Sigurganga Leicester heldur áfram

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leicester-menn eru á fljúgandi siglingu.
Leicester-menn eru á fljúgandi siglingu. vísir/getty
Leicester City vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið sótti Crystal Palace heim í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur 0-2, Leicester í vil.

Með sigrinum endurheimti Leicester 3. sæti deildarinnar. Liðið er með 23 stig eftir ellefu umferðir.

Staðan var markalaus í hálfleik en á 57. mínútu kom Çaglar Söyüncü Refunum yfir. Hann skallaði þá hornspyrnu James Maddison í netið.

Tveimur mínútum fyrir leikslok gulltryggði Jamie Vardy sigur Leicester þegar hann rak smiðshöggið á frábæra sókn gestanna. Vardy er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni með tíu mörk.

Leicester hefði getað bætt þriðja markinu við í uppbótartíma en Ben Chilwell skaut í stöng.

Palace, sem er án sigurs í síðustu þremur leikjum, er í 9. sæti deildarinnar með 15 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira