Erum við of viðkvæm fyrir neikvæðum samskiptum á vinnustað? Helgi Héðinsson skrifar 12. nóvember 2019 10:00 Af hverju mætum við í vinnuna? Augljóslega til að fá greidd laun, en einnig til að gera gagn og fá félagsskap af öðru góðu fólki. Við erum öll ólík, höfum ólíka eiginleika, lífssýn og þarfir, en það breytir því ekki að við erum hópsálir í grunninn og þurfum á öðru fólki að halda. Það felur í sér þá þörf að fá að upplifa viðurkenningu frá öðrum og fá að tilheyra hópi. Þetta á sérstaklega við um þá hópa sem eru okkur mikilvægastir og líklega er fjölskyldan og góðir vinir í fyrstu tveimur sætunum. Vinnustaðurinn og vinnufélagarnir eru samt þarna skammt undan. Annar mikilvægur þáttur er að sjálfsmynd okkar er mótuð af veru okkar í vinnunni. Þar verjum við miklu af okkar tíma, tileinkum okkur nýja færni, náum árangri og fáum viðurkenningu. Þegar okkur finnst við fá að ‘vera með’ í starfshópi fáum við viðurkenningu á því að við séum í lagi eins og við erum, og það lætur okkur líða vel og okkur finnst við vera örugg. Ekkert er okkur mikilvægara en að upplifa öryggi, og margar af ákvörðunum okkar í lífinu hafa með það að gera. Til að mynda sækjum við í fólk sem okkur líður vel með, og við reynum að velja lífsförunauta og vini með þetta í huga. Hvað varðar vinnu þá veljum við okkur vinnu, en við veljum yfirleitt ekki vinnufélaga. Það skiptir máli hvaðan neikvæð samskipti koma Við erum viðkvæm fyrir neikvæðum samskiptum frá fólki sem skiptir okkur máli. Þegar við upplifum neikvæða framkomu frá vinnufélögum eigum við oft erfitt með að verja okkur og setja mörk. Við jafnvel vitum hvað við eigum að segja og gera, en gerum það ekki. Við drögum okkur frekar til baka og forðumst ágreining. Við viljum að láta þetta líða hjá og fá áfram að tilheyra hópnum. Þörf okkar til að tilheyra er það sterk að við viljum ekki taka of mikla áhættu eða búa til vesen, af ótta við að verða ýtt út úr hópnum og fá ekki frekari framgöngu á vinnustaðnum. Af þeim sökum er erfiðast að verjast framkomu frá vinnufélögum sem við upplifum valdameiri á vinnustaðnum en við erum sjálf. Það gefur því auga leið að erfitt er að mæta neikvæðri framkomu frá yfirmanni og setja honum mörk vegna valdamismunarins. Sama á við um framkomu frá öðrum starfsmönnum sem við upplifum í sterkari stöðu en við, m.a. þeir sem hafa unnið lengur á staðnum, eru lykilstarfsmenn og eru með sterka félagslega stöðu á vinnustaðnum. Af hverju skiptir þetta máli? Það getur haft verulegar afleiðingar fyrir okkur að verða endurtekið fyrir neikvæðri framkomu frá vinnufélögum, þegar við finnum ekki leið til að verjast henni sjálf, og upplifa að enginn af hópnum kemur okkur til varnar. Þessi reynsla getur tekið öryggið frá okkur (þið munið að ekkert er okkur mikilvægara en öryggið) og valdið okkur mikilli vanlíðan og jafnvel heilsubresti í verstu tilfellunum. Allir sem tilheyra vinnustað ættu að hafa þetta í huga og endurspeglar þetta þá ábyrgð sem við berum með því að vera hluti af hópi. Ef allir leggjast á eitt við að huga vel að samskiptum sínum í vinnunni og við berum virðingu fyrir því að við erum ólík þá líður öllum betur og vinnustaðurinn verður betri.Höfundur er sálfræðingur hjá Líf og sál sálfræði- og ráðgjafastofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Héðinsson Vinnumarkaður Mest lesið Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Af hverju mætum við í vinnuna? Augljóslega til að fá greidd laun, en einnig til að gera gagn og fá félagsskap af öðru góðu fólki. Við erum öll ólík, höfum ólíka eiginleika, lífssýn og þarfir, en það breytir því ekki að við erum hópsálir í grunninn og þurfum á öðru fólki að halda. Það felur í sér þá þörf að fá að upplifa viðurkenningu frá öðrum og fá að tilheyra hópi. Þetta á sérstaklega við um þá hópa sem eru okkur mikilvægastir og líklega er fjölskyldan og góðir vinir í fyrstu tveimur sætunum. Vinnustaðurinn og vinnufélagarnir eru samt þarna skammt undan. Annar mikilvægur þáttur er að sjálfsmynd okkar er mótuð af veru okkar í vinnunni. Þar verjum við miklu af okkar tíma, tileinkum okkur nýja færni, náum árangri og fáum viðurkenningu. Þegar okkur finnst við fá að ‘vera með’ í starfshópi fáum við viðurkenningu á því að við séum í lagi eins og við erum, og það lætur okkur líða vel og okkur finnst við vera örugg. Ekkert er okkur mikilvægara en að upplifa öryggi, og margar af ákvörðunum okkar í lífinu hafa með það að gera. Til að mynda sækjum við í fólk sem okkur líður vel með, og við reynum að velja lífsförunauta og vini með þetta í huga. Hvað varðar vinnu þá veljum við okkur vinnu, en við veljum yfirleitt ekki vinnufélaga. Það skiptir máli hvaðan neikvæð samskipti koma Við erum viðkvæm fyrir neikvæðum samskiptum frá fólki sem skiptir okkur máli. Þegar við upplifum neikvæða framkomu frá vinnufélögum eigum við oft erfitt með að verja okkur og setja mörk. Við jafnvel vitum hvað við eigum að segja og gera, en gerum það ekki. Við drögum okkur frekar til baka og forðumst ágreining. Við viljum að láta þetta líða hjá og fá áfram að tilheyra hópnum. Þörf okkar til að tilheyra er það sterk að við viljum ekki taka of mikla áhættu eða búa til vesen, af ótta við að verða ýtt út úr hópnum og fá ekki frekari framgöngu á vinnustaðnum. Af þeim sökum er erfiðast að verjast framkomu frá vinnufélögum sem við upplifum valdameiri á vinnustaðnum en við erum sjálf. Það gefur því auga leið að erfitt er að mæta neikvæðri framkomu frá yfirmanni og setja honum mörk vegna valdamismunarins. Sama á við um framkomu frá öðrum starfsmönnum sem við upplifum í sterkari stöðu en við, m.a. þeir sem hafa unnið lengur á staðnum, eru lykilstarfsmenn og eru með sterka félagslega stöðu á vinnustaðnum. Af hverju skiptir þetta máli? Það getur haft verulegar afleiðingar fyrir okkur að verða endurtekið fyrir neikvæðri framkomu frá vinnufélögum, þegar við finnum ekki leið til að verjast henni sjálf, og upplifa að enginn af hópnum kemur okkur til varnar. Þessi reynsla getur tekið öryggið frá okkur (þið munið að ekkert er okkur mikilvægara en öryggið) og valdið okkur mikilli vanlíðan og jafnvel heilsubresti í verstu tilfellunum. Allir sem tilheyra vinnustað ættu að hafa þetta í huga og endurspeglar þetta þá ábyrgð sem við berum með því að vera hluti af hópi. Ef allir leggjast á eitt við að huga vel að samskiptum sínum í vinnunni og við berum virðingu fyrir því að við erum ólík þá líður öllum betur og vinnustaðurinn verður betri.Höfundur er sálfræðingur hjá Líf og sál sálfræði- og ráðgjafastofu.
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun