Þegar það eina sem mig dreymdi um var að sitja í rólegheitum og slaka á Kristbjörg Ólafsdóttir skrifar 11. desember 2019 08:00 It's the most wonderfull time of the year hefur verið sungið margoft, og jú ég er alveg sammála, desember er alveg dásamlegur og jólin eru algjörlega mín uppáhalds hátíð. En þetta er líka sá tími ársins sem margar af okkur standa á haus (stundum bókstaflega ef ykkur vantar hugmynd fyrir samverudagatalið) svo að allt verði klárt kl. 6 á aðfangadag. Ekki hafa áhyggjur, þetta er ekki enn ein greinum um „jólin koma þó að það sé ekki búið að bóna gólfin“ heldur datt mér í hug að segja ykkur frá því þegar ég ætlaði að eiga rólega stund með sjálfri mér en það fór ekki alveg þannig. Okey, ég var sem sagt að reyna að koma ofurjólaspenntu börnunum mínum í skólann og það helst án þess að missa af strætó. Pabbi þeirra var farinn í vinnuna þannig að þetta voru þau tvö og ég ein, pínu ójafn leikur. „Þetta er allt í lagi Kristbjörg, komdu þeim bara í úlpurnar, þú getur sest niður þegar þú ert komin á stoppustöðina.“ „Vettlingar finnast ekki? Anda rólega, strætóferðin verður yndisleg.“ „Sonurinn vill vera með húfu systur sinnar? Semdu við hann og bjóddu honum buff í staðinn. Það verður enginn sem truflar þig í strætó “. Þetta voru þær hugsanir sem flugu í gegn hjá mér á meðan ég horfði á klukkuna þjóta áfram (strætó bíður nefnilega ekki eftir neinum). Jæja, nestið var komið í töskur, húfur og vettlingar á sínum stað, útihurðinni lokað og ég gjörsamlega sá fyrir mér hinn dásamlega stætó, það hefði ekki komið mér á óvart þó að ég hefði heyrt í englakór. Það eina sem mig dreymdi um var að sitja í friði í þessar 20 mínútur sem það tekur fyrir mig að komast í vinnuna. Strætó kom, ég settist inn og aaahhhhh. Venjulega er vagninn sem ég tek troðinn af framhaldsskólanemum en núna var hann tómur, allir komnir í jólafrí og í útvarpinu var yndisleg jólatónlist. Himneskt. En þegar vagninn kom á næstu stoppustöð þá kom inn heill leikskóli af börnum með kennurum. Sem sagt rólega ferðin mín í vinnuna breyttist í „nei, þú mátt ekki sitja þarna, þú verður að sitja þar sem ég sé þig.“ „Ef þú tekur húfuna af þér getur þú týnt henni og þér verður kalt.“ „Allir að sitja í sætunum sínum, þið getið dottið ef þið eruð að labba um.“ „Eigum við að syngja saman?“ Og með það flúði rólegheitahugmyndin mín út um gluggann.It's the most wonderful time of the yearWith the kids jingle bellingAnd everyone telling you be of good cheer Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Kristbjörg Ólafsdóttir Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
It's the most wonderfull time of the year hefur verið sungið margoft, og jú ég er alveg sammála, desember er alveg dásamlegur og jólin eru algjörlega mín uppáhalds hátíð. En þetta er líka sá tími ársins sem margar af okkur standa á haus (stundum bókstaflega ef ykkur vantar hugmynd fyrir samverudagatalið) svo að allt verði klárt kl. 6 á aðfangadag. Ekki hafa áhyggjur, þetta er ekki enn ein greinum um „jólin koma þó að það sé ekki búið að bóna gólfin“ heldur datt mér í hug að segja ykkur frá því þegar ég ætlaði að eiga rólega stund með sjálfri mér en það fór ekki alveg þannig. Okey, ég var sem sagt að reyna að koma ofurjólaspenntu börnunum mínum í skólann og það helst án þess að missa af strætó. Pabbi þeirra var farinn í vinnuna þannig að þetta voru þau tvö og ég ein, pínu ójafn leikur. „Þetta er allt í lagi Kristbjörg, komdu þeim bara í úlpurnar, þú getur sest niður þegar þú ert komin á stoppustöðina.“ „Vettlingar finnast ekki? Anda rólega, strætóferðin verður yndisleg.“ „Sonurinn vill vera með húfu systur sinnar? Semdu við hann og bjóddu honum buff í staðinn. Það verður enginn sem truflar þig í strætó “. Þetta voru þær hugsanir sem flugu í gegn hjá mér á meðan ég horfði á klukkuna þjóta áfram (strætó bíður nefnilega ekki eftir neinum). Jæja, nestið var komið í töskur, húfur og vettlingar á sínum stað, útihurðinni lokað og ég gjörsamlega sá fyrir mér hinn dásamlega stætó, það hefði ekki komið mér á óvart þó að ég hefði heyrt í englakór. Það eina sem mig dreymdi um var að sitja í friði í þessar 20 mínútur sem það tekur fyrir mig að komast í vinnuna. Strætó kom, ég settist inn og aaahhhhh. Venjulega er vagninn sem ég tek troðinn af framhaldsskólanemum en núna var hann tómur, allir komnir í jólafrí og í útvarpinu var yndisleg jólatónlist. Himneskt. En þegar vagninn kom á næstu stoppustöð þá kom inn heill leikskóli af börnum með kennurum. Sem sagt rólega ferðin mín í vinnuna breyttist í „nei, þú mátt ekki sitja þarna, þú verður að sitja þar sem ég sé þig.“ „Ef þú tekur húfuna af þér getur þú týnt henni og þér verður kalt.“ „Allir að sitja í sætunum sínum, þið getið dottið ef þið eruð að labba um.“ „Eigum við að syngja saman?“ Og með það flúði rólegheitahugmyndin mín út um gluggann.It's the most wonderful time of the yearWith the kids jingle bellingAnd everyone telling you be of good cheer
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar