Kveikti í sjálfum sér vegna bágrar fjárhagsstöðu Sylvía Hall skrifar 12. nóvember 2019 23:46 Frá samstöðumótmælum. Vísir/EPA Hópur nemenda mótmælti á götum franskra borga vegna stöðu ungs fólks í landinu. Mótmælin voru í því skyni að sýna samstöðu með 22 ára gömlum manni sem reyndi að fremja sjálfsvíg á föstudag vegna gífurlega fjárhagslegra örðugleika. Maðurinn kveikti í sjálfum sér fyrir framan veitingastað á háskólasvæði háskólans í Lyon en nokkrum klukkustundum áður hafði hann birt færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann tjáði sig um fjárhagsörðugleika sína. Kenndi hann stjórnmálamönnum og Evrópusambandinu um bága stöðu námsmanna í landinu. Hann sagðist ekki sjá fram á að geta lifað lengur á 450 evrum á mánuði, sem samsvarar um það bil 62 þúsund krónum á mánuði, og kenndi Emmanuel Macron og forverum hans í embætti sem og Marine Le Pen og Evrópusambandinu um að hafa drepið sig. Hann sagði mikilvægt að fólk myndi berjast gegn fasisma og reyndi að færa samfélagið í átt að auknu frjálslyndi. Ungt fólk hópaðist því saman víða um Frakkland og sýndu manninum samstöðu. Vilja þau meina að þetta sé skýrt dæmi um óöryggi ungs fólks í landinu og sendu samtök námsmanna frá sér yfirlýsingu þar sem þau sögðu ekki eiga að smætta sjálfsvígstilraunina niður í örvæntingu. Kærasta mannsins hafði gert lögregluyfirvöldum viðvart eftir að hann hefði upplýst hana um fyrirætlanir sínar. Maðurinn er sagður í lífshættu og þekja brunasár 90% líkama hans.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Frakkland Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Hópur nemenda mótmælti á götum franskra borga vegna stöðu ungs fólks í landinu. Mótmælin voru í því skyni að sýna samstöðu með 22 ára gömlum manni sem reyndi að fremja sjálfsvíg á föstudag vegna gífurlega fjárhagslegra örðugleika. Maðurinn kveikti í sjálfum sér fyrir framan veitingastað á háskólasvæði háskólans í Lyon en nokkrum klukkustundum áður hafði hann birt færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann tjáði sig um fjárhagsörðugleika sína. Kenndi hann stjórnmálamönnum og Evrópusambandinu um bága stöðu námsmanna í landinu. Hann sagðist ekki sjá fram á að geta lifað lengur á 450 evrum á mánuði, sem samsvarar um það bil 62 þúsund krónum á mánuði, og kenndi Emmanuel Macron og forverum hans í embætti sem og Marine Le Pen og Evrópusambandinu um að hafa drepið sig. Hann sagði mikilvægt að fólk myndi berjast gegn fasisma og reyndi að færa samfélagið í átt að auknu frjálslyndi. Ungt fólk hópaðist því saman víða um Frakkland og sýndu manninum samstöðu. Vilja þau meina að þetta sé skýrt dæmi um óöryggi ungs fólks í landinu og sendu samtök námsmanna frá sér yfirlýsingu þar sem þau sögðu ekki eiga að smætta sjálfsvígstilraunina niður í örvæntingu. Kærasta mannsins hafði gert lögregluyfirvöldum viðvart eftir að hann hefði upplýst hana um fyrirætlanir sínar. Maðurinn er sagður í lífshættu og þekja brunasár 90% líkama hans.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Frakkland Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira