Erum við of viðkvæm fyrir neikvæðum samskiptum á vinnustað? Helgi Héðinsson skrifar 12. nóvember 2019 10:00 Af hverju mætum við í vinnuna? Augljóslega til að fá greidd laun, en einnig til að gera gagn og fá félagsskap af öðru góðu fólki. Við erum öll ólík, höfum ólíka eiginleika, lífssýn og þarfir, en það breytir því ekki að við erum hópsálir í grunninn og þurfum á öðru fólki að halda. Það felur í sér þá þörf að fá að upplifa viðurkenningu frá öðrum og fá að tilheyra hópi. Þetta á sérstaklega við um þá hópa sem eru okkur mikilvægastir og líklega er fjölskyldan og góðir vinir í fyrstu tveimur sætunum. Vinnustaðurinn og vinnufélagarnir eru samt þarna skammt undan. Annar mikilvægur þáttur er að sjálfsmynd okkar er mótuð af veru okkar í vinnunni. Þar verjum við miklu af okkar tíma, tileinkum okkur nýja færni, náum árangri og fáum viðurkenningu. Þegar okkur finnst við fá að ‘vera með’ í starfshópi fáum við viðurkenningu á því að við séum í lagi eins og við erum, og það lætur okkur líða vel og okkur finnst við vera örugg. Ekkert er okkur mikilvægara en að upplifa öryggi, og margar af ákvörðunum okkar í lífinu hafa með það að gera. Til að mynda sækjum við í fólk sem okkur líður vel með, og við reynum að velja lífsförunauta og vini með þetta í huga. Hvað varðar vinnu þá veljum við okkur vinnu, en við veljum yfirleitt ekki vinnufélaga. Það skiptir máli hvaðan neikvæð samskipti koma Við erum viðkvæm fyrir neikvæðum samskiptum frá fólki sem skiptir okkur máli. Þegar við upplifum neikvæða framkomu frá vinnufélögum eigum við oft erfitt með að verja okkur og setja mörk. Við jafnvel vitum hvað við eigum að segja og gera, en gerum það ekki. Við drögum okkur frekar til baka og forðumst ágreining. Við viljum að láta þetta líða hjá og fá áfram að tilheyra hópnum. Þörf okkar til að tilheyra er það sterk að við viljum ekki taka of mikla áhættu eða búa til vesen, af ótta við að verða ýtt út úr hópnum og fá ekki frekari framgöngu á vinnustaðnum. Af þeim sökum er erfiðast að verjast framkomu frá vinnufélögum sem við upplifum valdameiri á vinnustaðnum en við erum sjálf. Það gefur því auga leið að erfitt er að mæta neikvæðri framkomu frá yfirmanni og setja honum mörk vegna valdamismunarins. Sama á við um framkomu frá öðrum starfsmönnum sem við upplifum í sterkari stöðu en við, m.a. þeir sem hafa unnið lengur á staðnum, eru lykilstarfsmenn og eru með sterka félagslega stöðu á vinnustaðnum. Af hverju skiptir þetta máli? Það getur haft verulegar afleiðingar fyrir okkur að verða endurtekið fyrir neikvæðri framkomu frá vinnufélögum, þegar við finnum ekki leið til að verjast henni sjálf, og upplifa að enginn af hópnum kemur okkur til varnar. Þessi reynsla getur tekið öryggið frá okkur (þið munið að ekkert er okkur mikilvægara en öryggið) og valdið okkur mikilli vanlíðan og jafnvel heilsubresti í verstu tilfellunum. Allir sem tilheyra vinnustað ættu að hafa þetta í huga og endurspeglar þetta þá ábyrgð sem við berum með því að vera hluti af hópi. Ef allir leggjast á eitt við að huga vel að samskiptum sínum í vinnunni og við berum virðingu fyrir því að við erum ólík þá líður öllum betur og vinnustaðurinn verður betri.Höfundur er sálfræðingur hjá Líf og sál sálfræði- og ráðgjafastofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Héðinsson Vinnumarkaður Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Af hverju mætum við í vinnuna? Augljóslega til að fá greidd laun, en einnig til að gera gagn og fá félagsskap af öðru góðu fólki. Við erum öll ólík, höfum ólíka eiginleika, lífssýn og þarfir, en það breytir því ekki að við erum hópsálir í grunninn og þurfum á öðru fólki að halda. Það felur í sér þá þörf að fá að upplifa viðurkenningu frá öðrum og fá að tilheyra hópi. Þetta á sérstaklega við um þá hópa sem eru okkur mikilvægastir og líklega er fjölskyldan og góðir vinir í fyrstu tveimur sætunum. Vinnustaðurinn og vinnufélagarnir eru samt þarna skammt undan. Annar mikilvægur þáttur er að sjálfsmynd okkar er mótuð af veru okkar í vinnunni. Þar verjum við miklu af okkar tíma, tileinkum okkur nýja færni, náum árangri og fáum viðurkenningu. Þegar okkur finnst við fá að ‘vera með’ í starfshópi fáum við viðurkenningu á því að við séum í lagi eins og við erum, og það lætur okkur líða vel og okkur finnst við vera örugg. Ekkert er okkur mikilvægara en að upplifa öryggi, og margar af ákvörðunum okkar í lífinu hafa með það að gera. Til að mynda sækjum við í fólk sem okkur líður vel með, og við reynum að velja lífsförunauta og vini með þetta í huga. Hvað varðar vinnu þá veljum við okkur vinnu, en við veljum yfirleitt ekki vinnufélaga. Það skiptir máli hvaðan neikvæð samskipti koma Við erum viðkvæm fyrir neikvæðum samskiptum frá fólki sem skiptir okkur máli. Þegar við upplifum neikvæða framkomu frá vinnufélögum eigum við oft erfitt með að verja okkur og setja mörk. Við jafnvel vitum hvað við eigum að segja og gera, en gerum það ekki. Við drögum okkur frekar til baka og forðumst ágreining. Við viljum að láta þetta líða hjá og fá áfram að tilheyra hópnum. Þörf okkar til að tilheyra er það sterk að við viljum ekki taka of mikla áhættu eða búa til vesen, af ótta við að verða ýtt út úr hópnum og fá ekki frekari framgöngu á vinnustaðnum. Af þeim sökum er erfiðast að verjast framkomu frá vinnufélögum sem við upplifum valdameiri á vinnustaðnum en við erum sjálf. Það gefur því auga leið að erfitt er að mæta neikvæðri framkomu frá yfirmanni og setja honum mörk vegna valdamismunarins. Sama á við um framkomu frá öðrum starfsmönnum sem við upplifum í sterkari stöðu en við, m.a. þeir sem hafa unnið lengur á staðnum, eru lykilstarfsmenn og eru með sterka félagslega stöðu á vinnustaðnum. Af hverju skiptir þetta máli? Það getur haft verulegar afleiðingar fyrir okkur að verða endurtekið fyrir neikvæðri framkomu frá vinnufélögum, þegar við finnum ekki leið til að verjast henni sjálf, og upplifa að enginn af hópnum kemur okkur til varnar. Þessi reynsla getur tekið öryggið frá okkur (þið munið að ekkert er okkur mikilvægara en öryggið) og valdið okkur mikilli vanlíðan og jafnvel heilsubresti í verstu tilfellunum. Allir sem tilheyra vinnustað ættu að hafa þetta í huga og endurspeglar þetta þá ábyrgð sem við berum með því að vera hluti af hópi. Ef allir leggjast á eitt við að huga vel að samskiptum sínum í vinnunni og við berum virðingu fyrir því að við erum ólík þá líður öllum betur og vinnustaðurinn verður betri.Höfundur er sálfræðingur hjá Líf og sál sálfræði- og ráðgjafastofu.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun