Enski boltinn

Rafa Benitez að snúa aftur í enska boltann?

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Endurkoma til Englands í kortunum.
Endurkoma til Englands í kortunum. vísir/getty
Spænski knattspyrnustjórinn Rafa Benitez gæti verið að undirbúa enn eina endurkomuna í ensku úrvalsdeildina en enskir fjölmiðlar greina frá því í dag að forráðamenn West Ham hafi sett sig í samband við Benitez.

Hinn 59 ára gamli Benitez hefur þjálfað Liverpool, Chelsea og Newcastle United í enska boltanum en hann yfirgaf Newcastle síðastliðið sumar, stuðningsmönnum félagsins til mikilla vonbrigða.

Benitez skellti sér í kjölfarið til Kína þar sem hann er nú starfandi þjálfari Dalian Yifang en þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni þar í landi og er talið ólíklegt að Benitez hafi áhuga á að halda áfram í Kína.

Talið er að forráðamenn West Ham séu farnir að horfa í kringum sig í þjálfaramálum en Lundúnarliðið hefur ekki byrjað tímabilið vel undir stjórn Manuel Pellegrini og situr í 16.sæti deildarinnar, fimm stigum frá fallsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×