Hugleiðing um samfélagslega ábyrgð Drífa Snædal skrifar 15. nóvember 2019 08:30 Það er sennilega að bera í bakkafullan lækinn að hlaða í pistil um Samherjamálið, en samt! Þegar þjóðin er að meðtaka afhjúpanir af spillingu, mútum og níðingshætti gagnvart fátækri þjóð standa eftir grundvallarspurningar um sjávarútveginn, okkar sameiginlegu auðlind, ábyrgð okkar innanlands og erlendis. Fyrst vil ég nefna að þolendurnir í þessu máli eru að sjálfsögðu namibíska þjóðin. Þeirra heilbrigði, menntun og lífsgæði eru fórnarkostnaðurinn, því megum við ekki gleyma. Hins vegar beinir þetta líka kastljósinu að okkar kerfi, völdum stórfyrirtækja í sjávarútvegi hérna heima og áhrifum þeirra á stórt og smátt. Það hefur verið siður stórfyrirtækja sem vilja gera sig gildandi í hugum fólks að stunda „samfélagslega ábyrgð. Falleg orð í ársskýrslum, stuðningur til íþróttafélaga, stuðningur við bæjarhátíðir og ef eitthvað bjátar á í samfélaginu kemur fyrirtækið sterkt inn. Fyrir örlæti fyrirtækjanna upplifir fólk sig í þakkarskuld en á sama tíma er það undir fyrirtækinu komið hvaða íþróttafélög geta boðið uppá félagsstarf, hvaða tækjum heilsugæslan er búin og hvort almenningur fái að njóta tónlistar. Stundum snýst þetta um hvort heilt byggðarlag lifir eða deyr. Samfélagsleg ábyrgð er góð og gild en skynsamlegra er að fyrirtæki greiði skatta og skyldur (og gjöld af auðlindum) í sameiginlega sjóði og svo er það á ábyrgð okkar lýðræðislega kerfis að úthluta gæðunum í þau verkefni sem eru samfélagslega mikilvæg. Samfélög mega ekki vera háð geðþóttaákvörðunum stórfyrirtækja. Sjávarútvegsfyrirtæki hafa gríðarlega sterka stöðu og hún mun styrkjast verulega næstu ár vegna tæknibreytinga. Í fyrirtæki á félagssvæði Drífanda í Vestmannaeyjum voru eitt sinn 45-48 verkamenn á 12 tíma vöktum í uppsjávarfiskvinnslu. Nú þarf aðeins 12 á hvora vakt. Afköstin hafa hins vegar farið úr því að vera 160 tonn á sólarhring upp í 350 tonn. Afköstin aukast verulega en launakostnaður minnkar að sama skapi. Arðurinn margfaldast og völd og áhrif fyrirtækisins sömuleiðis. Þetta er að gerast núna. Eftir stendur verkefnið að launafólk njóti arðsins og samfélagið allt en úthlutun gæðanna verði ekki á valdi einstakra fyrirtækja eftir hentisemi stjórnenda. Kveðja, Drífa.Höfundur er forseti Alþýðusambandsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Samherjaskjölin Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Það er sennilega að bera í bakkafullan lækinn að hlaða í pistil um Samherjamálið, en samt! Þegar þjóðin er að meðtaka afhjúpanir af spillingu, mútum og níðingshætti gagnvart fátækri þjóð standa eftir grundvallarspurningar um sjávarútveginn, okkar sameiginlegu auðlind, ábyrgð okkar innanlands og erlendis. Fyrst vil ég nefna að þolendurnir í þessu máli eru að sjálfsögðu namibíska þjóðin. Þeirra heilbrigði, menntun og lífsgæði eru fórnarkostnaðurinn, því megum við ekki gleyma. Hins vegar beinir þetta líka kastljósinu að okkar kerfi, völdum stórfyrirtækja í sjávarútvegi hérna heima og áhrifum þeirra á stórt og smátt. Það hefur verið siður stórfyrirtækja sem vilja gera sig gildandi í hugum fólks að stunda „samfélagslega ábyrgð. Falleg orð í ársskýrslum, stuðningur til íþróttafélaga, stuðningur við bæjarhátíðir og ef eitthvað bjátar á í samfélaginu kemur fyrirtækið sterkt inn. Fyrir örlæti fyrirtækjanna upplifir fólk sig í þakkarskuld en á sama tíma er það undir fyrirtækinu komið hvaða íþróttafélög geta boðið uppá félagsstarf, hvaða tækjum heilsugæslan er búin og hvort almenningur fái að njóta tónlistar. Stundum snýst þetta um hvort heilt byggðarlag lifir eða deyr. Samfélagsleg ábyrgð er góð og gild en skynsamlegra er að fyrirtæki greiði skatta og skyldur (og gjöld af auðlindum) í sameiginlega sjóði og svo er það á ábyrgð okkar lýðræðislega kerfis að úthluta gæðunum í þau verkefni sem eru samfélagslega mikilvæg. Samfélög mega ekki vera háð geðþóttaákvörðunum stórfyrirtækja. Sjávarútvegsfyrirtæki hafa gríðarlega sterka stöðu og hún mun styrkjast verulega næstu ár vegna tæknibreytinga. Í fyrirtæki á félagssvæði Drífanda í Vestmannaeyjum voru eitt sinn 45-48 verkamenn á 12 tíma vöktum í uppsjávarfiskvinnslu. Nú þarf aðeins 12 á hvora vakt. Afköstin hafa hins vegar farið úr því að vera 160 tonn á sólarhring upp í 350 tonn. Afköstin aukast verulega en launakostnaður minnkar að sama skapi. Arðurinn margfaldast og völd og áhrif fyrirtækisins sömuleiðis. Þetta er að gerast núna. Eftir stendur verkefnið að launafólk njóti arðsins og samfélagið allt en úthlutun gæðanna verði ekki á valdi einstakra fyrirtækja eftir hentisemi stjórnenda. Kveðja, Drífa.Höfundur er forseti Alþýðusambandsins.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun