Manchester United sagt hafa áhuga á 95 milljóna punda Argentínumanni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2019 09:30 Lautaro Martinez. Getty/Giuseppe Maffia Spænskir fjölmiðlar skrifa í dag um áhuga enska félagsins Manchester United á framherja Internazionale og það eru að sjálfsögðu ekki þessir tveir sem fóru þangað frá Old Trafford í haust. Spænska blaðið Mundo Deportivo skrifar um það í dag að Manchester United sá að skoða það alvarlega að kaupa hinn 22 ára gamla Lautaro Martinez strax í janúarglugganum.United 'interested' in Lautaro Martinez #mufchttps://t.co/aytrEg0CBhpic.twitter.com/cs7RwtWO1S — Man United News (@ManUtdMEN) November 1, 2019 Lautaro Martinez verður ekki ódýr því í sömu frétt er talið að United þurfi að greiða fyrir hann 95 milljónir punda eða meira en fimmtán milljarða íslenskra króna. Lautaro Martinez fékk stórt hlutverk hjá liði Internazionale eftir að Antonio Conte tók við liðinu. Lautaro Martinez er þegar kominn með sjö mörk í 13 leikjum í öllum keppnum þar af 2 mörk í 3 leikjum Inter í Meistaradeildinni. Hann skoraði bara sex mörk allt tímabilið í fyrra þegar Inter var undir stjórn Luciano Spalletti. Manchester United þarf að finna sér nýjan framherja og Lautaro Martinez er einn af þeim sem koma sterklega til greina.Barcelona will apparently offer Ivan Rakitic and Arturo Vidal in a deal for Lautaro Martinez, according to Mundo Deportivo pic.twitter.com/HpI0YaoP5c — Sport360° (@Sport360) October 29, 2019 Barcelona hefur einnig áhuga og það gæti hækkað verðmiðað enn meira. Internazionale mun í það minnsta fá mörgum sinnum meira en þær 22,5 milljónir punda sem liðið borgar argentínska félaginu Racing Club fyrir Lautaro Martinez í júlí 2018. Sambandið milli Manchester United og Internazionale ætti að vera ágætt eftir viðræðurnar í haust sem enduðu með því að bæði Romelu Lukaku og Alexis Sanchez fóru til Inter. Inter keypti Romelu Lukaku en fékk Alexis Sanchez á láni.Lautaro Martinez in his last 4 apps for Inter: Vs Barcelona Vs Juventus Vs Sassuolo Vs Borussia Dortmund Argentinian nightmare pic.twitter.com/bHA4mlMBdt — Italian Football TV (@IFTVofficial) October 23, 2019 Ole Gunnar Solskjær hefur verið hvattur til að kaupa fimm til sex leikmenn í janúarglugganum og það eru næstum því allir fótboltaspekingar á því að liðið þurfti að styrkja sig mjög mikið. Manchester United keypti unga framtíðarmenn í sumar og þeir hafa komið vel inn í liðið. Solskjær er að setja saman lið sem getur spilað lengi saman og hinn 22 ára gamli Lautaro Martinez ætti að passa vel inn í það mót. Lautaro Martinez er fæddur í ágúst 1997 en sem dæmi er Marcus Rashford fæddur í október sama ár og þeir Aaron Wan-Bissaka og Daniel James eru báðir fæddir í nóvember 1997. Scott McTominay er síðan fæddur í desember 1996. Enski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira
Spænskir fjölmiðlar skrifa í dag um áhuga enska félagsins Manchester United á framherja Internazionale og það eru að sjálfsögðu ekki þessir tveir sem fóru þangað frá Old Trafford í haust. Spænska blaðið Mundo Deportivo skrifar um það í dag að Manchester United sá að skoða það alvarlega að kaupa hinn 22 ára gamla Lautaro Martinez strax í janúarglugganum.United 'interested' in Lautaro Martinez #mufchttps://t.co/aytrEg0CBhpic.twitter.com/cs7RwtWO1S — Man United News (@ManUtdMEN) November 1, 2019 Lautaro Martinez verður ekki ódýr því í sömu frétt er talið að United þurfi að greiða fyrir hann 95 milljónir punda eða meira en fimmtán milljarða íslenskra króna. Lautaro Martinez fékk stórt hlutverk hjá liði Internazionale eftir að Antonio Conte tók við liðinu. Lautaro Martinez er þegar kominn með sjö mörk í 13 leikjum í öllum keppnum þar af 2 mörk í 3 leikjum Inter í Meistaradeildinni. Hann skoraði bara sex mörk allt tímabilið í fyrra þegar Inter var undir stjórn Luciano Spalletti. Manchester United þarf að finna sér nýjan framherja og Lautaro Martinez er einn af þeim sem koma sterklega til greina.Barcelona will apparently offer Ivan Rakitic and Arturo Vidal in a deal for Lautaro Martinez, according to Mundo Deportivo pic.twitter.com/HpI0YaoP5c — Sport360° (@Sport360) October 29, 2019 Barcelona hefur einnig áhuga og það gæti hækkað verðmiðað enn meira. Internazionale mun í það minnsta fá mörgum sinnum meira en þær 22,5 milljónir punda sem liðið borgar argentínska félaginu Racing Club fyrir Lautaro Martinez í júlí 2018. Sambandið milli Manchester United og Internazionale ætti að vera ágætt eftir viðræðurnar í haust sem enduðu með því að bæði Romelu Lukaku og Alexis Sanchez fóru til Inter. Inter keypti Romelu Lukaku en fékk Alexis Sanchez á láni.Lautaro Martinez in his last 4 apps for Inter: Vs Barcelona Vs Juventus Vs Sassuolo Vs Borussia Dortmund Argentinian nightmare pic.twitter.com/bHA4mlMBdt — Italian Football TV (@IFTVofficial) October 23, 2019 Ole Gunnar Solskjær hefur verið hvattur til að kaupa fimm til sex leikmenn í janúarglugganum og það eru næstum því allir fótboltaspekingar á því að liðið þurfti að styrkja sig mjög mikið. Manchester United keypti unga framtíðarmenn í sumar og þeir hafa komið vel inn í liðið. Solskjær er að setja saman lið sem getur spilað lengi saman og hinn 22 ára gamli Lautaro Martinez ætti að passa vel inn í það mót. Lautaro Martinez er fæddur í ágúst 1997 en sem dæmi er Marcus Rashford fæddur í október sama ár og þeir Aaron Wan-Bissaka og Daniel James eru báðir fæddir í nóvember 1997. Scott McTominay er síðan fæddur í desember 1996.
Enski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira