Heimir Guðjónsson segir möguleika Íslands ekki góða á að komast áfram upp úr undankeppni EM 2020.
Ísland mætir Tyrklandi ytra á fimmtudaginn í leik sem Ísland hreinlega verður að vinna til þess að eiga einhvern möguleika á að fara upp úr riðlinum.
Þá þarf Ísland einnig að treysta á hagstæð úrslit úr öðrum leikjum.
„Ég held að möguleikarnir séu ekki miklir,“ sagði Heimir í viðtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum.
„Það er ekki gott þegar þú þarft að stóla á aðra. Við þurfum að stóla á að Tyrkir tapi fyrir Albaníu og það er aldrei að fara að gerast.“
„En heilt yfir þá hefur þetta verið ágætt.“
Vonir Íslands um að fara á EM eru þó ekki úti því liðið á enn möguleika í gegnum Þjóðadeilda umspilið.
Fótbolti