„Leikstíll þýska landsliðsins er meira í anda Liverpool“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. nóvember 2019 14:30 Joachim Löw tekur í spaðann á Timo Werner. vísir/getty Árið 2018 var skelfilegt fyrir þýska karlalandsliðið í fótbolta. Þjóðverjar, sem voru þá heimsmeistarar, lentu í neðsta sæti síns riðils á HM í Rússlandi og komust þ.a.l. ekki í útsláttarkeppnina. Ekki tók betra við í A-deild Þjóðadeildarinnar þar sem Þýskaland endaði í neðsta sæti síns riðils og féll niður í B-deildina. Í ár hefur hins vegar gengið öllu betur og Þjóðverjar tryggðu sér sæti á EM 2020 með 4-0 sigri á Hvít-Rússum í Mönchengladbach á laugardaginn. Raphael Honigstein, þýskum blaðamanni og höfundi ævisögu Jürgens Klopp, segir að Joachim Löw, landsliðsþjálfara Þýskalands, hafi tekið að snúa gengi Þjóðverja við á þessu ári. „Þeir lærðu af þessu. Leikstíllinn hefur breyst. Þjóðverjar eru aðeins beinskeyttari, treysta meira á skyndisóknir og leikstíllinn er meira í anda Liverpool,“ sagði Honigstein í samtali við Vísi. Hann segir að áður en Leroy Sané meiddist hafi Löw spilað með þrjá snögga framherja. „Þeir voru með þrjá topp framherja þegar Sané var heill. Með honum voru [Timo] Werner og [Serge] Gnabry og þeir skiptu ört um stöður,“ sagði Honigstein. Hann segir að Þjóðverjar séu í vandræðum vegna meiðsla varnarmanna. „Við erum ekki með marga miðverði. Sá besti, Nicklas Süle, er meiddur og líka sá næstbesti, Antonio Rüdiger. Svo er sá þriðji besti, Mats Hummels, ekki valinn. Við erum í smá vandræðum í miðri vörninni,“ sagði Honigstein sem hefur trú á því að Þjóðverjar geti gert góða hluti á EM næsta sumar. „Löw lærði sína lexíu á HM og við verðum sterkir á EM.“ Þýskaland tekur á móti Norður-Írlandi í lokaleik sínum í undankeppni EM 2020 í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.Klippa: Raphael Honigstein um þýska landsliðið EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Holland aftur á stórmót Holland, Þýskaland, Króatía og Austurríki tryggðu sér sæti á EM 2020 í kvöld. 16. nóvember 2019 21:30 Í beinni í dag: Þýskaland og úrslitaleikur í Wales Tveir leikir í beinni á sportrásum Stöðvar 2 í kvöld. 19. nóvember 2019 06:00 „Liverpool er enn á uppleið og á eftir að ná toppnum undir stjórn Klopps“ Höfundur ævisögu Jürgens Klopp segir Liverpool enn á uppleið undir stjórn Þjóðverjans. 14. nóvember 2019 13:58 Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Fleiri fréttir Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Sjá meira
Árið 2018 var skelfilegt fyrir þýska karlalandsliðið í fótbolta. Þjóðverjar, sem voru þá heimsmeistarar, lentu í neðsta sæti síns riðils á HM í Rússlandi og komust þ.a.l. ekki í útsláttarkeppnina. Ekki tók betra við í A-deild Þjóðadeildarinnar þar sem Þýskaland endaði í neðsta sæti síns riðils og féll niður í B-deildina. Í ár hefur hins vegar gengið öllu betur og Þjóðverjar tryggðu sér sæti á EM 2020 með 4-0 sigri á Hvít-Rússum í Mönchengladbach á laugardaginn. Raphael Honigstein, þýskum blaðamanni og höfundi ævisögu Jürgens Klopp, segir að Joachim Löw, landsliðsþjálfara Þýskalands, hafi tekið að snúa gengi Þjóðverja við á þessu ári. „Þeir lærðu af þessu. Leikstíllinn hefur breyst. Þjóðverjar eru aðeins beinskeyttari, treysta meira á skyndisóknir og leikstíllinn er meira í anda Liverpool,“ sagði Honigstein í samtali við Vísi. Hann segir að áður en Leroy Sané meiddist hafi Löw spilað með þrjá snögga framherja. „Þeir voru með þrjá topp framherja þegar Sané var heill. Með honum voru [Timo] Werner og [Serge] Gnabry og þeir skiptu ört um stöður,“ sagði Honigstein. Hann segir að Þjóðverjar séu í vandræðum vegna meiðsla varnarmanna. „Við erum ekki með marga miðverði. Sá besti, Nicklas Süle, er meiddur og líka sá næstbesti, Antonio Rüdiger. Svo er sá þriðji besti, Mats Hummels, ekki valinn. Við erum í smá vandræðum í miðri vörninni,“ sagði Honigstein sem hefur trú á því að Þjóðverjar geti gert góða hluti á EM næsta sumar. „Löw lærði sína lexíu á HM og við verðum sterkir á EM.“ Þýskaland tekur á móti Norður-Írlandi í lokaleik sínum í undankeppni EM 2020 í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.Klippa: Raphael Honigstein um þýska landsliðið
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Holland aftur á stórmót Holland, Þýskaland, Króatía og Austurríki tryggðu sér sæti á EM 2020 í kvöld. 16. nóvember 2019 21:30 Í beinni í dag: Þýskaland og úrslitaleikur í Wales Tveir leikir í beinni á sportrásum Stöðvar 2 í kvöld. 19. nóvember 2019 06:00 „Liverpool er enn á uppleið og á eftir að ná toppnum undir stjórn Klopps“ Höfundur ævisögu Jürgens Klopp segir Liverpool enn á uppleið undir stjórn Þjóðverjans. 14. nóvember 2019 13:58 Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Fleiri fréttir Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Sjá meira
Holland aftur á stórmót Holland, Þýskaland, Króatía og Austurríki tryggðu sér sæti á EM 2020 í kvöld. 16. nóvember 2019 21:30
Í beinni í dag: Þýskaland og úrslitaleikur í Wales Tveir leikir í beinni á sportrásum Stöðvar 2 í kvöld. 19. nóvember 2019 06:00
„Liverpool er enn á uppleið og á eftir að ná toppnum undir stjórn Klopps“ Höfundur ævisögu Jürgens Klopp segir Liverpool enn á uppleið undir stjórn Þjóðverjans. 14. nóvember 2019 13:58