Hamren: Við verðum með okkar besta lið Óskar Ófeigur Jónsson í Chisinau skrifar 17. nóvember 2019 12:00 Erik Hamren með Frey Alexanderssyni rétt fyrir leikinn á móti Tyrkjum. Getty/Salih Zeki Fazlioglu Erik Hamren veit ekki alveg við hverju hann á að búast þegar Ísland mætir Moldóvu í undankeppni EM í kvöld en þetta er lokaleikur íslenska liðsins í undankeppni EM 2002. Ástæða er að nýr þjálfari Moldóva breytti miklu í sínum fyrsta leik og þar stóðu hans menn mjög vel og stríddu heimsmeisturum Frakka. „Ég hef talað við alla leikmenn sem voru að spila á móti Tyrkjum og þeir eru tilbúnir í leikinn og vilja enda undankeppnina vel sem er að vinna leikinn,“ sagði Erik Hamren. „Það var erfið áskorun fyrir okkur að mæta Tyrkjum og þetta verður líka erfiður leikur en á öðruvísi hátt. Ég býðst við því að við verðum mun meira með boltann en Moldóva. Við munu reyna að sækja meira en á móti Tyrklandi,“ sagði Erik „Þeir eru með nýjan þjálfara sem var að stýra þeim í fyrsta skiptið á móti Frökkum þar sem þeir spiluðu vel og voru nálægt því að ná í stig. Það var eftirtektarvert,“ sagði Erik „Við vitum ekki alveg hvernig hann mun spila en við höldum að hann eigi eftir að spila eins og á móti Frökkum. Þegar við mættum þeim í Reykjavík þá spiluðu þeir 4-4-2 /4-3-3 en á móti Frökkum voru þeir í leikkerfinu 5-3-2. Hann kom líka með fimm nýja leikmenn inn í liðið. Við verðum því að sjá til því erum ekki öruggir með hvernig þeir ætla að spila,“ sagði Erik en munu yngri og óreyndari menn liðsins fá tækifærið í kvöld. „Ég hef verið að hugsa um hvað sé best að gera. Þeir leikmenn sem hafa ekki spilað mikið eiga líka skilið að fá að spila því þeir hafa hjálpað liðinu mjög mikið þótt þeir hafa ekki verið mikið inn á vellinum,“ sagði Erik og bætti við: „Þetta er hins vegar keppnisleikur og við erum að berjast um stig og úrslitin hafa áhrif á stöðu liðsins á FIFA-listanum. Allt slíkt skiptir miklu máli eins og við sáum þegar við vorum í A-deildinni í Þjóðadeildinni. Það er síðan líklegast að fara að skila okkur inn í umspilið. Styrkleikaröðunin skiptir miklu máli sem og að bera virðingu fyrir mótherjanum,“ sagði Erik. „Við ætlum að tefla fram okkar besta liði og bestu mönnunum í þetta verkefni. Það verða einhverjar breytingar og Alfreð er sem dæmi úr leik. Við verðum með okkar besta lið,“ sagði Erik Hamren. Leikur Moldóvu og Íslands hefst klukkan 19.45 að íslenskum tíma eða klukkan 21.45 að staðartíma. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Erik Hamren veit ekki alveg við hverju hann á að búast þegar Ísland mætir Moldóvu í undankeppni EM í kvöld en þetta er lokaleikur íslenska liðsins í undankeppni EM 2002. Ástæða er að nýr þjálfari Moldóva breytti miklu í sínum fyrsta leik og þar stóðu hans menn mjög vel og stríddu heimsmeisturum Frakka. „Ég hef talað við alla leikmenn sem voru að spila á móti Tyrkjum og þeir eru tilbúnir í leikinn og vilja enda undankeppnina vel sem er að vinna leikinn,“ sagði Erik Hamren. „Það var erfið áskorun fyrir okkur að mæta Tyrkjum og þetta verður líka erfiður leikur en á öðruvísi hátt. Ég býðst við því að við verðum mun meira með boltann en Moldóva. Við munu reyna að sækja meira en á móti Tyrklandi,“ sagði Erik „Þeir eru með nýjan þjálfara sem var að stýra þeim í fyrsta skiptið á móti Frökkum þar sem þeir spiluðu vel og voru nálægt því að ná í stig. Það var eftirtektarvert,“ sagði Erik „Við vitum ekki alveg hvernig hann mun spila en við höldum að hann eigi eftir að spila eins og á móti Frökkum. Þegar við mættum þeim í Reykjavík þá spiluðu þeir 4-4-2 /4-3-3 en á móti Frökkum voru þeir í leikkerfinu 5-3-2. Hann kom líka með fimm nýja leikmenn inn í liðið. Við verðum því að sjá til því erum ekki öruggir með hvernig þeir ætla að spila,“ sagði Erik en munu yngri og óreyndari menn liðsins fá tækifærið í kvöld. „Ég hef verið að hugsa um hvað sé best að gera. Þeir leikmenn sem hafa ekki spilað mikið eiga líka skilið að fá að spila því þeir hafa hjálpað liðinu mjög mikið þótt þeir hafa ekki verið mikið inn á vellinum,“ sagði Erik og bætti við: „Þetta er hins vegar keppnisleikur og við erum að berjast um stig og úrslitin hafa áhrif á stöðu liðsins á FIFA-listanum. Allt slíkt skiptir miklu máli eins og við sáum þegar við vorum í A-deildinni í Þjóðadeildinni. Það er síðan líklegast að fara að skila okkur inn í umspilið. Styrkleikaröðunin skiptir miklu máli sem og að bera virðingu fyrir mótherjanum,“ sagði Erik. „Við ætlum að tefla fram okkar besta liði og bestu mönnunum í þetta verkefni. Það verða einhverjar breytingar og Alfreð er sem dæmi úr leik. Við verðum með okkar besta lið,“ sagði Erik Hamren. Leikur Moldóvu og Íslands hefst klukkan 19.45 að íslenskum tíma eða klukkan 21.45 að staðartíma.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira