Breytingar í búningsklefanum Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 18. nóvember 2019 10:30 Við sitjum saman og bíðum eftir börnunum okkar inni í búningsklefa. Sum okkar lokkast í símann, önnur spjalla saman, en alltaf eru nokkur sem sitja bara og lygna aftur augunum og njóta augnabliksins. Svo birtast börnin – rjóð eftir fimleikaæfinguna og glöð að sjá okkur. Himinlifandi að það sé fullorðinn elskandi einstaklingur að verja tímanum í samveruna. Umhyggjuna. Spjallið á meðan verið er að klæða sig í fötin, fá sér vatn að drekka í vatnshananum, finna út úr reimunum og berjast við rokið á leiðinni út í bíl. Það sem er ánægjulegast við þessa lýsingu er hið ósagða. Við erum nefninlega afar, ömmur, pabbar, mömmur, frændur og frænkur allt í bland. Bæði kynin á öllum aldri.0 Fyrir rúmum áratug og fyrr sást ekki pabbi eða afi á svæðinu. Umönnun í búningsklefanum var öll í höndum kvenna. Þeir mættu þegar var sýning eða keppni, en sjaldan í daglegu amstri. Það var bara andi og tilvera þess tíma. Það að við séum öll til skiptis í búningsklefanum í dag er ekkert minna en frábært. Og á að vera algerlega eðlilegt í okkar samfélagi. Eðlilegur hluti af samveru fjölskyldunnar. Það að geta öll mætt í búningsklefann kemur ekki af sjálfu sér. Það þýðir að vinnutími er sveigjanlegur, að hlutverkaskipting heimilanna er að jafnast á milli kynja og kynslóða, að við viljum, þráum og óskum eftir að geta notið samvista við börnin okkar í daglega lífinu og leggjum talsvert á okkur til að svo geti verið. Jafnrétti, sveigjanleiki og fjölbreytni er ávísun á heilbrigt atvinnulíf og á sér margar birtingarmyndir. Búningsklefinn er ánægjulegt dæmi um að við erum á réttri leið sem samfélag. Höfundur er ritari stjórnar FKA, í eigin rekstri og fjögurra barna móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Sigríður Hrund Pétursdóttir Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun Skoðun Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Við sitjum saman og bíðum eftir börnunum okkar inni í búningsklefa. Sum okkar lokkast í símann, önnur spjalla saman, en alltaf eru nokkur sem sitja bara og lygna aftur augunum og njóta augnabliksins. Svo birtast börnin – rjóð eftir fimleikaæfinguna og glöð að sjá okkur. Himinlifandi að það sé fullorðinn elskandi einstaklingur að verja tímanum í samveruna. Umhyggjuna. Spjallið á meðan verið er að klæða sig í fötin, fá sér vatn að drekka í vatnshananum, finna út úr reimunum og berjast við rokið á leiðinni út í bíl. Það sem er ánægjulegast við þessa lýsingu er hið ósagða. Við erum nefninlega afar, ömmur, pabbar, mömmur, frændur og frænkur allt í bland. Bæði kynin á öllum aldri.0 Fyrir rúmum áratug og fyrr sást ekki pabbi eða afi á svæðinu. Umönnun í búningsklefanum var öll í höndum kvenna. Þeir mættu þegar var sýning eða keppni, en sjaldan í daglegu amstri. Það var bara andi og tilvera þess tíma. Það að við séum öll til skiptis í búningsklefanum í dag er ekkert minna en frábært. Og á að vera algerlega eðlilegt í okkar samfélagi. Eðlilegur hluti af samveru fjölskyldunnar. Það að geta öll mætt í búningsklefann kemur ekki af sjálfu sér. Það þýðir að vinnutími er sveigjanlegur, að hlutverkaskipting heimilanna er að jafnast á milli kynja og kynslóða, að við viljum, þráum og óskum eftir að geta notið samvista við börnin okkar í daglega lífinu og leggjum talsvert á okkur til að svo geti verið. Jafnrétti, sveigjanleiki og fjölbreytni er ávísun á heilbrigt atvinnulíf og á sér margar birtingarmyndir. Búningsklefinn er ánægjulegt dæmi um að við erum á réttri leið sem samfélag. Höfundur er ritari stjórnar FKA, í eigin rekstri og fjögurra barna móðir.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar