Þetta var þrettánda mark Birkis fyrir íslenska A-landsliðið sem lyftir honum upp í 8.sæti yfir markahæstu leikmenn liðsins frá upphafi en þar er hann jafn Þórði Guðjónssyni.
Birkir, sem er 31 árs gamall, er jafnframt sjöundi leikjahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi en hann lék sinn 84. landsleik í Moldóvu í gær.
10 Markahæstu A-landsliðsmenn Íslands (Fjöldi marka í sviga)
1. Kolbeinn Sigþórsson (26)
1. Eiður Smári Guðjohnsen (26)
3. Gylfi Þór Sigurðsson (22)
4. Ríkharður Jónsson (17)
5. Alfreð Finnbogason (15)
6. Ríkharður Daðason (14)
6. Arnór Guðjohnsen (14)
8. Þórður Guðjónsson (13)
8. Birkir Bjarnason (13)
10. Tryggvi Guðmundsson (12)
10. Heiðar Helguson (12)