta í yfir 10 ár. Eftir fjárhagslega endurskipulagningu hefur reksturinn verið hallalaus á frá árinu 2015, skuldir eru lægri og eigið fé er hærra. Staða RÚV er sterk – sem er gott þar sem mikilvægi öflugs fjölmiðils sem starfar í almannaþágu, hefur sjaldan verið meira en nú. Þá hef ég í tíð minni hér eignast ótal góða vini. Fyrir allt þetta verð ég ævinlega þakklátur.Með bestu kveðjum, Magnús Geir.
Leikhús Menning Ráðning útvarpsstjóra Vistaskipti Tengdar fréttir Öll leikhúsgögnin komin á borð Lilju sem leggst undir feld Mennta- og menningarmálaráðherra mun á næstu dögum skipa Þjóðleikhússtjóra. Þjóðleikhúsráð, Capacent og valnefnd hafa lokið störfum í málinu og skilað gögnum til ráðherra. 23. október 2019 17:00 Sjö vilja verða þjóðleikhússtjórar Ari Matthíasson sækist eftir endurráðningu. 3. júlí 2019 16:53 Umsögn Þjóðleikhúsráðs um umsækjendur liggur fyrir Sjö sóttu um stöðu þjóðleikhússtjóra, þar á meðal núverandi útvarpsstjóri, þjóðleikhússtjóri og borgarleikhússtjóri. 29. september 2019 10:21 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Sjá meira
Öll leikhúsgögnin komin á borð Lilju sem leggst undir feld Mennta- og menningarmálaráðherra mun á næstu dögum skipa Þjóðleikhússtjóra. Þjóðleikhúsráð, Capacent og valnefnd hafa lokið störfum í málinu og skilað gögnum til ráðherra. 23. október 2019 17:00
Umsögn Þjóðleikhúsráðs um umsækjendur liggur fyrir Sjö sóttu um stöðu þjóðleikhússtjóra, þar á meðal núverandi útvarpsstjóri, þjóðleikhússtjóri og borgarleikhússtjóri. 29. september 2019 10:21