Callum Hudson-Odoi lítur mikið upp til samherja síns í enska landsliðinu, Raheems Sterling og segir hann mikla fyrirmynd.
Sterling hefur verið mikið í fréttum í vikunni eftir rifrildi þeirra Joes Gomez á landsliðsæfingu á mánudaginn. Þeim lenti fyrst saman í leik Liverpool og Manchester City á sunnudaginn og Sterling. Sterling hefur beðist afsökunar á málinu.
Sterling mun ekki spila með enska landsliðinu gegn Svartfjallalandi í undankeppni EM 2020 annað kvöld vegna uppákomunnar. Gareth Southgate hætti hins vegar við að henda Sterling út úr landsliðshópnum.
Hudson-Odoi gæti fengið tækifæri í byrjunarliði enska liðsins í fjarveru Sterlings, sem hann hefur mikið álit á.
„Hann er átrúnaðargoðið mitt. Hann spilar sömu stöðu og ég og ég vonast til að feta í hans fótspor. Ég vil læra af honum,“ sagði Hudson-Odoi.
„Hann er mjög fínn náungi og mjög hvetjandi. Ég bjóst ekki við því að hann væri svona indæll þegar ég kom fyrst inn í landsliðið.“
Hudson-Odoi, sem er 19 ára, hefur leikið tvo A-landsleiki fyrir England.
„Sterling er átrúnaðargoðið mitt“

Tengdar fréttir

Sterling ekki með Englandi á fimmtudaginn eftir átök við Joe Gomez á æfingu
Raheem Sterling verður ekki með enska landsliðinu gegn Svartfjallalandi á fimmtudaginn eftir að hafa lent upp á kant við Joe Gomez.

Southgate ætlaði að reka Sterling úr landsliðshópnum
Raheem Sterling var upphaflega rekinn úr enska landsliðshópnum eftir rifrildið við Joe Gomez en fékk að koma til baka eftir að landsliðsfélagar hans ræddu við Gareth Southgate.