Flugmannsdóttir stefnir líka Arngrími Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. nóvember 2019 06:15 Frá slysstað í Barkárdal þar sem Grant Wagstaff lét lífið eftir brotlendingu 9. ágúst 2015. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur nú til meðferðar tvær stefnur á á hendur Arngrími Jóhannssyni og Sjóvá vegna andláts Kanadamannsins Grants Wagstaff sem fórst er Arngrímur brotlenti sjóflugvél sinni í Barkárdal inn af Eyjafirði 9. ágúst 2015. Arngrímur flaug flugvélinni og var ferðinni heitið til Keflavíkur. Þaðan átti að fljúga vélinni til Norður-Ameríku og selja hana. Grant var ráðinn sem ferjuflugmaður. Dóttir Grants, Sarah Wagstaff, kveðst ánægð með að stefna hennar hafi verið þingfest og sé því komin fyrir dómstóla. Áður hefur komið fram að ekkja Grants, Roslyn Wagstaff, hefur einnig stefnt Arngrími og Sjóvá til greiðslu bóta vegna slyssins. Það mál er sömuleiðis til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur en flutt af öðrum lögmanni.Sarah Wagstaff.„Eftir að hafa lesið stefnuna fann ég fyrir miklum létti og finnst atriðin sem þar eru dregin fram varðandi hvernig slysdagurinn þróaðist vera nákvæm og ég treysti lögmanni mínum til að lýsa slysinu á réttan hátt frá sjónarhóli mínum og föður míns. Ég er mjög vongóð um að við fáum jákvæða niðurstöðu fyrir vorið eða að minnsta kosti áður en árið er úti,“ segir Sarah. Fréttablaðið hefur áður sagt frá því að höfnun tryggingafélagsins Sjóvár á því að borga fjölskyldu Grants bætur byggir á þeirri skilgreiningu Rannsóknarnefndar flugslysa að Grant hafi í umræddu flugi verið svokallaður Pilot Not Flying (flugmaður sem ekki er að fljúga). Því hafi hann ekki verið farþegi og ekki hafi verið gert ráð fyrir nema einum flugmanni í tryggingarskírteininu. Einnig væri vafi á því að slysið mætti rekja til saknæmrar háttsemi. Jón Páll Hilmarsson, lögmaður Söruh, segir hins vegar óumdeilt að Arngrímur hafi séð um skipulag flugsins og flogið vélinni og að Grant hafi verið farþegi. „Breytir þar engu um þótt faðir stefnanda [Söruh] hafi sjálfur verið reyndur flugmaður og rætt við Arngrím um flugið, en það gerir hann ekki sjálfkrafa hluta af áhöfn vélarinnar,“ segir í stefnunni. Kveðst lögmaðurinn í stefnunni í fyrsta lagi byggja á því að Arngrímur hafi gert alvarleg mistök við undirbúning flugsins. Það hafi leitt til brotlendingarinnar. Mistökin hafi falist í ofhleðslu vélarinnar og í þyngdar- og jafnvægisútreikningum auk mistaka í ákvörðun flugleiðar í slæmum veðurskilyrðum. Segir hann að Arngrím hefði átt að gruna að ekki væri allt með felldu í ljósi þess að sá tími sem tók vélina að komast í flughæð hafi verið óvenju langur.Roslyn Wagstaff.„Þarna hefði Arngrímur átt að bregðast strax við með því að fljúga til baka inn yfir Eyjafjörð í stað þess að halda áfram för inn þrönga og illfæra dali á Tröllaskaga,“ segir í stefnunni. Þannig hafi mátt afstýra slysinu. „Fráfall föður stefnanda er því bein afleiðing af þessari saknæmu og ólögmætu háttsemi stefnda, Arngríms.“ Þá er vitnað til veðurspár Veðurstofu Íslands sem Arngrímur hafi kynnt sér fyrir flugið. Þar hefði komið fram að að ófært væri til sjónflugs norðan og austan til á landinu. Samt hafi Arngrímur ákveðið að fara í sjónflug yfir Tröllaskaga. „Ábyrgur flugmaður hefði í þessum aðstæðum átt að ákveða strax flug út fyrir skagann í stað þess að reyna við flug yfir skagann.“ Segir Jón Páll að Arngrímur hafi sýnt stórfellt gáleysi með því að taka skyndilega ákvörðun um að fljúga inn þröngan og brattan Barkárdal með ofhlaðna flugvél í þeim veðurskilyrðum sem þá voru. „Arngrímur þekkir vel til aðstæðna þarna og hefði því átt að blasa við honum, bæði eftir að hafa skoðað veðurspána og eftir að hafa reynt við flug yfir Öxnadalsheiðina og svo Hörgárdalinn, að ekki var hægt að fljúga yfir Barkárdalinn þennan dag.“ Vísað er í stefnunni til skýrslu rannsóknarnefndarinnar um að hugsanlega hafi of mikið sjálfstraust og trú á eigin getu leikið stóran þátt. Arngrímur hafi verið fastur í þeirri hugsun að fljúga yfir Tröllaskaga en ekki út fyrir skagann eins og flugáætlun gerði ráð fyrir. Segir lögmaðurinn að þótt það hafi verið stórfellt gáleysi eitt og sér að fljúga inn Barkárdalinn hafi það einnig verið stórfellt gáleysi að reyna að snúa vélinni við svo innarlega í dalnum. „Góður og gegn flugmaður hefði alltaf átt að snúa við mun fyrr í stað þess að tefla öryggi vélarinnar og farþega í stórkostlega hættu með því að halda áfram inn dalinn í veikri von um að gat í skýjunum gæti myndast.“ Ofan á þetta segir lögmaðurinn að gerð hafi verið alvarlega mistök við framkvæmd á sjálfri beygjunni með því að Arngrímur hafi lækkað hraðann undir 60 mílur því þá hafi í raun verið ómögulegt að framkvæma beygjuna. „Skal sá sem af ásetningi eða stórfelldu gáleysi veldur dauða annars manns greiða börnum þess látna miskabætur,“ vitnar lögmaðurinn til skaðabótalaga. Hin tvö börn þeirra Roslyn og Grants munu einnig vera með málsókn í undirbúningi en vera mislangt komin á veg með þau mál. Roslyn hefur fengið gjafsókn frá íslenska ríkinu vegna málarekstursins og kveðst Sarah einnig hafa sótt um slíka aðstoð og bíði nú niðurstöðu hvað það varðar. Friðrik Smárason, lögmaður Arngríms Jóhannssonar, segist ekkert vilja segja um þessi mál á þessu stigi. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Flugslys í Barkárdal Hörgársveit Samgönguslys Tengdar fréttir Fjölskylda flugmanns slegin vegna athafnar Fjölskylda Grants Wagstaff, sem lést í flugslysi í Eyjafirði, kveðst harmi slegin vegna minningarathafnar án sinnar vitneskju. Arngrímur Jóhannsson, sem flaug vélinni og ekkjan stefnir í dómsmáli, stóð að uppsetningu minnismerkis. 28. ágúst 2019 07:00 Enginn dómari skipaður enn í máli flugmannsekkju Enn hefur ekki verið skipaður dómari í máli ekkju Kanadamannsins sem fórst í flugslysi í Barkárdal gegn flugmanninum og tryggingafélaginu Sjóvá. 12. ágúst 2019 06:00 Krefst 7,5 milljóna í tryggingu frá ekkju Arngrímur Jóhannsson vill að ekkja sem höfðar bótamál gegn honum vegna andláts eiginmanns skili 7,5 milljóna króna tryggingu fyrir málskostnaði. Lögmaður ekkjunnar segir það myndu hindra aðgang hennar að dómstólum. 5. október 2019 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur nú til meðferðar tvær stefnur á á hendur Arngrími Jóhannssyni og Sjóvá vegna andláts Kanadamannsins Grants Wagstaff sem fórst er Arngrímur brotlenti sjóflugvél sinni í Barkárdal inn af Eyjafirði 9. ágúst 2015. Arngrímur flaug flugvélinni og var ferðinni heitið til Keflavíkur. Þaðan átti að fljúga vélinni til Norður-Ameríku og selja hana. Grant var ráðinn sem ferjuflugmaður. Dóttir Grants, Sarah Wagstaff, kveðst ánægð með að stefna hennar hafi verið þingfest og sé því komin fyrir dómstóla. Áður hefur komið fram að ekkja Grants, Roslyn Wagstaff, hefur einnig stefnt Arngrími og Sjóvá til greiðslu bóta vegna slyssins. Það mál er sömuleiðis til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur en flutt af öðrum lögmanni.Sarah Wagstaff.„Eftir að hafa lesið stefnuna fann ég fyrir miklum létti og finnst atriðin sem þar eru dregin fram varðandi hvernig slysdagurinn þróaðist vera nákvæm og ég treysti lögmanni mínum til að lýsa slysinu á réttan hátt frá sjónarhóli mínum og föður míns. Ég er mjög vongóð um að við fáum jákvæða niðurstöðu fyrir vorið eða að minnsta kosti áður en árið er úti,“ segir Sarah. Fréttablaðið hefur áður sagt frá því að höfnun tryggingafélagsins Sjóvár á því að borga fjölskyldu Grants bætur byggir á þeirri skilgreiningu Rannsóknarnefndar flugslysa að Grant hafi í umræddu flugi verið svokallaður Pilot Not Flying (flugmaður sem ekki er að fljúga). Því hafi hann ekki verið farþegi og ekki hafi verið gert ráð fyrir nema einum flugmanni í tryggingarskírteininu. Einnig væri vafi á því að slysið mætti rekja til saknæmrar háttsemi. Jón Páll Hilmarsson, lögmaður Söruh, segir hins vegar óumdeilt að Arngrímur hafi séð um skipulag flugsins og flogið vélinni og að Grant hafi verið farþegi. „Breytir þar engu um þótt faðir stefnanda [Söruh] hafi sjálfur verið reyndur flugmaður og rætt við Arngrím um flugið, en það gerir hann ekki sjálfkrafa hluta af áhöfn vélarinnar,“ segir í stefnunni. Kveðst lögmaðurinn í stefnunni í fyrsta lagi byggja á því að Arngrímur hafi gert alvarleg mistök við undirbúning flugsins. Það hafi leitt til brotlendingarinnar. Mistökin hafi falist í ofhleðslu vélarinnar og í þyngdar- og jafnvægisútreikningum auk mistaka í ákvörðun flugleiðar í slæmum veðurskilyrðum. Segir hann að Arngrím hefði átt að gruna að ekki væri allt með felldu í ljósi þess að sá tími sem tók vélina að komast í flughæð hafi verið óvenju langur.Roslyn Wagstaff.„Þarna hefði Arngrímur átt að bregðast strax við með því að fljúga til baka inn yfir Eyjafjörð í stað þess að halda áfram för inn þrönga og illfæra dali á Tröllaskaga,“ segir í stefnunni. Þannig hafi mátt afstýra slysinu. „Fráfall föður stefnanda er því bein afleiðing af þessari saknæmu og ólögmætu háttsemi stefnda, Arngríms.“ Þá er vitnað til veðurspár Veðurstofu Íslands sem Arngrímur hafi kynnt sér fyrir flugið. Þar hefði komið fram að að ófært væri til sjónflugs norðan og austan til á landinu. Samt hafi Arngrímur ákveðið að fara í sjónflug yfir Tröllaskaga. „Ábyrgur flugmaður hefði í þessum aðstæðum átt að ákveða strax flug út fyrir skagann í stað þess að reyna við flug yfir skagann.“ Segir Jón Páll að Arngrímur hafi sýnt stórfellt gáleysi með því að taka skyndilega ákvörðun um að fljúga inn þröngan og brattan Barkárdal með ofhlaðna flugvél í þeim veðurskilyrðum sem þá voru. „Arngrímur þekkir vel til aðstæðna þarna og hefði því átt að blasa við honum, bæði eftir að hafa skoðað veðurspána og eftir að hafa reynt við flug yfir Öxnadalsheiðina og svo Hörgárdalinn, að ekki var hægt að fljúga yfir Barkárdalinn þennan dag.“ Vísað er í stefnunni til skýrslu rannsóknarnefndarinnar um að hugsanlega hafi of mikið sjálfstraust og trú á eigin getu leikið stóran þátt. Arngrímur hafi verið fastur í þeirri hugsun að fljúga yfir Tröllaskaga en ekki út fyrir skagann eins og flugáætlun gerði ráð fyrir. Segir lögmaðurinn að þótt það hafi verið stórfellt gáleysi eitt og sér að fljúga inn Barkárdalinn hafi það einnig verið stórfellt gáleysi að reyna að snúa vélinni við svo innarlega í dalnum. „Góður og gegn flugmaður hefði alltaf átt að snúa við mun fyrr í stað þess að tefla öryggi vélarinnar og farþega í stórkostlega hættu með því að halda áfram inn dalinn í veikri von um að gat í skýjunum gæti myndast.“ Ofan á þetta segir lögmaðurinn að gerð hafi verið alvarlega mistök við framkvæmd á sjálfri beygjunni með því að Arngrímur hafi lækkað hraðann undir 60 mílur því þá hafi í raun verið ómögulegt að framkvæma beygjuna. „Skal sá sem af ásetningi eða stórfelldu gáleysi veldur dauða annars manns greiða börnum þess látna miskabætur,“ vitnar lögmaðurinn til skaðabótalaga. Hin tvö börn þeirra Roslyn og Grants munu einnig vera með málsókn í undirbúningi en vera mislangt komin á veg með þau mál. Roslyn hefur fengið gjafsókn frá íslenska ríkinu vegna málarekstursins og kveðst Sarah einnig hafa sótt um slíka aðstoð og bíði nú niðurstöðu hvað það varðar. Friðrik Smárason, lögmaður Arngríms Jóhannssonar, segist ekkert vilja segja um þessi mál á þessu stigi.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Flugslys í Barkárdal Hörgársveit Samgönguslys Tengdar fréttir Fjölskylda flugmanns slegin vegna athafnar Fjölskylda Grants Wagstaff, sem lést í flugslysi í Eyjafirði, kveðst harmi slegin vegna minningarathafnar án sinnar vitneskju. Arngrímur Jóhannsson, sem flaug vélinni og ekkjan stefnir í dómsmáli, stóð að uppsetningu minnismerkis. 28. ágúst 2019 07:00 Enginn dómari skipaður enn í máli flugmannsekkju Enn hefur ekki verið skipaður dómari í máli ekkju Kanadamannsins sem fórst í flugslysi í Barkárdal gegn flugmanninum og tryggingafélaginu Sjóvá. 12. ágúst 2019 06:00 Krefst 7,5 milljóna í tryggingu frá ekkju Arngrímur Jóhannsson vill að ekkja sem höfðar bótamál gegn honum vegna andláts eiginmanns skili 7,5 milljóna króna tryggingu fyrir málskostnaði. Lögmaður ekkjunnar segir það myndu hindra aðgang hennar að dómstólum. 5. október 2019 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Sjá meira
Fjölskylda flugmanns slegin vegna athafnar Fjölskylda Grants Wagstaff, sem lést í flugslysi í Eyjafirði, kveðst harmi slegin vegna minningarathafnar án sinnar vitneskju. Arngrímur Jóhannsson, sem flaug vélinni og ekkjan stefnir í dómsmáli, stóð að uppsetningu minnismerkis. 28. ágúst 2019 07:00
Enginn dómari skipaður enn í máli flugmannsekkju Enn hefur ekki verið skipaður dómari í máli ekkju Kanadamannsins sem fórst í flugslysi í Barkárdal gegn flugmanninum og tryggingafélaginu Sjóvá. 12. ágúst 2019 06:00
Krefst 7,5 milljóna í tryggingu frá ekkju Arngrímur Jóhannsson vill að ekkja sem höfðar bótamál gegn honum vegna andláts eiginmanns skili 7,5 milljóna króna tryggingu fyrir málskostnaði. Lögmaður ekkjunnar segir það myndu hindra aðgang hennar að dómstólum. 5. október 2019 07:00