Kveikti í sjálfum sér vegna bágrar fjárhagsstöðu Sylvía Hall skrifar 12. nóvember 2019 23:46 Frá samstöðumótmælum. Vísir/EPA Hópur nemenda mótmælti á götum franskra borga vegna stöðu ungs fólks í landinu. Mótmælin voru í því skyni að sýna samstöðu með 22 ára gömlum manni sem reyndi að fremja sjálfsvíg á föstudag vegna gífurlega fjárhagslegra örðugleika. Maðurinn kveikti í sjálfum sér fyrir framan veitingastað á háskólasvæði háskólans í Lyon en nokkrum klukkustundum áður hafði hann birt færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann tjáði sig um fjárhagsörðugleika sína. Kenndi hann stjórnmálamönnum og Evrópusambandinu um bága stöðu námsmanna í landinu. Hann sagðist ekki sjá fram á að geta lifað lengur á 450 evrum á mánuði, sem samsvarar um það bil 62 þúsund krónum á mánuði, og kenndi Emmanuel Macron og forverum hans í embætti sem og Marine Le Pen og Evrópusambandinu um að hafa drepið sig. Hann sagði mikilvægt að fólk myndi berjast gegn fasisma og reyndi að færa samfélagið í átt að auknu frjálslyndi. Ungt fólk hópaðist því saman víða um Frakkland og sýndu manninum samstöðu. Vilja þau meina að þetta sé skýrt dæmi um óöryggi ungs fólks í landinu og sendu samtök námsmanna frá sér yfirlýsingu þar sem þau sögðu ekki eiga að smætta sjálfsvígstilraunina niður í örvæntingu. Kærasta mannsins hafði gert lögregluyfirvöldum viðvart eftir að hann hefði upplýst hana um fyrirætlanir sínar. Maðurinn er sagður í lífshættu og þekja brunasár 90% líkama hans.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Frakkland Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Hópur nemenda mótmælti á götum franskra borga vegna stöðu ungs fólks í landinu. Mótmælin voru í því skyni að sýna samstöðu með 22 ára gömlum manni sem reyndi að fremja sjálfsvíg á föstudag vegna gífurlega fjárhagslegra örðugleika. Maðurinn kveikti í sjálfum sér fyrir framan veitingastað á háskólasvæði háskólans í Lyon en nokkrum klukkustundum áður hafði hann birt færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann tjáði sig um fjárhagsörðugleika sína. Kenndi hann stjórnmálamönnum og Evrópusambandinu um bága stöðu námsmanna í landinu. Hann sagðist ekki sjá fram á að geta lifað lengur á 450 evrum á mánuði, sem samsvarar um það bil 62 þúsund krónum á mánuði, og kenndi Emmanuel Macron og forverum hans í embætti sem og Marine Le Pen og Evrópusambandinu um að hafa drepið sig. Hann sagði mikilvægt að fólk myndi berjast gegn fasisma og reyndi að færa samfélagið í átt að auknu frjálslyndi. Ungt fólk hópaðist því saman víða um Frakkland og sýndu manninum samstöðu. Vilja þau meina að þetta sé skýrt dæmi um óöryggi ungs fólks í landinu og sendu samtök námsmanna frá sér yfirlýsingu þar sem þau sögðu ekki eiga að smætta sjálfsvígstilraunina niður í örvæntingu. Kærasta mannsins hafði gert lögregluyfirvöldum viðvart eftir að hann hefði upplýst hana um fyrirætlanir sínar. Maðurinn er sagður í lífshættu og þekja brunasár 90% líkama hans.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Frakkland Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira