Þjóðin á með réttu auðlindir sjávar! Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar 19. nóvember 2019 12:30 Það sem kallað er í daglegu tali stjórn fiskveiða eru tillögur Hafrannsóknarstofnunar um það magn sem veiða má hvert ár úr hverri tegund fyrir sig. Það fyrirkomulag er til fyrirmyndar og þekkt um allan heim eins og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir réttilega. Samfélagið á veiðiheimildirnar með réttu, en þær voru af einhverjum undarlegum ástæðum, gefnar til útgerða 1984 á grundvelli tiltekinnar veiðireynslu 3 árin á undan. Útgerðir fengu svo heimild til að framselja / versla með óveiddan fisk 1990. Arður af sjávarauðlindum okkar hefur síðan runnið til útgerðaraðila og eru allmörg þeirra orðið stóreignafólk. Þær stóreignir eru í raun sá arður sem á með réttu að renna til samfélagsins til grunnþjónustu við okkur öll. Núverandi fyrirkomulag er meingallað og fársjúkt. Það eru ekki allir sem höndla slíka auðsöfnun, sem getur leitt til þvílíkrar græðgi að öll mörk og siðferði fjúka út í veður og vind. Samherjamálið er risastórt og sláandi dæmi um það, hvert taumlaus auðhyggja getur leitt. Við erum þessa dagana að lesa um svik og pretti, mútur og lygar sem beytt hefur verið gagnvart fátækri þjóð í Namibíu. Skattaundanskot og peningaþvætti af þeirri stærðargráðu að starfsmenn DNB bankans í Noregi hefur ekki mætt öðru eins um áratugaskeið. Reikningar Samherja eru hinum ýmsu löndum, undir ýmsum nöfnum til að fela og flækja streymi peninganna. Grein nr. 34 Náttúruaulindir í Nýju stjórnarskránni hljóðar svo:Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja. Til auðlinda í þjóðareign teljast náttúrugæði, svo sem nytjastofnar, aðrar auðlindir hafs og hafsbotns innan íslenskrar lögsögu og uppsprettur vatns- og virkjunarréttinda, jarðhita- og námaréttinda. Með lögum má kveða á um þjóðareign á auðlindum undir tiltekinni dýpt frá yfirborði jarðar. Við nýtingu auðlindanna skal hafa sjálfbæra þróun og almannahag að leiðarljósi. Stjórnvöld bera, ásamt þeim sem nýta auðlindirnar, ábyrgð á vernd þeirra. Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum. Afar brýnt er að lögfesta grein nr 34 Náttúruauðlindir í Nýju stjórnarskránni sem allra allra fyrst. Með þeirri lögfestingu verður fyrirkomulag fiskveiða við Ísland og vinnsla afla í landi, leyst úr þeirri einokun sem er í dag. Með aðskilnaði veiða og vinnslu yrðu þau vandamál úr sögunni, að geðþótti útgerðaraðlia réði því hvort fiskur væri unnin á þessum stað eða hinum. Laun til sjómanna mundu hækka þar sem fiskverð á markaði er undantekningarlítið hærra en til vinnslu í eigu útgerðaraðila. Með leigutekjum af auðlindum sjávar aukast þeir fjármunir verulega, sem varið verður til uppbyggingar á innviðum samfélagsins. Auðvitað munu útgerðaraðilar gera allt sem í þeirra valdi stendur, til að verja þær veiðiheimildir sem þeim hafa verið gefnar. Píratar og Samfylking lögðu nýlega fram á Alþingi, frumvarp þess efnis að lögfesta Nýju Stjórnarskrána. Skora hér með á þingmenn að samþykkja það frumvarp sem fyrst og í síðasta lagi á vorþingi. Það er löngu kominn tími til að leysa gömlu dönsku stjórnarskána af hólmi, sem er að stofni til frá þeim tíma þegar einveldi konungs var enn í gildi í Danaveldi og var fullgilt hér til bráðabirgða sem Stjórnarskrá Íslands við lýðveldisstofnun 1944 eða fyrir 75 árum.Höfundur er #ammapírati. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Það sem kallað er í daglegu tali stjórn fiskveiða eru tillögur Hafrannsóknarstofnunar um það magn sem veiða má hvert ár úr hverri tegund fyrir sig. Það fyrirkomulag er til fyrirmyndar og þekkt um allan heim eins og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir réttilega. Samfélagið á veiðiheimildirnar með réttu, en þær voru af einhverjum undarlegum ástæðum, gefnar til útgerða 1984 á grundvelli tiltekinnar veiðireynslu 3 árin á undan. Útgerðir fengu svo heimild til að framselja / versla með óveiddan fisk 1990. Arður af sjávarauðlindum okkar hefur síðan runnið til útgerðaraðila og eru allmörg þeirra orðið stóreignafólk. Þær stóreignir eru í raun sá arður sem á með réttu að renna til samfélagsins til grunnþjónustu við okkur öll. Núverandi fyrirkomulag er meingallað og fársjúkt. Það eru ekki allir sem höndla slíka auðsöfnun, sem getur leitt til þvílíkrar græðgi að öll mörk og siðferði fjúka út í veður og vind. Samherjamálið er risastórt og sláandi dæmi um það, hvert taumlaus auðhyggja getur leitt. Við erum þessa dagana að lesa um svik og pretti, mútur og lygar sem beytt hefur verið gagnvart fátækri þjóð í Namibíu. Skattaundanskot og peningaþvætti af þeirri stærðargráðu að starfsmenn DNB bankans í Noregi hefur ekki mætt öðru eins um áratugaskeið. Reikningar Samherja eru hinum ýmsu löndum, undir ýmsum nöfnum til að fela og flækja streymi peninganna. Grein nr. 34 Náttúruaulindir í Nýju stjórnarskránni hljóðar svo:Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja. Til auðlinda í þjóðareign teljast náttúrugæði, svo sem nytjastofnar, aðrar auðlindir hafs og hafsbotns innan íslenskrar lögsögu og uppsprettur vatns- og virkjunarréttinda, jarðhita- og námaréttinda. Með lögum má kveða á um þjóðareign á auðlindum undir tiltekinni dýpt frá yfirborði jarðar. Við nýtingu auðlindanna skal hafa sjálfbæra þróun og almannahag að leiðarljósi. Stjórnvöld bera, ásamt þeim sem nýta auðlindirnar, ábyrgð á vernd þeirra. Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum. Afar brýnt er að lögfesta grein nr 34 Náttúruauðlindir í Nýju stjórnarskránni sem allra allra fyrst. Með þeirri lögfestingu verður fyrirkomulag fiskveiða við Ísland og vinnsla afla í landi, leyst úr þeirri einokun sem er í dag. Með aðskilnaði veiða og vinnslu yrðu þau vandamál úr sögunni, að geðþótti útgerðaraðlia réði því hvort fiskur væri unnin á þessum stað eða hinum. Laun til sjómanna mundu hækka þar sem fiskverð á markaði er undantekningarlítið hærra en til vinnslu í eigu útgerðaraðila. Með leigutekjum af auðlindum sjávar aukast þeir fjármunir verulega, sem varið verður til uppbyggingar á innviðum samfélagsins. Auðvitað munu útgerðaraðilar gera allt sem í þeirra valdi stendur, til að verja þær veiðiheimildir sem þeim hafa verið gefnar. Píratar og Samfylking lögðu nýlega fram á Alþingi, frumvarp þess efnis að lögfesta Nýju Stjórnarskrána. Skora hér með á þingmenn að samþykkja það frumvarp sem fyrst og í síðasta lagi á vorþingi. Það er löngu kominn tími til að leysa gömlu dönsku stjórnarskána af hólmi, sem er að stofni til frá þeim tíma þegar einveldi konungs var enn í gildi í Danaveldi og var fullgilt hér til bráðabirgða sem Stjórnarskrá Íslands við lýðveldisstofnun 1944 eða fyrir 75 árum.Höfundur er #ammapírati.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun