Erlent

Frakkar greiða mestu skattana

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Frakkar eru skattakóngar á undan Belgum.
Frakkar eru skattakóngar á undan Belgum. Nordicphotos/Getty
Frakkar greiða hæstu skatta í Evrópu samkvæmt Eurostat, tölfræðistofnun Evrópu, þegar mælt er hlutfall af landsframleiðslu. Frakkar hafa haldið efsta sæti á listanum síðan árið 2015 og er hlutfallið nú 48,4 prósent. Ekki langt á eftir koma Belgar og Svíar.

Ísland er aðeins í 17. sæti Evrópusambandsins og EES-landa með 36,9 prósent af landsframleiðslu og Noregur, sem hefur orð á sér fyrir að vera mikið skattaland, er í 11. sæti. Bæði löndin eru undir Evrópumeðaltalinu, 40,3 prósentum.

Írar eru með áberandi lægsta hlutfallið á listanum, 23 prósent. Þrjú önnur lönd eru undir 30 prósentunum, Rúmenía, Búlgaría og Sviss.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×