Þorsteinn og Jóhannes á forsíðu morgundagsins Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. nóvember 2019 23:15 Samherjafólk skálar fyrir namibískum gestum sínum í Íslandsferð í október árið 2012. Wikileaks Namibíski fjölmiðillinn The Namibian hefur boðað viðamikla umfjöllun um þarlendan sjávarútveg í tölublaði morgundagsins, þar sem Íslendingar koma við sögu eins og afhjúpað var í kvöld. Þar verður mútuþægni namibískra embættismanna í forgrunni, ekki síst dómsmálaráðherrans Sacky Shangala og sjávarútvegsráðherrans Benhard Esau en þeir ásamt athafnamanninum James Hatuiklipi eru sagðir hafa þegið um 150 milljónir namibíudala undir borðið. The Namibian er einn þeirra miðla sem hefur unnið úr gögnunum sem Jóhannes Stefánsson lak til Wikileaks og þarlendra stjórnvalda, en þau síðarnefndu rannsaka nú myndina sem þar er teiknuð upp. Gögnin hafa fengið heitið Fishrot Files, sem er einmitt yfirskrift fréttar á vef The Namibian þar sem greint er frá forsíðuumfjöllun morgundagsins. Á forsíðunni er slegið upp fyrirsögninni Kickback Kings, sem einfaldast væri að þýða sem Mútukóngarnir og er þar vísað til fyrrnefnda tríósins. Auk myndar úr einni af Íslandsheimsóknum Namibíumannanna, sem Samherji er sagður hafa greitt milljónir fyrir til að styrkja tengslin við namibíska ráðamenn, eru myndir af helstu persónum og leikendum í fiskveiðifléttunni. Þeirra á meðal eru Shangala, Esau og Hatuiklipi, en einnig Victória de Barros Neto, sjávarútvegsráðherra Angóla, og athafnamaðurinn Ricardo Gustavo. Íslendingar eiga jafnframt sína fulltrúa á forsíðunni; þá Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja, og uppljóstrarann Jóhannes, sem var stjórnandi Samherja í Namibíu. Forsíðu The Namibian á morgun má sjá hér að neðan. Tomorrow's front page: pic.twitter.com/n4SNOaSOxr— The Namibian (@TheNamibian) November 12, 2019 Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Djammferðir Samherja til Íslands styrktu tengslin við Namibíu Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji flaug namibískum áhrifamönnum hið minnsta þrisvar til Íslands, með milljónakostnaði, með það fyrir augum að þurfa ekki að keppa um fiskveiðikvóta í Namibíu á almennum markaði. 12. nóvember 2019 21:15 Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 20:00 Spyr hvað þjóðin geri nú Sighvati Björgvinssyni var brugðið að sjá hvernig Samherji hefur umgengist namibískt kvótakerfi, kerfi sem Íslendingar hafi átt átt stóran þátt í að móta og koma á laggirnar. 12. nóvember 2019 22:14 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Namibíski fjölmiðillinn The Namibian hefur boðað viðamikla umfjöllun um þarlendan sjávarútveg í tölublaði morgundagsins, þar sem Íslendingar koma við sögu eins og afhjúpað var í kvöld. Þar verður mútuþægni namibískra embættismanna í forgrunni, ekki síst dómsmálaráðherrans Sacky Shangala og sjávarútvegsráðherrans Benhard Esau en þeir ásamt athafnamanninum James Hatuiklipi eru sagðir hafa þegið um 150 milljónir namibíudala undir borðið. The Namibian er einn þeirra miðla sem hefur unnið úr gögnunum sem Jóhannes Stefánsson lak til Wikileaks og þarlendra stjórnvalda, en þau síðarnefndu rannsaka nú myndina sem þar er teiknuð upp. Gögnin hafa fengið heitið Fishrot Files, sem er einmitt yfirskrift fréttar á vef The Namibian þar sem greint er frá forsíðuumfjöllun morgundagsins. Á forsíðunni er slegið upp fyrirsögninni Kickback Kings, sem einfaldast væri að þýða sem Mútukóngarnir og er þar vísað til fyrrnefnda tríósins. Auk myndar úr einni af Íslandsheimsóknum Namibíumannanna, sem Samherji er sagður hafa greitt milljónir fyrir til að styrkja tengslin við namibíska ráðamenn, eru myndir af helstu persónum og leikendum í fiskveiðifléttunni. Þeirra á meðal eru Shangala, Esau og Hatuiklipi, en einnig Victória de Barros Neto, sjávarútvegsráðherra Angóla, og athafnamaðurinn Ricardo Gustavo. Íslendingar eiga jafnframt sína fulltrúa á forsíðunni; þá Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja, og uppljóstrarann Jóhannes, sem var stjórnandi Samherja í Namibíu. Forsíðu The Namibian á morgun má sjá hér að neðan. Tomorrow's front page: pic.twitter.com/n4SNOaSOxr— The Namibian (@TheNamibian) November 12, 2019
Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Djammferðir Samherja til Íslands styrktu tengslin við Namibíu Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji flaug namibískum áhrifamönnum hið minnsta þrisvar til Íslands, með milljónakostnaði, með það fyrir augum að þurfa ekki að keppa um fiskveiðikvóta í Namibíu á almennum markaði. 12. nóvember 2019 21:15 Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 20:00 Spyr hvað þjóðin geri nú Sighvati Björgvinssyni var brugðið að sjá hvernig Samherji hefur umgengist namibískt kvótakerfi, kerfi sem Íslendingar hafi átt átt stóran þátt í að móta og koma á laggirnar. 12. nóvember 2019 22:14 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Djammferðir Samherja til Íslands styrktu tengslin við Namibíu Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji flaug namibískum áhrifamönnum hið minnsta þrisvar til Íslands, með milljónakostnaði, með það fyrir augum að þurfa ekki að keppa um fiskveiðikvóta í Namibíu á almennum markaði. 12. nóvember 2019 21:15
Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 20:00
Spyr hvað þjóðin geri nú Sighvati Björgvinssyni var brugðið að sjá hvernig Samherji hefur umgengist namibískt kvótakerfi, kerfi sem Íslendingar hafi átt átt stóran þátt í að móta og koma á laggirnar. 12. nóvember 2019 22:14