Roger Stone sakfelldur fyrir að hafa logið að bandaríska þinginu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. nóvember 2019 13:37 Roger Stone fyrir utan dómshúsið. getty/Chip Somodevilla Roger Stone, ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, var á föstudag sakfelldur fyrir að hafa logið sjö sinnum að bandaríska þinginu, hindrað rannsókn og að hafa reynt að hafa áhrif á framburð vitna. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarspins. Dómurinn frétti af því að hann hafi logið til um það að hann hafi reynt að komast að því hvenær WikiLeaks hygðist birta gögn um tölvupóstsamskipti Hillary Clinton árið 2016. Kviðdómurinn kvað upp úrskurð sinn á föstudag eftir tveggja daga umræður í Washingtonborg. Stone gæti átt yfir höfði sér tuttugu ára fangelsisvist bara fyrir að hafa reynt að hafa áhrif á framburð vitna. Fyrir hvert og eitt hinna brotanna gæti hann áttátt yfir höfði sér fimm ára fangelsisvist. Dómurinn frétti af því að Stone hafi logið í september 2017 þegar hann bar vitni í rannsókn neðri deildar Bandaríkjaþings á meintum afskiptum Rússa á forsetakosningum Bandaríkjanna ári áður. Þá var hann spurður út í birtingu WikiLeaks á gögnum um Clinton sem var mótherji Trumps í forsetakosningunum. Eftir að dómsúrskurðurinn var kveðinn upp á föstudag hélt Trump því fram að Stone hafi verið fórnarlamb „tvískinnungs,“ og sagði að meðal annarra hafi Hillary Clinton og fyrrverandi yfirmenn löggæslunnar og leyniþjónustunnar líka logið þegar þau báru vitni fyrir þinginu.....A double standard like never seen before in the history of our Country? — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 15, 2019 Þá var John Podesta, einn kosningastjóra Clinton kosningaherferðarinnar, heldur sáttur með niðurstöðu dómsins.Just about to take off on a long transatlantic flight in a middle coach seat. I think I will just sit back, relax, and enjoy it:https://t.co/JkvyMZRx7j — John Podesta (@johnpodesta) November 15, 2019 Stone er sjötti aðstoðarmaður- eða ráðgjafi Trumps sem hefur verið sakfelldur í sakamáli í kjölfar þess að skýrsla Roberts Mueller var gerð opinber. Dómurinn komst að því að Stone hafi meðal annars logið til um samtöl sín við starfsmenn Trump-kosningabaráttunnar og meinta milligöngu sína við WikiLeaks í ágúst 2016. Þá hafi hann einnig logið til um tilveru ákveðinna SMS skilaboða og tölvupósta. Saksóknari sagði við dóminn að Stone hafi logið til að venda ímynd Trumps. Stone hélt því sjálfur fram að verið væri að sækja málið gegn honum í pólitískum tilgangi. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump rifjar upp Mueller-æfingarnar Orð og setningar eins og nornaveiðar, hneyksli, forsetaáreiti, "það hefur aldrei verið komið jafn illa fram við forseta“ og "þetta má ekki gerast aftur“, eru farin að birtast í miklu magni á Twitter-síðu Trump og í yfirlýsingum hans til fjölmiðla. 27. september 2019 17:15 Vildi að dómsmálaráðherrann hreinsaði sig af sök Eftir að Hvíta húsið birti minnisblað um umdeilt símtal Trump við Úkraínuforseta vildi forsetinn að dómsmálaráðherrann héldi blaðamannafund þar sem hann segði ekkert ólöglegt hafa átt sér stað í símtalinu. 7. nóvember 2019 07:39 Skipað að afhenda óritskoðaða skýrslu Muellers Alríkisdómari staðfesti í dag lögmæti rannsóknar demókrata á því hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi framið embættisbrot. 25. október 2019 23:33 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Roger Stone, ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, var á föstudag sakfelldur fyrir að hafa logið sjö sinnum að bandaríska þinginu, hindrað rannsókn og að hafa reynt að hafa áhrif á framburð vitna. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarspins. Dómurinn frétti af því að hann hafi logið til um það að hann hafi reynt að komast að því hvenær WikiLeaks hygðist birta gögn um tölvupóstsamskipti Hillary Clinton árið 2016. Kviðdómurinn kvað upp úrskurð sinn á föstudag eftir tveggja daga umræður í Washingtonborg. Stone gæti átt yfir höfði sér tuttugu ára fangelsisvist bara fyrir að hafa reynt að hafa áhrif á framburð vitna. Fyrir hvert og eitt hinna brotanna gæti hann áttátt yfir höfði sér fimm ára fangelsisvist. Dómurinn frétti af því að Stone hafi logið í september 2017 þegar hann bar vitni í rannsókn neðri deildar Bandaríkjaþings á meintum afskiptum Rússa á forsetakosningum Bandaríkjanna ári áður. Þá var hann spurður út í birtingu WikiLeaks á gögnum um Clinton sem var mótherji Trumps í forsetakosningunum. Eftir að dómsúrskurðurinn var kveðinn upp á föstudag hélt Trump því fram að Stone hafi verið fórnarlamb „tvískinnungs,“ og sagði að meðal annarra hafi Hillary Clinton og fyrrverandi yfirmenn löggæslunnar og leyniþjónustunnar líka logið þegar þau báru vitni fyrir þinginu.....A double standard like never seen before in the history of our Country? — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 15, 2019 Þá var John Podesta, einn kosningastjóra Clinton kosningaherferðarinnar, heldur sáttur með niðurstöðu dómsins.Just about to take off on a long transatlantic flight in a middle coach seat. I think I will just sit back, relax, and enjoy it:https://t.co/JkvyMZRx7j — John Podesta (@johnpodesta) November 15, 2019 Stone er sjötti aðstoðarmaður- eða ráðgjafi Trumps sem hefur verið sakfelldur í sakamáli í kjölfar þess að skýrsla Roberts Mueller var gerð opinber. Dómurinn komst að því að Stone hafi meðal annars logið til um samtöl sín við starfsmenn Trump-kosningabaráttunnar og meinta milligöngu sína við WikiLeaks í ágúst 2016. Þá hafi hann einnig logið til um tilveru ákveðinna SMS skilaboða og tölvupósta. Saksóknari sagði við dóminn að Stone hafi logið til að venda ímynd Trumps. Stone hélt því sjálfur fram að verið væri að sækja málið gegn honum í pólitískum tilgangi.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump rifjar upp Mueller-æfingarnar Orð og setningar eins og nornaveiðar, hneyksli, forsetaáreiti, "það hefur aldrei verið komið jafn illa fram við forseta“ og "þetta má ekki gerast aftur“, eru farin að birtast í miklu magni á Twitter-síðu Trump og í yfirlýsingum hans til fjölmiðla. 27. september 2019 17:15 Vildi að dómsmálaráðherrann hreinsaði sig af sök Eftir að Hvíta húsið birti minnisblað um umdeilt símtal Trump við Úkraínuforseta vildi forsetinn að dómsmálaráðherrann héldi blaðamannafund þar sem hann segði ekkert ólöglegt hafa átt sér stað í símtalinu. 7. nóvember 2019 07:39 Skipað að afhenda óritskoðaða skýrslu Muellers Alríkisdómari staðfesti í dag lögmæti rannsóknar demókrata á því hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi framið embættisbrot. 25. október 2019 23:33 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Trump rifjar upp Mueller-æfingarnar Orð og setningar eins og nornaveiðar, hneyksli, forsetaáreiti, "það hefur aldrei verið komið jafn illa fram við forseta“ og "þetta má ekki gerast aftur“, eru farin að birtast í miklu magni á Twitter-síðu Trump og í yfirlýsingum hans til fjölmiðla. 27. september 2019 17:15
Vildi að dómsmálaráðherrann hreinsaði sig af sök Eftir að Hvíta húsið birti minnisblað um umdeilt símtal Trump við Úkraínuforseta vildi forsetinn að dómsmálaráðherrann héldi blaðamannafund þar sem hann segði ekkert ólöglegt hafa átt sér stað í símtalinu. 7. nóvember 2019 07:39
Skipað að afhenda óritskoðaða skýrslu Muellers Alríkisdómari staðfesti í dag lögmæti rannsóknar demókrata á því hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi framið embættisbrot. 25. október 2019 23:33