Svanirnir á toppinn eftir dramatískan sigur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Surridge var hetja Swansea.
Surridge var hetja Swansea. vísir/getty
Swansea City komst á topp ensku B-deildarinnar með dramatískum sigri á Wigan Athletic í fyrsta leik dagsins. Sam Surridge skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.

Swansea er með 28 stig, einu stigi meira en West Brom sem mætir Stoke City á mánudaginn.

Wigan er í 18. sæti deildarinnar með 15 stig.

Swansea komst yfir með marki Nathans Dyer á 12. mínútu. Níu mínútum síðar jafnaði Kieffer Moore fyrir Wigan úr vítaspyrnu.

Sigurmarkið kom svo ekki fyrr en þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Surridge skallaði boltann þá inn eftir fyrirgjöf Connors Roberts.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira