Grindvíkingar greindu frá þessu í dag.
Dagur Kár fór í uppskurð vegna meiðsla sinna í dag og gekk hann vel samkvæmt tilkynningu Grindvíkinga.
Grindvíkingar segja hann verða frá næstu 6-8 vikurnar.
Grindavík er í níunda sæti Domino's deildarinnar með fjögur stig eftir sjö leiki.