Krefst sex til átta ára fangelsisdóms yfir Alvari og Einari Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. nóvember 2019 11:29 Alvar Óskarsson og Einar Jökull eru meðal þriggja sem ákærðir eru fyrir amfetamínframleiðsluna. Vísir/Vilhelm Saksóknari í umfangsmiklu amfetamínsmáli krefst sex til átta ára fangelsis yfir Alvari Óskarssyni, Einari Jökli Einarssyni og Margeiri Pétri Jóhannssyni sem sæta ákæru fyrir amfetamínsframleiðslu í sumarbústaði í Borgarfirði. Málflutningur í málinu fór fram í morgun. Þeir Alvar og Einar Jökull fengu þunga dóma í Pólstjörnumálinu árið 2008. Einar Jökull var dæmdur í níu og hálfs árs fangelsi en Alvar sjö ára fangeli. Margeir Pétur á ekki að baki sakaferil.RÚV hefur eftir Dagmar Ösp Vésteinsdóttur, saksóknara í málinu, að þremenningarnir ættu sér engar málsbætur. Brot þeirra væru alvarleg, þaulskipulögð og ávinningurinn af þeim hefði orðið mjög mikill hefðu þremenningarnir komið efnununm í verð. Framleiðslan var stöðvuð í aðgerð lögreglu 7. júní í sumar. Sama dag var umfangsmikil kannabisframleiðsla stöðvuð í Þykkvabæ. Lögreglan hafði haft málið til rannsóknar í tæpt hálft ár eftir að grunur vaknaði um að Alvar Óskarsson, einn hinna ákærðu, stæði að umfangsmikilli fíkniefnaframleiðslu. Þrír til viðbótar hafa þegar játað aðild sína að kannabisframleiðslunni í Þykkvabæ og hlotið skilorðsbundna dóma fyrir. Fjórði maður steig fram skömmu áður en málið fór fyrir dómstóla og tók á sig alla sök í málinu. Dagmar Ösp segir framburð þess manns mjög ósannfærandi og bæri þess merki að hann vissi lítið en hefði séð myndir af sumarbústaðnum þar sem framleiðslan fór fram. Maðurinn er góður félagi Alvars og Einars Jökuls. Þykir innkoma hans á þessu stigi málsins minna á mál tengdu Franklín Steiner árið 1997. Þá tók vinur Franklíns á sig sök en hlaut á endanum sjálfur dóm fyrir. Reikna má með því að dómur verði kveðinn upp í málinu fyrir jól. Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Dómsmál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Saksóknari í umfangsmiklu amfetamínsmáli krefst sex til átta ára fangelsis yfir Alvari Óskarssyni, Einari Jökli Einarssyni og Margeiri Pétri Jóhannssyni sem sæta ákæru fyrir amfetamínsframleiðslu í sumarbústaði í Borgarfirði. Málflutningur í málinu fór fram í morgun. Þeir Alvar og Einar Jökull fengu þunga dóma í Pólstjörnumálinu árið 2008. Einar Jökull var dæmdur í níu og hálfs árs fangelsi en Alvar sjö ára fangeli. Margeir Pétur á ekki að baki sakaferil.RÚV hefur eftir Dagmar Ösp Vésteinsdóttur, saksóknara í málinu, að þremenningarnir ættu sér engar málsbætur. Brot þeirra væru alvarleg, þaulskipulögð og ávinningurinn af þeim hefði orðið mjög mikill hefðu þremenningarnir komið efnununm í verð. Framleiðslan var stöðvuð í aðgerð lögreglu 7. júní í sumar. Sama dag var umfangsmikil kannabisframleiðsla stöðvuð í Þykkvabæ. Lögreglan hafði haft málið til rannsóknar í tæpt hálft ár eftir að grunur vaknaði um að Alvar Óskarsson, einn hinna ákærðu, stæði að umfangsmikilli fíkniefnaframleiðslu. Þrír til viðbótar hafa þegar játað aðild sína að kannabisframleiðslunni í Þykkvabæ og hlotið skilorðsbundna dóma fyrir. Fjórði maður steig fram skömmu áður en málið fór fyrir dómstóla og tók á sig alla sök í málinu. Dagmar Ösp segir framburð þess manns mjög ósannfærandi og bæri þess merki að hann vissi lítið en hefði séð myndir af sumarbústaðnum þar sem framleiðslan fór fram. Maðurinn er góður félagi Alvars og Einars Jökuls. Þykir innkoma hans á þessu stigi málsins minna á mál tengdu Franklín Steiner árið 1997. Þá tók vinur Franklíns á sig sök en hlaut á endanum sjálfur dóm fyrir. Reikna má með því að dómur verði kveðinn upp í málinu fyrir jól.
Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Dómsmál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira