Kolbeinn: Verðum að vinna og setja pressuna á Tyrki Óskar Ófeigur Jónsson í Antalya skrifar 12. nóvember 2019 10:30 Kolbeinn Sigþórsson. Vísir/Sigurður Már Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur sett sér það markmið að skora á móti Tyrkjum á fimmtudagskvöldið og eignast þar með einn markamet landsliðsins sem hann deilir nú með Eið Smára Guðjohnsen. Draumurinn er að markið færi íslenska liðið nærri því að vinna leikinn en öll önnur úrslit myndu þýða að íslenska landsliðið ætti ekki lengur möguleika á því að komast upp úr riðlinum. „Við verðum bara að vinna leikinn og setja pressuna á Tyrkina fyrir síðasta leikinn. Takist það þá getur allt gerst. Við verðum að gera okkar og vona það besta,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson. „Þeir munu koma dýrvitlausir til leiks og reyna að nýta sér meðbyrinn frá stuðningsmönnunum. Við þurfum að vera klárir í byrjun og ekki fá okkur nein mörk, sérstaklega ekki í fyrri hálfleik,“ sagði Kolbeinn „Við þurfum að passa það að varnarleikurinn verði í lagi og þá setjum við eitt til tvö mörk á þá,“ sagði Kolbeinn sem hefur skorað 26 mörk fyrir íslenska landsliðið eða jafnmörg og Eiður Smári Guðjohnsen. „Vonandi næ ég að skora á móti Tyrkjunum og ég fer inn í hvern einasta leik með það markmið. Ég stefni því á að skora,“ sagði Kolbeinn. Hann ber Tyrkjum góða söguna frá tíma sínum í Istanbul „Fólkið hérna er mjög gott en Tyrkirnir vilja fá virðingu. Við sýnum þeim þá virðingu utan vallar og svo tökum við þá inn á vellinum,“ sagði Kolbeinn en hvernig munu Tyrkir taka á móti Kolbeini í leiknum á fimmtudagskvöldið? „Bara vel. Ég vona það alla vega. Það verður bara að koma í ljós en Tyrkir eru fínir,“ sagði Kolbeinn. Hann var heppnari en margir í íslenska landsliðinu þegar hann fór í gegnum vegabréfseftirliðið. „Það tók mig bara fimm mínútur að labba í gegn. Það var ekkert vesen á mér og ég held að ég hafi verið heppnari en margir í liðinu. Ég heyrði að það lentu einhverjir í veseni en það er ekkert sem tekur okkur úr sambandi,“ sagði Kolbeinn. „Hann tók ekki þátt í allri æfingunni en ástæðan var að hann var í endurheimt eftir leik um helgina. Ég verð klár á æfingu á morgun,“ sagði Kolbeinn. Undirritaður vill taka það fram að blaðamaður Vísis og Stöð 2 fékk að taka viðtalið við Kolbein eftir að hafa samþykkt það að spyrja leikmanninn ekki það sem gerðist í Stokkhólmi í síðustu viku. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur sett sér það markmið að skora á móti Tyrkjum á fimmtudagskvöldið og eignast þar með einn markamet landsliðsins sem hann deilir nú með Eið Smára Guðjohnsen. Draumurinn er að markið færi íslenska liðið nærri því að vinna leikinn en öll önnur úrslit myndu þýða að íslenska landsliðið ætti ekki lengur möguleika á því að komast upp úr riðlinum. „Við verðum bara að vinna leikinn og setja pressuna á Tyrkina fyrir síðasta leikinn. Takist það þá getur allt gerst. Við verðum að gera okkar og vona það besta,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson. „Þeir munu koma dýrvitlausir til leiks og reyna að nýta sér meðbyrinn frá stuðningsmönnunum. Við þurfum að vera klárir í byrjun og ekki fá okkur nein mörk, sérstaklega ekki í fyrri hálfleik,“ sagði Kolbeinn „Við þurfum að passa það að varnarleikurinn verði í lagi og þá setjum við eitt til tvö mörk á þá,“ sagði Kolbeinn sem hefur skorað 26 mörk fyrir íslenska landsliðið eða jafnmörg og Eiður Smári Guðjohnsen. „Vonandi næ ég að skora á móti Tyrkjunum og ég fer inn í hvern einasta leik með það markmið. Ég stefni því á að skora,“ sagði Kolbeinn. Hann ber Tyrkjum góða söguna frá tíma sínum í Istanbul „Fólkið hérna er mjög gott en Tyrkirnir vilja fá virðingu. Við sýnum þeim þá virðingu utan vallar og svo tökum við þá inn á vellinum,“ sagði Kolbeinn en hvernig munu Tyrkir taka á móti Kolbeini í leiknum á fimmtudagskvöldið? „Bara vel. Ég vona það alla vega. Það verður bara að koma í ljós en Tyrkir eru fínir,“ sagði Kolbeinn. Hann var heppnari en margir í íslenska landsliðinu þegar hann fór í gegnum vegabréfseftirliðið. „Það tók mig bara fimm mínútur að labba í gegn. Það var ekkert vesen á mér og ég held að ég hafi verið heppnari en margir í liðinu. Ég heyrði að það lentu einhverjir í veseni en það er ekkert sem tekur okkur úr sambandi,“ sagði Kolbeinn. „Hann tók ekki þátt í allri æfingunni en ástæðan var að hann var í endurheimt eftir leik um helgina. Ég verð klár á æfingu á morgun,“ sagði Kolbeinn. Undirritaður vill taka það fram að blaðamaður Vísis og Stöð 2 fékk að taka viðtalið við Kolbein eftir að hafa samþykkt það að spyrja leikmanninn ekki það sem gerðist í Stokkhólmi í síðustu viku.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira