Umfjöllun: Ísland - Búlgaría 69-84 | Tap í fyrsta leik í Höllinni Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 14. nóvember 2019 23:00 Helena Sverrisdóttir í baráttunni Vísir/bára Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta lét í lægra haldi fyrir Búlgaríu í undankeppninni fyrir EuroBasket 2021. Liðið hitti á slakan skotleik á sama tíma og Búlgarir hittu á sinn besta leik í nokkur ár. Gestirnir byrjuðu leikinn með sterkri og stífari vörn á bakverði Íslands sem leiddi til margra tapaðara bolta og auðveldar körfur fyrir búlgörsku stelpurnar. Eftir að Benni Gumm tók leikhlé og skerpti aðeins á íslensku stelpunum fóru þær að spila betur en skotin voru þó ekki að detta vel. Ísland var aðeins fjórum stigum frá Búlgaríu eftir fyrstu tíu mínúturnar. Munurinn stækkaði jafnt og þétt gegnum allan leikinn og svo virtist sem að í hvert sinn sem að íslensku stelpurnar næðu einhverju áhlaupi að þá hertu þær búlgörsku sig á móti og breikkuðu bilið enn á ný. Ágætt framlag frá bekknum hjá Íslandi, þá einkum Sylvíu Rún Hálfdánardóttur, og temmileg frammistaða hjá Helenu Sverrisdóttur og Hildi Björgu hélt voninni í stúkunni. Vel var mætt á leikinn, 1518 manns taldir inn í hús, og áhorfendur reyndu sitt besta að stappa stálinu í stelpurnar þegar vel gekk. Staðreyndin var bara sú að Búlgarir áttu mikið betri leik en Ísland í kvöld og því fór svo að lokum að þær unnu, eins og áður sagði, 69-84. Af hverju vann Búlgaría? Þær búlgörsku mættu einbeittar og sterkar til leiks og gerðu allt sem að þær lögðu upp með, samkvæmt þjálfaranum. Sóttu vel, létu boltann ganga og settu skotin. Varnarlega settu þær pressu á sendingarlínur og uppskáru heilan helling af stigum úr töpuðum boltum Íslands. Bestar í kvöld Hristina Ivanova átti geggjaðan leik fyrir Búlgaríu í kvöld og var mjög kræf sóknarlega. Hún skoraði 25 stig, tók 8 fráköst, gaf 3 stoðsendingar og varði tvö skot. Fyrirliði Búlgaríu, Dimana Georgieva, var líka ágæt, en hún skoraði 12 stig, tók 8 fráköst og varði fjögur skot. Í íslenska liðinu mæddi mest á Hildi Björgu Kjartansdóttur, sem skoraði 15 stig og tók 13 fráköst, og Helenu Sverrisdóttur, sem skoraði 14 stig, tók 11 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Sylvía Rún Hálfdánardóttir var líka ágæt með 7 stig og 10 fráköst (þ.a. 6 sóknarfráköst). Slæmt skotkvöld hjá heimastúlkum Íslenska landsliðið gat illa nýtt færin sín í kvöld og hittu aðeins úr 24 skotum af 74 utan af velli (32.4% nýting). Þriggja stiga nýtingin var hrikalega slöpp í leiknum, þær hittu í fyrri hálfleik aðeins úr einum þrist í þrettán tilraunum (7.7% nýting) og yfir allan leikinn hittu þær úr fjórum þristum af 24 (16.7% þriggja stiga nýting). Hvað næst? Íslenska liðið heldur þá út til Grikklands eldsnemma í fyrrramálið og byrjar þar að undirbúa sig fyrir leikinn gegn heimamönnum. Hann verður næsta sunnudag kl.15:00 (17:00 úti í Chalkida á Grikklandi) og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi Sport. Benni Gumm: Þær voru bara betri, verður að segjast eins og er. Benedikt Guðmundsson var ekki á því eftir tap íslenska kvennalandsliðsins gegn Búlgaríu að stelpurnar sínar hafi ekki mætt undirbúnar til leiks. Ísland tapaði 69-84 gegn vel stemmdu liði Búlgaríu í Laugardalshöll í kvöld. „Alls ekkert andleysi, hittum bara ekki vel í leiknum,“ sagði Benni en íslenska liðið átti afleitan skotleik í kvöld og settu til að mynda aðeins fjóra þrista í öllum leiknum. En láta stelpurnar þetta trufla sig? Benni heldur nú ekki. „Mikill hugur í stelpunum og mikið hungur að fara að vinna landsleiki í Evrópukeppni, sérstaklega hérna heima,“ segir hann og bendir á hvað hafi raunverulega unnið leikinn. „Þær voru bara betri, verður að segjast eins og er. Grimmari og sókndjarfari, fljótari á fótunum og sneggri en við.“ Búlgarar hittu að sögn aðalþjálfara þeirra, Stefan Mihaylov, á besta leik þeirra í mörg ár. Því var kannski lítið sem að Ísland gat gert. Um að gera að eiga góðan leik gegn Grikkjum þá á sunnudaginn! „Já, við ætlum að vera klárar í Grikkina og þurfum að vera talsvert betri en í dag. Skoðum þennan leik gríðarlega vel og ræðum hvað þarf að bæta,“ segir Benni en hamrar á því að það sé ekki nóg að tala um hlutina. „Það er eitt að tala um það sem þarf að gera en svo þurfum við að framkvæma það.“ Landsliðið heldur þá út eldsnemma í fyrramálið og Benni má varla vera að því að klára viðtalið, flugið sé svo snemma daginn eftir, segir hann léttur. Það er samt rosa lítill tími milli leikja. „Stuttur tími, náum 3-4 dögum fyrir þennan leik og ennþá styttri tíma núna fyrir þann næsta,“ segir Benni og kveður, enda á leið í flug strax í fyrramálið. Körfubolti
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta lét í lægra haldi fyrir Búlgaríu í undankeppninni fyrir EuroBasket 2021. Liðið hitti á slakan skotleik á sama tíma og Búlgarir hittu á sinn besta leik í nokkur ár. Gestirnir byrjuðu leikinn með sterkri og stífari vörn á bakverði Íslands sem leiddi til margra tapaðara bolta og auðveldar körfur fyrir búlgörsku stelpurnar. Eftir að Benni Gumm tók leikhlé og skerpti aðeins á íslensku stelpunum fóru þær að spila betur en skotin voru þó ekki að detta vel. Ísland var aðeins fjórum stigum frá Búlgaríu eftir fyrstu tíu mínúturnar. Munurinn stækkaði jafnt og þétt gegnum allan leikinn og svo virtist sem að í hvert sinn sem að íslensku stelpurnar næðu einhverju áhlaupi að þá hertu þær búlgörsku sig á móti og breikkuðu bilið enn á ný. Ágætt framlag frá bekknum hjá Íslandi, þá einkum Sylvíu Rún Hálfdánardóttur, og temmileg frammistaða hjá Helenu Sverrisdóttur og Hildi Björgu hélt voninni í stúkunni. Vel var mætt á leikinn, 1518 manns taldir inn í hús, og áhorfendur reyndu sitt besta að stappa stálinu í stelpurnar þegar vel gekk. Staðreyndin var bara sú að Búlgarir áttu mikið betri leik en Ísland í kvöld og því fór svo að lokum að þær unnu, eins og áður sagði, 69-84. Af hverju vann Búlgaría? Þær búlgörsku mættu einbeittar og sterkar til leiks og gerðu allt sem að þær lögðu upp með, samkvæmt þjálfaranum. Sóttu vel, létu boltann ganga og settu skotin. Varnarlega settu þær pressu á sendingarlínur og uppskáru heilan helling af stigum úr töpuðum boltum Íslands. Bestar í kvöld Hristina Ivanova átti geggjaðan leik fyrir Búlgaríu í kvöld og var mjög kræf sóknarlega. Hún skoraði 25 stig, tók 8 fráköst, gaf 3 stoðsendingar og varði tvö skot. Fyrirliði Búlgaríu, Dimana Georgieva, var líka ágæt, en hún skoraði 12 stig, tók 8 fráköst og varði fjögur skot. Í íslenska liðinu mæddi mest á Hildi Björgu Kjartansdóttur, sem skoraði 15 stig og tók 13 fráköst, og Helenu Sverrisdóttur, sem skoraði 14 stig, tók 11 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Sylvía Rún Hálfdánardóttir var líka ágæt með 7 stig og 10 fráköst (þ.a. 6 sóknarfráköst). Slæmt skotkvöld hjá heimastúlkum Íslenska landsliðið gat illa nýtt færin sín í kvöld og hittu aðeins úr 24 skotum af 74 utan af velli (32.4% nýting). Þriggja stiga nýtingin var hrikalega slöpp í leiknum, þær hittu í fyrri hálfleik aðeins úr einum þrist í þrettán tilraunum (7.7% nýting) og yfir allan leikinn hittu þær úr fjórum þristum af 24 (16.7% þriggja stiga nýting). Hvað næst? Íslenska liðið heldur þá út til Grikklands eldsnemma í fyrrramálið og byrjar þar að undirbúa sig fyrir leikinn gegn heimamönnum. Hann verður næsta sunnudag kl.15:00 (17:00 úti í Chalkida á Grikklandi) og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi Sport. Benni Gumm: Þær voru bara betri, verður að segjast eins og er. Benedikt Guðmundsson var ekki á því eftir tap íslenska kvennalandsliðsins gegn Búlgaríu að stelpurnar sínar hafi ekki mætt undirbúnar til leiks. Ísland tapaði 69-84 gegn vel stemmdu liði Búlgaríu í Laugardalshöll í kvöld. „Alls ekkert andleysi, hittum bara ekki vel í leiknum,“ sagði Benni en íslenska liðið átti afleitan skotleik í kvöld og settu til að mynda aðeins fjóra þrista í öllum leiknum. En láta stelpurnar þetta trufla sig? Benni heldur nú ekki. „Mikill hugur í stelpunum og mikið hungur að fara að vinna landsleiki í Evrópukeppni, sérstaklega hérna heima,“ segir hann og bendir á hvað hafi raunverulega unnið leikinn. „Þær voru bara betri, verður að segjast eins og er. Grimmari og sókndjarfari, fljótari á fótunum og sneggri en við.“ Búlgarar hittu að sögn aðalþjálfara þeirra, Stefan Mihaylov, á besta leik þeirra í mörg ár. Því var kannski lítið sem að Ísland gat gert. Um að gera að eiga góðan leik gegn Grikkjum þá á sunnudaginn! „Já, við ætlum að vera klárar í Grikkina og þurfum að vera talsvert betri en í dag. Skoðum þennan leik gríðarlega vel og ræðum hvað þarf að bæta,“ segir Benni en hamrar á því að það sé ekki nóg að tala um hlutina. „Það er eitt að tala um það sem þarf að gera en svo þurfum við að framkvæma það.“ Landsliðið heldur þá út eldsnemma í fyrramálið og Benni má varla vera að því að klára viðtalið, flugið sé svo snemma daginn eftir, segir hann léttur. Það er samt rosa lítill tími milli leikja. „Stuttur tími, náum 3-4 dögum fyrir þennan leik og ennþá styttri tíma núna fyrir þann næsta,“ segir Benni og kveður, enda á leið í flug strax í fyrramálið.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum