„Vissum ekki hvort einhver ætlaði að vera fyndinn á okkar kostnað“ Óskar Ófeigur Jónsson í Antalya skrifar 12. nóvember 2019 08:30 Íslenska landsliðið í fyrri leiknum á móti Tyrkjum. Getty/Oliver Hardt Víðir Reynisson, öryggisstjóri íslenska landsliðsins, er ánægður með móttökur Tyrkja og segir alla leikmenn hafa verið undirbúnir að vera þolinmóðir á landamærunum. Víðir hefur haft í nægu að snúast í aðdraganda Tyrklandsferðarinnar sem og fyrstu dagana þegar íslensku landsliðsmennirnir hafa verið að tínast til Tyrklands. Tyrkir voru mjög ósáttir með að fá ekki sérstaka hraðferð í gegnum landamæraeftirlitið í Leifsstöð þegar þeir komu til Íslands í júní. Ekki létti belgíski burstinn heldur skap þeirra og hvað þá úrslit leiksins sem Ísland vann 2-1. Nú er komið að seinni leik þjóðanna út í Tyrklandi. Íslensku landsliðsmennirnir voru að koma til Tyrklands allt frá laugardegi til þriðjudags og sumir fengu mun nánari og ítarlegri vegabréfaskoðun en aðrir. „Leikmennirnir voru að koma alls staðar að og það voru miklar pælingar í að gera flugferðirnar sem einfaldastar þannig að menn yrðu ekki þreyttir eftir þær þegar þeir komu hingað. Það er stuttur tími til að undirbúa þannig að allt þarf að ganga vel upp,“ sagði Víðir Reynisson en leikurinn við Tyrki er strax á fimmtudaginn.Víðir Reynisson öryggisstjóri sýnir takta með boltann á HM í Rússlandi sumarið 2018.vísir/vilhelm„Við undirbjuggum okkur mjög vel fyrir það að koma hingað. Það var rosalega vel tekið á móti okkur þegar við vorum hérna seinast. Við vorum því ekki með neinar áhyggjur af því. Hér hafa móttökurnar verið frábærar og starfsfólkið á hótelinu og á æfingavellinum alveg til fyrirmyndar í öllu og dekra eiginlega við okkur,“ sagði Víðir. Það fór samt ekki á milli mála að sumir leikmenn íslenska liðsins lentu í því að þurfa bíða lengi í vegabréfsskoðuninni sem og að töskur þeirra voru skoðaðar rækilega. „Ég veit hvað það er en allir leikmenn fengu góða vegabréfaskoðun við landamærin. Þeir sögðu okkur að þetta væri bara hefðbundin skoðun og það er bara allt í lagi. Þeir bera ábyrgð á öryggi síns lands. Við höfum engar áhyggjur af því og bara brosum og höfum gaman af þessu,“ sagði Víðir. „Við vorum búnir að tala um það við þá að við vissum ekki hverjum við ættum von á eða hvort að það ætlaði einhver að vera fyndinn á okkar kostnað. Við vorum undirbúnir undir það og það voru allir rólegir á landamærunum. Ég held bara að þetta hafi gengið vel hjá öllum,“ sagði Víðir. EM 2020 í fótbolta Íslendingar erlendis Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Víðir Reynisson, öryggisstjóri íslenska landsliðsins, er ánægður með móttökur Tyrkja og segir alla leikmenn hafa verið undirbúnir að vera þolinmóðir á landamærunum. Víðir hefur haft í nægu að snúast í aðdraganda Tyrklandsferðarinnar sem og fyrstu dagana þegar íslensku landsliðsmennirnir hafa verið að tínast til Tyrklands. Tyrkir voru mjög ósáttir með að fá ekki sérstaka hraðferð í gegnum landamæraeftirlitið í Leifsstöð þegar þeir komu til Íslands í júní. Ekki létti belgíski burstinn heldur skap þeirra og hvað þá úrslit leiksins sem Ísland vann 2-1. Nú er komið að seinni leik þjóðanna út í Tyrklandi. Íslensku landsliðsmennirnir voru að koma til Tyrklands allt frá laugardegi til þriðjudags og sumir fengu mun nánari og ítarlegri vegabréfaskoðun en aðrir. „Leikmennirnir voru að koma alls staðar að og það voru miklar pælingar í að gera flugferðirnar sem einfaldastar þannig að menn yrðu ekki þreyttir eftir þær þegar þeir komu hingað. Það er stuttur tími til að undirbúa þannig að allt þarf að ganga vel upp,“ sagði Víðir Reynisson en leikurinn við Tyrki er strax á fimmtudaginn.Víðir Reynisson öryggisstjóri sýnir takta með boltann á HM í Rússlandi sumarið 2018.vísir/vilhelm„Við undirbjuggum okkur mjög vel fyrir það að koma hingað. Það var rosalega vel tekið á móti okkur þegar við vorum hérna seinast. Við vorum því ekki með neinar áhyggjur af því. Hér hafa móttökurnar verið frábærar og starfsfólkið á hótelinu og á æfingavellinum alveg til fyrirmyndar í öllu og dekra eiginlega við okkur,“ sagði Víðir. Það fór samt ekki á milli mála að sumir leikmenn íslenska liðsins lentu í því að þurfa bíða lengi í vegabréfsskoðuninni sem og að töskur þeirra voru skoðaðar rækilega. „Ég veit hvað það er en allir leikmenn fengu góða vegabréfaskoðun við landamærin. Þeir sögðu okkur að þetta væri bara hefðbundin skoðun og það er bara allt í lagi. Þeir bera ábyrgð á öryggi síns lands. Við höfum engar áhyggjur af því og bara brosum og höfum gaman af þessu,“ sagði Víðir. „Við vorum búnir að tala um það við þá að við vissum ekki hverjum við ættum von á eða hvort að það ætlaði einhver að vera fyndinn á okkar kostnað. Við vorum undirbúnir undir það og það voru allir rólegir á landamærunum. Ég held bara að þetta hafi gengið vel hjá öllum,“ sagði Víðir.
EM 2020 í fótbolta Íslendingar erlendis Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira