Enski boltinn

Mark Gylfa kemur til greina sem mark mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu á móti West Ham.
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu á móti West Ham. Getty/ Jan Kruger
Gylfi Þór Sigurðsson er kannski bara búinn að skora eitt mark í fyrstu tíu umferðum ensku úrvalsdeildarinnar en það var ekkert smá mark.

Gylfi kom inn á sem varamaður á móti West Ham 19. október síðastliðinn og var ekki lengi að koma sér í færi.

Gylfi innsiglaði sigur Everton í leiknum með stórkostlegu marki í uppbótatíma leiksins.

Gylfi fékk boltann fyrir utan teig frá Brasilíumanninum Richarlison, snéri af sér varnarmann og skoraði með frábæru langskoti.

Það þarf ekki að koma mikið á óvart að Sky Sports tilnefni þetta mark Gylfa sem eitt af flottustu mörkum októbermánaðar eins og sjá má hér fyrir neðan.





Mark Gylfa á móti West Ham var líka tímamótamark hjá íslenska landsliðsmanninum. Hann varð með því fyrstur Íslendinga til að skora 60 mörk í ensku úrvalsdeildinni. Mörk þessara marka Gylfa hafa líka verið af glæsilegri gerðinni og komið eftir frábær langskot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×